Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
HJÚKRUNARRÁÐ Landspítalans
skorar á stjórnvöld að standa
vörð um heilbrigðiskerfið og var-
ar við þeim afleiðingum sem stór-
felldur niðurskurður á Landspít-
ala getur haft. Þegar litið er til
þess að spítalanum er gert að
lækka rekstrarkostnað um 6%
milli ára og að rekstrarhalli síð-
asta árs var 3% er ljóst að segja
verður upp starfsfólki og loka
deildum með tilheyrandi áhrifum
á þá bráða- og grunnþjónustu
sem spítalinn veitir sjúklingum á
landsvísu. Hjúkrunarráð bendir
sérstaklega á að verði hjúkr-
unarfræðingum fækkað geti það
ógnað öryggi sjúklinga.
Niðurskurður ógn-
ar öryggi sjúklinga
KJÖRDÆMISÞING framsókn-
armanna í Suðvesturkjördæmi
gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega
fyrir að standa ekki fastar á samn-
ingum um Icesave. Þrátt fyrir við-
vörunarorð lætur ríkisstjórnin við-
gangast að þjóðin sé niðurlægð enn
og aftur í samskiptum við önnur
ríki og alþjóðastofnanir.
Þjóðin niðurlægð
HIÐ íslenska tófuvinafélag krefst
þess að í öllum aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins verði komið upp
sérstökum tófugörðum þar sem ís-
lenska fjallarefnum gefst tækifæri
til að kynbæta hina hnignandi
stofna Evrópurefsins. Einnig legg-
ur félagið áherslu á að dýrbítum úr
íslenska refastofninum verði gefinn
kostur á að þjóna eðli sínu í Bret-
landi og Hollandi. Þá krefst félagið
þess að skuggabaldrar tilheyri ís-
lensku þjóðinni en skoffín megi
flytja til Brussel óheft til hagsbóta
fyrir gjörvallt Evrópusambandið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tófur og ESB
ABC barnahjálp mun setja af stað
undirbúnings- og þjálfunarskóla
fyrir þá sem hafa áhuga á starfi
ABC barnahjálpar og hjálparstarfi
almennt. Skólinn er ætlaður ein-
staklingum 18 ára og eldri. Kennt
verður frá kl. 9-13 virka daga í 15
vikur auk einnar helgarferðar út úr
bænum. Skólinn verður settur af
stað þann 9. nóvember og þurfa
þátttakendur að skrá sig fyrir þann
tíma. Skráningargjald fyrir nám-
skeiðið er 20.000 krónur en 10 létt-
ar veitingar og matur og gisting í
helgarferðinni er innifalið.
Morgunblaðið/Golli
ABC Forsetinn hefur stutt ABC.
Undirbúningsskóli
fyrir hjálparstarf
Í fyrradag hófu fulltrúar 13 ís-
lenskra ferðaþjónustufyrirtækja
markaðsátak í Þýskalandi. M.a.
munu þeir sækja kaupstefnu í
Frankfurt með 50 aðilum frá
þýskum ferðaskrifstofum. Þá fara
þeir til Berlínar þar sem þeir hitta
aðra 50 sem starfa við ferðaþjón-
ustu.
Markaðsátak
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
FISKIFRÆÐINGAR telja að
hrygningarstofn íslensku sumar-
gotssíldarinnar þurfi að vera 300
þúsund tonn til að óhætt sé að gera
tillögur um veiðar. Verði hins vegar
vart sýkingar í stofninum í þeim leið-
angri sem nú stendur yfir þarf að
taka tillit til þess áður en veiðiráð-
gjöf er gefin út.
Í fyrravetur voru veidd um 152 þús-
und tonn af íslensku sumargotssíld-
inni. Verðmæti upp úr sjó var um 3,9
milljarðar og útflutningsverðmætið
sex til átta milljarðar króna. Síldin
skiptir því miklu máli fyrir fólk og
fyrirtæki víða um land. Meðan óvissa
er um síldina hafa einhver skip svip-
ast um eftir gulldeplu án teljandi ár-
angurs.
Sýking er talin hafa drepið um 32%
stofnsins í fyrravetur. Niðurstöður
leiðangurs í júlí í sumar bentu síðan
til að 30,5% hrygningarstofnsins
væru sýkt og ekki voru þá vísbend-
ingar um að sýkingin væri á undan-
haldi. Talið er að hrygningarstofninn
hafi verið um 344 þúsund tonn í sum-
ar og því er ljóst að ekki má mikið út
af bregða svo sýkingin ein og sér
minnki ekki stærð hrygningar-
stofnsins sumarið 2010 niður fyrir
300 þúsund tonn.
