Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 7

Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 BEINAR uppsagnir á Land- spítalanum gætu orðið 70 til 100 að sögn Björns Zoëga, forstjóra sjúkrahússins. Í pistli sem hann ritar á vefsíðu Landspítalans kem- ur fram að Björn telur að sparn- aðaraðgerðir sem hófust í sept- ember sl. muni skila rúmlega 1,5 milljörðum í sparnaði og aðrar að- gerðir nærri 1,7 milljörðum til við- bótar. Alls mun þetta leiða til fækk- unar sem nemur 170-200 störfum. „Fyrsta skoðun okkar á fjárhags- áætlun næsta árs sýnir að þær að- gerðir sem við hófum nú í sept- ember síðastliðnum munu skila okkur rúmlega 1,5 milljörðum í sparnaði. Frekari breytingar í þjónustu og samdráttur, m.a. í sumarafleysingum, yfirvinnu, lok- un ákveðinna deilda og breytingar á störfum munu skila okkur ná- lægt 1,7 milljörðum til viðbótar. Við höldum að þetta muni leiða til fækkunar sem nemur 170-200 störfum en vonum að ekki þurfi að segja upp öllum þessum fjölda. Með því að nýta okkur starfs- mannaveltu spítalans ættu beinar uppsagnir að verða færri, eða á bilinu 70-100. Vinna við útfærslu á þessum tillögum stendur enn,“ segir hann. Björn segir að framkvæmda- stjórn Landspítalans vinni nú að áætlun um reksturinn miðað við fyrirliggjandi fjárlög. Í þeirri vinnu er hugað að verkefni spít- alans í heild en ekki hver áhrifin verða á mismunandi stéttir. Í pistlinum þakkar Björn einnig starfsfólki Landspítalans fyrir frá- bæra framgöngu í flensu- faraldrinum. 70 til 100 uppsagnir á Landspítala? „MEÐ hagræð- ingaraðgerðum síðustu ára hefur verið sópað út í hvert einasta horn. Nú verður hins vegar ekki lengra gengið og frekari niður- skurður á fram- lögum til stofn- unarinnar mun ekki eiga sér stað öðruvísi en með uppsögnum starfsfólks,“ segir Ein- ar Óli Fossdal, formaður starfs- mannafélags Heilbrigðisstofnunar- innar á Blönduósi. Félagið sendi frá sér ályktun í gær þar sem niðurskurði á fram- lögum til stofnunarinnar er harð- lega mótmælt, enda sé hann meiri en annars staðar. Á þessu ári hafi framlög til HSB verið skert um 45 milljónir króna og á næsta ári séu áform um að niðurskurðurinn verði 56 milljónir eða rúmlega 20% á tveimur árum. Um 40 sjúkrarúm eru í Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi, þar á meðal allmörg langlegupláss. Telur Einar Óli að nær væri að efla þann þátt starfseminnar fremur en byggja hjúkrunarheimili annars staðar eins og er áformað. Hjá HSB starfa á milli 70 og 80 manns. sbs@mbl.is Mótmæla niðurskurði á Blönduósi Óánægja með niður- skurð á Blönduósi. TOLLSTJÓRI hefur lagt hald á margfalt meira af kannabis- fræjum í tollpósti á þessu ári en undanfarin ár. Á áttunda tug mála þar sem reynt hefur verið að smygla kannabisfræjum hafa kom- ið upp á árinu. Í póstsendingum hafa fundist samtals 1221 fræ. Inn- flutningur hráefna sem unnt er að vinna úr eða breyta í ávana- og fíkniefni er bannaður á Íslandi. Öll mál af þessum toga eru send lög- reglu til frekari málsmeðferðar. Reyna að flytja inn kannabisfræ IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur skip- að ráðgjafahóp til að fara yfir til- lögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vest- fjörðum. Hópnum er jafnframt fal- ið að leggja mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu Vestfjarða m.t.t. til möguleika á svæðinu til at- vinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum en auk hans eiga þar sæti þau Matthildur Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði, og Þorgeir Pálsson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Vest- fjarða. Hópnum er falið að skila ráðherra greinargerð fyrir lok ársins. Bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum UNGUR maður, sem vann tæpar 25 milljónir króna í lottóinu á laug- ardag, ætlar að hætta í vinnunni sem hann stundar nú og einbeita sér að tónlist. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- lenskri getspá keypti maðurinn 10 raða sjálfvalsmiða með jóker á N1 Gagnvegi síðastliðinn föstudag. Ekki aðeins hafði hann haft allar fimm tölurnar réttar í lottóinu og unnið þar með 24.742.400 krónur heldur var hann einnig með fjórar réttar tölur í jókernum og bættust þar 100 þúsund krónur við vinn- ingsupphæðina. Ungur maður vann 25 milljónir í lottói Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum íslen sk fr amle iðsla SWS-8851 3+1+1 Boston-lux NICE man-8356 3+1+1 Roma boston-lux Tungusófar Sófasett Stakir sófar Hornsófar íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla Bonn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 SWS horn 149.900 k r 149.900 k r verð áð ur 399.9 00 kr P-8185 269.900 k r verð áð ur 319.9 00 kr íslen sk fr amle iðsla 299.900 k r íslen sk fr amle iðsla verð áð ur 469.0 00 kr man-87-leður bogasófi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.