Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 1
„ÞESSU miðar ágætlega og það stendur til að há- skólinn hefji starfsemi sína strax eftir áramótin,“ segir Brynjar Brjánsson, byggingastjóri hjá Ís- taki, sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum við nýtt húsnæði Háskólans í Reykjavík. Verkið er afhent í tveimur áföngum, sá fyrri um áramót en sá seinni næsta sumar. Fyrri áfanginn er þegar orðinn fokheldur og er unnið að innréttingum en háskólafólk er þegar tekið að koma sér fyrir í hluta rýmisins. Torgið sem hér er verið að glerja tilheyrir seinni áfanga hússins og er jafnframt aðalanddyri háskólans sem tengir álmur hússins saman. „Framkvæmdir hófust í janúar 2008 og á þessu ári hafa unnið hér á milli 200 og 300 manns,“ segir Brynjar. Verkefninu hefur seinkað nokkuð frá upphaflegu plani þar sem til stóð að taka háskóla- húsnæðið í notkun í haust. Brynjar segir að þjóð- félagsástandið hafi sett nokkurt strik í reikning- inn en tvær álmur voru settar á bið auk þess sem nokkuð þungt hafi verið um efnisaðdrætti. „Það er ekkert efni til á lager í landinu svo vinn- an hefur orðið tímafrekari, en annars hefur þetta gengið prýðilega,“ segir Brynjar. jmv@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Torgið mun tengja álmur HR „ÞAÐ liggur fyr- ir að viðhorfið hefur ekkert breyst í þessum viðræðum sem hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Menn hafa ekk- ert nálgast í efn- inu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, eftir viðræður gærkvöldsins um stöðug- leikasáttmálann. „Það er alveg ljóst að það, sem ríkisstjórnin er að spila út í þessari meintu yfirlýsingu, telj- um við ekki vera þann grunn sem við getum byggt þetta samstarf á,“ segir Gylfi. Engin niðurstaða hafði því náðst eftir að fundað hafði verið í allan gærdag og ríkisstjórnin sent frá sér a.m.k. þrenn drög að yfirlýsingu, sem átti að framlengja líf stöðug- leikasáttmálans. Svipað hljóð var í Vilhjálmi Egils- syni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann sagði að ekki hefði gengið nógu hratt og ekki í rétta átt að ná niðurstöðu. Hjá SA verður fundað í dag um það hvort framlengja eigi kjarasamninga við ASÍ. Gylfi segir ekki útilokað að kjarasamningar verði framlengdir þótt stöðugleikasáttmálinn renni út í sandinn. Það þurfi einfaldlega að koma í ljós. Í drögum að yfirlýs- ingu, sem ríkisstjórnin sendi frá sér í gær, voru ekki stigin stór skref til móts við kröfur aðila vinnumark- aðarins. | 4 Stöðugleika- sáttmálinn úr sögunni? Gylfi Arnbjörnsson Gylfi: Höfum ekkert nálgast niðurstöðu Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HAGVAXTARFYRIRVARA sem Alþingi setti við Icesave-samninga hefur verið breytt í nýju sam- komulagi ríkisins við Breta og Hol- lendinga. Þessi breyting getur haft í för með sér umtalsvert meiri greiðslubyrði en Alþingi hafði gert ráð fyrir. Breytingin kann að virka lítil við fyrstu sýn, en getur verið afdrifa- rík. Áður var gert ráð fyrir að upp- söfnuð greiðslubyrði Trygginga- sjóðs innstæðueigenda tæki mið af uppsöfnuðum hagvexti á samnings- tímanum. Nú er hins vegar miðað við að greiðslubyrði hvers árs eftir 2015 taki mið af þessum uppsafn- aða hagvexti. Þegar hugsanleg greiðslubyrði hvers árs er reiknuð er annars veg- ar skoðuð landsframleiðsla árið 2008 og hins vegar landsframleiðsla á greiðslutíma hverju sinni. Mis- munurinn ræður því hve háa fjár- hæð Íslendingar þurfa að greiða. Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins er gert ráð fyrir því að upp- safnaður hagvöxtur árin 2009-2015 verði á bilinu 8-14%. Ef menn gefa sér að bjartsýnis- spáin rætist og uppsafnaður hag- vöxtur til ársins 2015 verði 14%, en hagvöxtur verði hins vegar enginn næstu fimm árin á eftir, breytir það engu um útreiknaða greiðslu- byrði, heldur mun hún ávallt taka mið af þessum 14% mun sem er á landsframleiðslu árið 2008 og þeirri landsframleiðslu sem er á hverjum greiðsludegi fyrir sig eftir árið 2015. Fyrirvarinn, sem Alþingi hafði áður sett í lög, fól í sér að tekið var tillit til hugsanlegra stöðnunar- tímabila. Nú er staðan hins vegar sú að svo lengi sem einhver upp- safnaður hagvöxtur er fyrir hendi gætu Íslendingar þurft að greiða af láninu. Er miðað við landsframleiðslu umreiknaða í evrur og pund. Styrk- ist krónan á samningstímanum eykst umreiknuð landsframleiðsla Íslands og þar með greiðslubyrðin.  Íslendingar | 12 Breyttur hagvaxtarfyrirvari getur valdið hærri greiðslum Fyrirvarar í nýja samkomulaginu halda síður en fyrirvarar Alþingis » Greiðslubyrði miðast við uppsafnaðan hagvöxt » Lítið tillit tekið til stöðnunartímabila Morgunblaðið/Ómar Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 291. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «LÉTTARILÖG MEIRI LÉTTLEIKI YFIR ÚTFÖRUM EN ÁÐUR «FÍNAFÞREYING BRIDGET ÍSLANDS VEL HEPPNUÐ ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Frjáls miðlun ehf., sem hefur meðal ann- ars unnið mörg verkefni fyrir Kópavogsbæ og eigendur þess, hef- ur ákveðið að höfða mál og krefjast bóta fyrir það tjón sem það telur að bæjarfulltrúarnir í Kópavogi, þau Guðríður Arnardóttir Samfylk- ingu, Ólafur Þór Gunnarsson VG og Hafsteinn Karlsson Samfylk- ingu, hafi valdið með ummælum sínum um fyrirtækið og aðstand- endur þess. Þórarinn V. Þórarinsson, lögmað- ur stefnenda, segir að þeir hafi þurft að sitja undir stanslausu regni af dylgjum og meiðyrðum nokkurra bæjarfulltrúa. Miskabótakrafan nemur samtals 11,4 milljónum auk vaxta og dráttarvaxta. Þess er líka krafist að stefndu verði dæmd til að greiða málskostnað og greiða eina milljón kr. til að kosta birtingu dóms í dag- blöðum. Ennfremur er farið fram á að ákveðin ummæli í fjölmiðlum verði dæmd dauð og ómerk. | 6 Höfða mál gegn bæjar- fulltrúum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.