Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í VIÐRÆÐUM um stöðugleika- sáttmálann á milli aðila vinnumark- aðarins og stjórnvalda í gær mætt- ust stálin stinn. Þegar funda- höldum lauk á tólfta tímanum í gærkvöldi hafði engin niðurstaða náðst og að vonum var vonbrigða- tónn í viðmælendum Morgun- blaðsins. Hugmyndir gengu á milli full- trúa vinnumarkaðarins og stjórn- valda í gær um áframhaldandi sam- starf innan vébanda sáttmálans, en hægt gekk. Ríkisstjórnin sendi snemma dags drög að yfirlýsingu, þar sem reynt var að koma til móts við kröf- ur SA og ASÍ, sem hafðar hafa ver- ið uppi að undanförnu. Ekki var þar að sjá neinar framréttar sátta- hendur í stærstu málunum. „Nei, þess vegna erum við nú að senda þessar tillögur til þeirra til baka,“ sagði Vilhjálmur Egilsson þegar tal náðist af honum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur til dæmis talað um meiri að- komu stéttarfélaga að atvinnuleys- istryggingakerfinu og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, hefur krafist afturköllunar á áformum um fyrningarleið í sjávar- útvegi, orku- og auðlindaskatta og á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur. Í drögunum sem ríkisstjórnin af- henti SA og ASÍ í gær og voru svo unnin áfram fram eftir kvöldi er ekki seilst mjög langt. Um orku- og auðlindaskattana segir þar að haft verði samráð við fyrirtæki og samtök þeirra um end- anlega útfærslu skattanna sem snúa að þeim. „Sérstaklega verði skoðað í þessu sambandi hvort mögulegt sé að útfæra slíka gjald- töku án þess að hún virki hamlandi gegn nýjum fjárfestingum í at- vinnuskapandi verkefnum,“ sagði þar. Um fyrningarleiðina í sjávar- útvegi sagði að vinnunni yrði hrað- að svo sem mögulegt væri til að eyða óvissu. „Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki fyrir 1. febrúar 2010,“ sagði þar. Samtök atvinnu- lífsins höfðu krafist þess að þau áform yrðu tekin aftur hið snar- asta. Um stóriðjuna og það ákvæði stöðugleikasáttmálans sem mikill styr hefur staðið um, að engar hindranir skuli vera af hálfu stjórn- valda eftir 1. nóvember, sagði að stjórnvöld myndu hraða úrvinnslu mála sem tengjast framkvæmdum „eftir því sem efni máls og lög- bundnir lágmarkstímafrestir leyfa“. Helst var að vel væri tekið í þá hugmynd að stéttarfélög hefðu meira að segja um rekstur atvinnu- leysistryggingakerfisins. Ekki yrðu þó gerðar breytingar á núver- andi kerfi nema sýnt yrði að fyrir þeim væru gild rök. Í dag taka Samtök atvinnulífsins afstöðu til þess á fundi sínum hvort framlengja skuli kjarasamninga við ASÍ eða ekki. Fari svo að það verði ekki gert verða þeir lausir frá og með 1. nóvember og hvert og eitt stéttarfélag þarf að nýju að taka ákvörðun um hvort forysta ASÍ skuli aftur fá umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Gæti þá farið svo að hvert stéttarfélag yrði sjálfu sér næst og kjarabaráttan færi mjög harðnandi á ný. Morgunblaðið/Heiddi Fundur Eftir fundi gærkvöldsins varð niðurstaðan sú að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi þátttöku SA og ASÍ í stöðugleikasáttmálanum. Stöðugleikinn er í hnút  Tillögur stjórnvalda um úrbætur á stöðugleikasáttmálanum gengu ekki langt  Ekki bakkað með helstu deiluefnin, skatta, fyrningarleið og umhverfismál VESTURBYGGÐ og Tálknafjarð- arhreppur standa fyrir smölun á útigangsfé á Tálkna í dag en talið er að milli fimm- tán og tuttugu kindur séu á svæðinu. Síðasta stóra smölun af þessu tagi fór fram fyrir nokkr- um árum en allt- af eru einhverjar kindur á svæð- inu. Farið verður með þær kindur sem reynast vera eigendalausar í sláturhús. „Samkvæmt lögum ber hverju sveitarfélagi að standa fjallskil, þ.e að öllum kindum á svæðinu sé smalað og þær ekki skildar eftir á vergangi,“ segir Ragnar Jörunds- son, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Við viljum framfylgja reglum um að lönd séu smöluð og eins verður þetta gert út frá dýraverndunarsjónamiðum, við vilj- um ekki að kindurnar séu þarna á hryggnum í alls kyns veðrum, að drepast úr hor eða hrynja fram af klettum.