Morgunblaðið - 27.10.2009, Side 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Dagurinn er heldur betur farinn að styttast.
Það er farið að skyggja kl. 6 á kvöldin. Á ferða-
mannastað eins og Stykkishólmur er verður
mikil breyting á bæjarbragnum þegar vetur
leggst að. Íbúar orlofshúsa sjást sjaldnar og
ferðamenn komnir til síns heima. Ró færist yf-
ir og sumum finnst hún stundum of mikil. Góð-
ar samgöngur gera okkur auðvelt að ferðast
og það eru ekki nema tæplega tveggja tíma
ferð til höfuðborgarinnar. Lífið gengur þó sinn
vanagang og flestir hafa nóg fyrir stafni.
Hólmarar búa við fjölbreyttari atvinnumögu-
leika en mörg önnur samfélög af svipaðri
stærð. Það er mikils virði. Opinber störf eru
veigamikill þáttur í atvinnu bæjarbúa. Í þeirri
grein starfa 22% vinnandi fólks sem er það
sama hlutfall og starfar við fiskveiðar og
vinnslu.
Þessar tvær atvinnugreinar eru því sterk-
ustu undirstöður atvinnulífsins hér í bæ. Þeg-
ar við blasir niðurskurður í rekstri ríkissjóðs
vekur það ugg í huga heimafólks. Nið-
urskurður í störfum hefur mikil áhrif, hvert
starf er mjög mikilvægt, ekki síst í litlum sam-
félögum.
Heyrst hefur að starfsemi rannsóknarnefndar
sjóslysa verði flutt frá Stykkishólmi til
Reykjavíkur. Til stendur að sameina í eina
stofnun rannsóknarnefndir sjóslysa, umferð-
arslysa og flugslysa. Það eru mjög sérhæfð
störf sem unnin eru hjá hverri nefnd.
Störfin sem unnin eru hér er hægt að vinna
hér áfram þó af sameiningu verði, aðeins þarf
viljann. Það er engin hagræðing að flytja þessi
störf til höfuðborgarinnar. Þau eru samfélag-
inu hér mikilvæg og það er leitt til þess að vita
ef ríkisvaldið verður þar í fararbroddi og notar
til þess mjög vinsælt orð þessa dagana sem er
„hagræðing“.
Sauðkindin er mörgum kær í Hólminum. Síð-
ustu ár hefur fjölgað mjög þeim einstaklingum
sem verja sínum tómstundum í að stússast við
sauðfé. Það eru um 30 einstaklingar sem eiga
kindur og er fjárstofninn um 300 kindur.
Flestir sem bætast í hóp tómstundabænda eru
ungt fólk. Sveitarfélagið hefur komið til móts
við óskir þess og skipulagt svæði þar sem það
getur haft aðstöðu fyrir skepnur sínar. Í bygg-
ingu eru nú 3 fjárhús.
Um næstu helgi boða sauðfjárbændur í
Hólminum til Hrútaþings þar sem afurðir
sauðkindarinnar verða á matseðlinum. Bænd-
ur munu eflaust metast á um ræktun og hver
eigi besta hrútinn og þar sýnist sitt hverjum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Vinátta Brauðið hjá Benedikt Frímannssyni.
STYKKISHÓLMUR
Gunnlaugur Árnason fréttaritari
„Flosi er allur,“ skrifar Friðrik
Steingrímsson í Mývatnssveit. Þar
er skarð fyrir skildi í sveit hagyrð-
inga því Flosi ýmist stýrði hagyrð-
ingakvöldum eða tróð upp sjálfur.
Friðrik yrkir:
Fölnar rós og bliknar bleik
boðar hinsta kallið.
Flosi hefur lokið leik
lífsins tjald er fallið.
Eyvindur P. Eiríksson, Sand-
smork, rifjar upp minningar um
bernskuslóðirnar í Hlöðuvík á
Hornströndum, en hann orti eitt
sinn á siglingu fyrir Kögurinn
snemma sumars og sá inn til vík-
urinnar:
Enn mig dreymir æskuvík,
aldrei gleymd í sinni.
Æviheimur, engu lík.
Eilíf geymd í minni.
Kveð ég lotinn Kögurinn,
krappabrotin lægir.
Báran vota veltist inn,
vindaþotur hægir.
Bjartar hlíðar birtir mér,
björg og víðar strendur,
ósinn stríða og æðarsker,
engi og þýðar lendur.
Enn að Búðum brekku geng
bratt af súðum plasta.
Streitu rúður rétti úr keng,
raunum prúður kasta.
Fer þar veislan fágætleg
fram og beislar mína
svengd, og neyslan nógsamleg.
Næturgeislar skína.
Það fylgir sögunni að Búðir hét
bærinn í Hlöðuvík, „nú grónar tóft-
ir einar.“
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af Flosa og
Hlöðuvík
LYKILLINN að hamingjusömu
hjónabandi er að maðurinn sé a.m.k.
fimm árum eldri en konan og að hún
sé með meiri menntun en hann. Lík-
legra er að hjónaband slíkra para
endist lengi, einkum ef hvorugt
hjónanna var fráskilið þegar hjóna-
bandið hófst.
Þetta er niðurstaða rannsóknar
fræðimanna við Bath-háskólann í
Bretlandi og skýrt er frá henni
European Journal of Operational
Research. Rannsóknin byggist á við-
tölum við 1.500 pör, sem voru gift
eða í sambúð, og fimm árum síðar
var rætt við 1.000 þeirra til að kanna
hvort samband þeirra hefði enst. Í
þeim tilvikum þar sem konan var
minnst fimm árum eldri en karlmað-
urinn var þrisvar sinnum líklegra að
þau hefðu slitið sambandinu en ef
þau væru jafnaldrar. Ef maðurinn
var eldri en konan var hins vegar
mun líklegra að sambandið stæði
enn. Ef konan var menntaðri en
maðurinn jók það líkurnar á ham-
ingjusömu hjónabandi.
Aldursmun-
ur farsælli?
Vegaaðstoð Sjóvá er í boði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum,
í Reykjanesbæ, Borgarnesi og Hveragerði. Nánar á sjova.is.
VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ
Ókeypis þjónusta fyrir viðskiptavini í Stofni
Bensínlaus?
Straumlaus?
Sprungið dekk?
Tjónaskýrsla?
„Vegaaðstoð Sjóvá?
Ég er alveg rafmagnslaus.
Bobbinn fékk sér Candyfloss.”
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
9
-
1
7
8
2