Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
JóhannBjörnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í LIÐINNI viku greindust 1.640
manns hérlendis með A(H1N1)-
inflúensu eða svínainflúensu en 1.677
í vikunni þar á undan. Haraldur
Briem sóttvarnalæknir segir að tal-
an geti enn hækkað þar sem tilkynn-
ingar séu enn að berast en engu að
síður geti þetta verið vísbending um
að toppnum verði fljótlega náð.
Átta á gjörgæslu
Um miðjan dag í gær voru 26 sjúk-
lingar með flensu á Landspítalanum,
þar af sjö á gjörgæslu. Fjölgað hafði
um tvo með flensu á almennri deild
en fækkað um einn á gjörgæslu frá
því á sunnudag. Á Sjúkrahúsinu á
Akureyri voru þrír með flensu, þar
af lá einn á gjörgæslu.
Haraldur bendir á að fjöldi sjúk-
linga með flensu á spítölum virðist
vera í jafnvægi og það viti á gott.
Bóluefni hafi borist í minni skömmt-
um en vonast hafi verið til en á móti
komi að ekki þurfi að bólusetja hvern
einstakling nema einu sinni og ætla
megi að hægt verði að byrja að bólu-
setja almenning í lok nóvember.
Nóg af öndunarvélum
Ólafur Baldursson, framkvæmda-
stjóri lækninga á Landspítalanum,
segir að vel gangi að eiga við flens-
una. Nokkrir sjúklingar fái mjög
slæma lífshættulega lungnabólgu og
fari í ástand sem nefnist öndunarbil-
un, en þá berst súrefni ekki til líf-
færa án aðstoðar öndunarvéla. Þeir
sem séu á gjörgæslu séu í þessu
ástandi en spítalinn eigi 30 góðar
öndunarvélar og sé í viðbragðsstöðu
um að útvega fleiri verði ástæða til
þess. Auk þess sé lögð áhersla á að
reyna að draga úr alvarleika veikind-
anna með fyrirbyggjandi aðgerðum
til þess að fækka þeim sem fara
hugsanlega í öndunarbilun.
Þegar lungun eru full af bólgu og
vökva þarf oft að snúa mönnum á
grúfu til þess að opna neðsta hluta
lungnanna betur eftir að þeir hafa
verið í öndunarvél í ákveðinn tíma.
Ólafur bendir á að mjög mikið um-
stang sé í kringum einn svona sjúk-
ling og því séu margir starfsmenn
bundnir við þessa vinnu en það hafi
ekki bitnað á öðrum nauðsynlegum
verkum. Hins vegar megi segja að
þegar slysaalda ríði yfir á sama tíma
séu gjörgæslurnar við þolmörk.
„Sem betur fer hefur þetta verið inn-
an þeirra marka og við ráðum vel við
þetta,“ segir hann.
Flensan talin innan þolmarka
Jafnvægi í fjölda sjúklinga vísbending um að toppnum verði fljótlega náð Allir sjúklingar á gjörgæslu-
deild með öndunarbilun Landspítalinn á 30 góðar öndunarvélar og er í viðbragðsstöðu þurfi fleiri
Morgunblaðið/Ómar
Fámenni Flensan fer ekki í manngreinarálit en ekki var að sjá að hún fjölg-
aði sjúklingum á Heilsugæslunni Hvammi í Kópavogi í gær.
VASKIR menn vinna nú hörðum höndum við að
breyta Vesturgötunni, á milli Aðalstrætis og
Grófarinnar, í vistgötu en auk þess verður þess-
um kafla götunnar breytt í einstefnugötu til
norðurs. Vistgata þýðir að gangandi og hjólandi
vegfarendur fá forgang auk þess sem skapa á
vistlega stemningu með gróðurbeðum. Búist er
við að breytingunum verði lokið 10. nóvember
næstkomandi.
VESTURGÖTU BREYTT Í VISTGÖTU
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
FORYSTUSVEIT lífeyrissjóðanna fundaði í gær með
fulltrúum Landspítala og heilbrigðis- og fjármálaráðu-
neyta þar sem rætt var um hugsanlega þátttöku sjóð-
anna í byggingu nýs hátæknispítala. Aðgerðahópur
lífeyrissjóðanna, alls um fimmtíu manns, sat fundinn.
„Núna erum við að leggja drög að viljayfirlýsingu um
að við lánum fjármuni til byggingar sjúkrahúss. Við
nálgumst verkefnið með jákvæðum huga en höfum þó
ekki gefið neitt formlega út. Ég vona samt að svo geti
orðið innan tíðar, en vissulega tekur þetta nokkurn
tíma, svo sem að fara með málið í gegnum hið fé-
lagslega bakland sjóðanna,“ sagði Hrafn Magnússon,
framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, og Ingólfur Þórisson kynntu
sjúkrahúsverkefnið og helstu útlínur
þess fyrir lífeyrissjóðafólki í gær.
Þar kom fram að sparnaðurinn af því
að flytja alla starfsemi sjúkrahússins
á einn stað, það er á Hringbraut,
gæti numið alls nítján milljörðum
króna á fjörutíu árum.
Stofnun framtakssjóðs er annað
stórverkefni sem nú er unnið að á
vettvangi lífeyrissjóða. Þess er vænst
að sjóðurinn verði kominn á fót eftir einn til tvo mán-
uði, en honum er ætlað að auðvelda fyrirtækjum sem
eru í kröggum en eiga sér þó framtíðarvon að komast
yfir erfiðasta hjallann. Þar er einkum horft til fyr-
irtækja sem eru gjaldeyrissparandi og -aflandi.
Leggja drög að yfirlýs-
ingu um nýtt sjúkrahús
Forysta lífeyrissjóðanna fundaði með Landspítalamönnum
Hrafn
Magnússon
ÍSLENDINGAR taka ekki þátt í
samningafundi um makrílveiðar,
sem hófst í gær í Cork á Írlandi.
Formaður
norsku sendi-
nefndarinnar,
Johan Williams
úr sjávar-
útvegsráðu-
neyti Noregs,
segir að Ísland verði að fara að haga
sér sem „alvörustrandríki“ áður en
því verði boðið að samningaborðinu.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að Íslandi
hafi ekki verið boðið sem fullgildu
strandríki til fundarins.
„Þeir hafa haldið okkur frá samn-
ingaborðinu árum saman. Lengst af
héldu þeir því fram að það væri ekki
makríll hérna. Við yrðum að sýna
fram á það. Það getum við ekki gert
nema veiða makríl. Þá erum við
gagnrýndir fyrir það,“ sagði Friðrik.
Makrílgengd á Íslandsmiðum hef-
ur aukist gríðarlega undanfarin ár. Í
fyrra voru veidd hér 112.000 tonn af
makríl, mest í júlí og ágúst. Enn
meiri makríll kom hingað í sumar.
Hinn 8. júlí sl. var búið að veiða yfir
90.000 tonn og þá voru veiðarnar
takmarkaðar mjög. Makríll var ein-
ungis veiddur sem meðafli með
norsk-íslenskri síld eftir það.
Ekki boðið
að makríl-
borðinu