Sýni rannsökuð
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
nytjastofna hjá Hafrannsóknastofn-
un, sagði í gær að byrjað væri að
rannsaka sýni frá veiðiskipum, sem
síðustu daga hafa kortlagt útbreiðslu
síldarinnar og tekið sýni til að meta
hlutfall sýkingar. Hann sagði að nið-
urstöður myndu ekki liggja fyrir fyrr
en síðari hluta vikunnar og þá fyrst
yrði hægt að taka afstöðu til veiða.
Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á
Fáskrúðsfirði kemur fram að Hoffell
landaði um helgina um 160 tonnum
af síld sem fékkst í Breiðamerkur-
dýpi. Síldin er frekar smá og finnst
vottur af sýkingu í henni, segir á
heimasíðunni.
Morgunblaðið/Ómar
Mikið í húfi Agnar Már Sigurðsson, rannsóknarmaður hjá Hafrannsóknastofnun, rannsakar síldarsýni, en niðurstöður eiga að liggja fyrir síðar í vikunni.
Mikið veltur á hlutfalli sýkingar
Útflutningsverðmæti sumargotssíldarinnar 6-8 milljarðar á síðustu vertíð
Hrygningarstofn þarf að vera 300 þúsund tonn svo ráðgjöf verði gefin um veiðar
Hjörtu Greina má sýkinguna snemma sem hvíta bletti í hjarta og nýrum.
Mikil óvissa ríkir um síldarvertíð-
ina í haust og vetur vegna sýk-
ingar. Hvort yfirleitt verður leyft
að veiða síld í haust ætti að
koma í ljós fyrir vikulok. Sýkingar af völdum Ichthyo-phonus varð vart í íslensku sum-
argotssíldinni í lok nóvember, en
þessi sýking hefur fundist í ýms-
um tegundum sjávarfiska. Nýleg-
ar rannsóknir sýna að Icht-
hyophonus er einfrumungur eða
svipudýr. Greina má sýkinguna
snemma sem hvíta bletti í hjarta
og nýrum en síðar kemur sýk-
ingin fram í holdi og sést gjarnan
sem blóðugt hold, segir m.a. á
heimasíðu Hafró.
Í síld veldur sýkingin dauða en
dánartíðni af völdum Ichthyo-
phonus-sýkingar virðist mjög
misjöfn eftir fisktegundum. Í
norsk-íslenska síldarstofninum
kom upp sýking af völdum Icht-
hyophonus um 1991-1992, en slík
sýking mun ekki hafa verið þekkt
fyrr í þeim stofni. Um svipað leyti
var faraldur í síldarstofnum í
Norðursjó. Svo virðist sem þessir
faraldrar hafi staðið í um tvö ár.
Síldarleitin sem nú stendur yfir
er samvinnuverkefni Hafrann-
sóknastofnunar og hagsmuna-
aðila. Leitarsvæðið er umfangs-
mikið eða frá Langanesi, suður
og vestur um og norður fyrir
Vestfirði.
Sníkjudýr í fiskum
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HVALFJARÐARGÖNGIN verða
lokuð næstu þrjár nætur og voru
einnig lokuð nú í nótt. Lokað verður
fyrir umferð á miðnætti og ekki opn-
að aftur fyrr en klukkan sex á
morgnana. Til að koma í veg fyrir all-
an misskilning verður lokað aðfara-
nótt, miðvikudags, fimmtudags og
föstudags í þessari viku, en eftir það
verða göngin opin á nóttunni eins og
venjulega.
Að sögn Gylfa Þórðarsonar, for-
stjóra Spalar, kemur lokunin til
vegna reglubundinna viðgerða sem
fara fram tvisvar á ári, einu sinni að
hausti og einu sinni að vori. Ýmislegt
verður lagað í þetta skiptið, meðal
annars farið yfir ljósin í göngunum
og skipt um bolta sem halda uppi
einangrunardúk á gangaveggnum
þar sem vatn seytlar fram.
Einnig á að fræsa rifflur í malbikið
á milli akreinanna, líkt og gert hefur
verið á veginum á Kjalarnesi. Það
kemur í veg fyrir að ökumenn gleymi
sér og aki yfir á vitlausan vegar-
helming, þar sem mikill hristingur
og hávaði verður þegar ekið er á
rifflurnar.
Hvalfjarðargöng lokuð á nóttunni
Morgunblaðið/Sverrir