Morgunblaðið - 27.10.2009, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.10.2009, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Sú hefð hefur skap- ast í kringum starfsemi Nes- listamiðstöðvar á Skagaströnd að einu sinni í mánuði halda lista- mennirnir, sem þar dvelja, svokall- að „opið hús“. Allir eru velkomnir á opið hús en þar sýna listamennirnir hluta afraksturs dvalar sinnar á Skagaströnd. Listamennirnir lífga óneitanlega upp á bæjarbraginn og því eru opnu húsin vinsæl meðal bæjarbúa og eru þau vel sótt. Að undanförnu hafa tveir lista- menn unnið verkefni með 4. og 5. bekk í Höfðaskóla um fiðrildi. Kveikjan að verkefninu mun hafa verið sú að þeim fannst vanta lit- skrúðug fiðrildi á Íslandi og því þyrfti að búa þau til. Á síðasta opna húsi voru meðal annars sýnd fiðr- ildin sem krakkarnir unnu undir handleiðslu listamannanna tveggja. Mátti ekki á milli sjá hvorir væru ánægðari með samvinnuna hákóla- menntuðu erlendu listamennirnir eða krakkarnir úr grunnskólanum. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Opið hús í Nes-listamiðstöð EFTIR er að sprengja 151 metra í Bolungarvíkurgöngum áður en slegið verður í gegn. Samtals er því búið að sprengja 5.005 metra eða 97% af heildarlengd ganganna, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is. Gröftur Bolungarvíkurganga gekk misjafnlega í síðustu viku. Frá Hnífsdal voru sprengdir 56 metrar og er heildarlengdin þeim megin orðin 2.632 metrar. Frá Bolungarvík voru einungis sprengdir 16 metrar og er heildar- lengdin þeim megin orðin 2.373 metrar. Búið er að grafa rúma 5 kílómetra GRUNUR kviknaði í gær um að svínaflensa væri búin að stinga sér niður í svínum hér á landi. Verið er að rannsaka hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Keldum hvort um smit sé að ræða. Engin hætta er á að smit berist úr svínakjöti í mann- fólk. ,,Við höfum haft af þessu nokkrar áhyggjur og því hvöttum við til þess að starfsfólk svínabúa væri sprautað gegn svínaflensunni en því miður hefur það ekki gengið upp alls stað- ar,“ sagði Haraldur Briem sótt- varnalæknir. Ef um smit er að ræða verður reynt að halda því innan við- komandi bús en svín spjara sig yfir- leitt nokkuð vel í flensunni segir Haraldur og veikjast ekki illa. Dæmi eru um að svín hafi veikst af flens- unni erlendis og eru þau mun lík- legri til þess en annar búfénaður þótt einnig séu til nokkur dæmi um að kalkúnar hafi fengið veiruna. ,,Við leggjum hins vegar áherslu á að það er engin hætta á því að fólk veikist af svínaflensunni með því að borða svínakjöt. Það getur hins veg- ar smitast af henni ef það er í ná- grenni við veikt svín, ef þau hnerra eða hósta. Svínin eru um margt lík mannfólkinu,“ sagði Haraldur. Það kemur í ljós í dag hvort svínin eru sýkt af svínaflensu en Haraldur telur fremur líklegt að um smit sé að ræða. Óttast að svín séu sýkt af svínaflensu Stórfréttir í tölvupósti Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Úrval af leggings Kjóll kr. 10.900 Litir: svart, fjólublátt, blágrænt Opið: má-fö. 12-18, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is      www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Flottur fatnaður frá Str. 38-54 Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. Silfurhúðum gamla muni Sundföt í úrvali Hæðasmára 4 • 201 Kópavogur Sími 555 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 LA PRAIRIE HELPS YOU FIGHT AGING - AND WIN Vertu velkomin á La Prairie kynningu í HYGEU Smáralind á morgun, miðvikudaginn 28. okt., kl. 13–17 LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela bifreið og aka henni, ölvaður og próflaus á Egilsstöðum. Maðurinn hefur sjö sinnum áður verið dæmdur fyrir svipuð brot en hann hefur aldrei fengið ökurétt- indi. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að brjótast inn í skemmtistað á Egilsstöðum í félagi við annan mann og stela þar sjö flöskum af áfengi. Margdæmdur fyrir ölvunarakstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.