“ Smölun á útigangsfé í Tálkna Síðasta stóra smöl- unin í nokkur ár HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra karlmenn á þrí- tugsaldri í fangelsi fyrir að brjótast inn á heimili úrsmiðs við Barða- strönd á Seltjarnarnesi hinn 25. maí síðastliðinn. Húsráðandi kom að þjófunum og réðust þeir þá á hann, börðu hann og bundu og rændu síðan úrum, úrkeðjum og fleiri munum. Menn- irnir tveir, sem brutust inn í húsið, fengu eins og tveggja ára fangels- isdóm, sá sem skipulagði ránið hlaut 20 mánaða fangelsisdóm. Fjórði maðurinn, sem ók ræningj- unum til og frá Barðaströnd, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Mennirnir voru jafnframt dæmd- ir til að greiða húsráðandanum 800.000 krónur í miskabætur. Dæmdir fyr- ir innbrot á Barðaströnd TÖLUVERÐ hætta skapaðist á seðlaskorti hjá Seðla- banka Íslands í septemberlok í fyrra, það er í aðdraganda bankahrunsins. Til þess kom þó ekki að seðlar gengju til þurrðar, þrátt fyrir meira en tvöföldun seðlamagns í um- ferð en grípa þurfti til öryggisbirgða sem voru eldri út- gáfur af seðlum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðla- bankans um fjármálastöðugleika. Í kjölfar þess að Glitnir hafði leitað ásjár Seðlabankans og ríkisvaldsins bar nokkuð á beinhörðum peningaúttekt- um úr bönkum. Á fimm viðskiptadögum jókst seðlamagn í umferð um 53% og nam 20,5 milljörðum í lok föstudagsins 3. október. Úttektir einstakra aðila námu í mörgum til- vikum tugum og hundruðum milljóna króna, sem leiddi til þess að grípa þurfti til varaforða. Helgina 4. og 5. október voru í undirbúningi aðgerðir sem fólu í sér speglun á öllum innlánum íslenskra banka yfir til Seðlabankans. Ef þessi leið hefði verið virkjuð, hefði verið unnt að flytja með rafrænum hætti hluta af inn- lánum einstakra fjármálafyrirtækja til Seðlabankans. Slík aðgerð hefði haft í för með sér aukna tiltrú innstæðueig- enda þar sem lánin hefðu öðlast ríkisábyrgð. Ekki kom hins vegar til þess að grípa þyrfti til þessa, þar sem stjórn- völd gáfu út yfirlýsingu um að engin hætta væri á að inn- stæðueigendur töpuðu fjármunum sínum, auk þess sem kveðið var á um slíkt í neyðarlögunum. sbs@mbl.is Dæmi um að fólk tæki út hundruð milljóna Morgunblaðið/Golli. Í gærdag höfðu allir aðilar stöðugleikasáttmálans, aðrir en SA og ASÍ, svarað tillögu ríkisstjórnarinnar og lýst sig viljuga til að halda áfram að vinna að framgangi sáttmálans. Það er að segja Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasamband Íslands og Samtök starfs- manna fjármálafyrirtækja og Samband íslenskra sveitarfélaga. „Það hvort kjarasamningum á almennum vinnu- markaði verður sagt upp er síðan annað mál, en þá verða SA og ASÍ að ákveða hvað þau ætla að gera,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, í gær. Sá mögu- leiki væri fyrir hendi að stöðugleikasáttmálinn héldi áfram án þeirra aðildar. Eiríkur benti líka á að launþegar í KÍ og BHM væru með lausa samninga, en þeir vildu vinna að stöðugleikasáttmálanum engu að síður. „Það er mín bjargfasta trú, að ef menn ætla að fara hver út í sitt horn núna, þá fyrst fari vandamálin að gera vart við sig,“ sagði Eiríkur. Hættulegt að fara hver í sitt horn núna Eiríkur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.