Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
GOSPELKVÖLD TIL STYRKTAR HJÁLPARSTARFI
KIRKJUNNAR Í HAFNARFJARÐARKIRKJU
ÞRIÐJUDAGINN 27. OKTÓBER
Nú nálgast mánaðarmótin hröðum skrefum.
Reynslan sýnir að þá fjölgar þeim sem þurfa á hjálp og stuðningi að halda hér á landi
vegna mataleysis og í raun bjargarleysis.
Aldrei hafa fleiri þegið stuðning hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en undanfarið ár og búast
má við að þeim fjölgi enn frekar þegar nær dregur jólum.
Hjálparstarfið þarf á öllum þeim stuðningi að halda sem hægt er að veita. Af því tilefni
verður haldið gospelkvöld í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. október næstkomandi.
Hefst dagskráin kl. 20.00.
Edgar Smári og hljómsveit leika og syngja gospellög en sr.þórhallur Heimisson sóknar-
prestur flytur hugleiðingu um fátæktina í landinu um þessar mundir og afleiðingar hennar.
Tekið verður á móti framlögum til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Ástardrykkurinn var frumsýndur
í Íslensku óperunni á sunnudags-
kvöldið. Mikið var um dýrðir, eins og
við mátti búast, og óperuunnendur
fjölmenntu. Óperusöngvarar voru
ekki bara áberandi á sviðinu heldur
mátti til að mynda sjá tenórana
Kristján Jóhannsson, Jóhann Frið-
geir Valdimarsson og Gissur Pál
Gissurarson úti í sal.
Gestir voru spenntir að heyra í
tenór og sópran, hinum ungu söng-
stjörnum Garðari Thór Cortes og
Dísellu Lárusdóttur, og fengu þau
klapp eftir fyrstu partana þar sem
reyndi verulega á þau. Íslenskir
áhorfendur eru oft varkárir og virt-
ust hikandi við húrrahrópin í fyrsta
þætti en þá var gott að hafa vanan
mann í salnum. Þegar Ágúst Ólafs-
son átti sína fyrstu innkomu sem
liðsforingi og söng með glæsibrag,
hrópaði Kristján BRAVO! hátt og
snjallt. Og þá tók salurinn undir.
Óperustjörnur bæði á
sviðinu og úti í sal
Fólk
HINAR svonefndu Frostrósir munu koma fram á
jólatónleikum víða um land í ár sem fyrr, en
fyrstu Frostrósatónleikarnir voru haldnir árið
2002 í Hallgrímskirkju. Frostrósirnar munu
syngja fögur lög í Ólafsvík, Vestmannaeyjum, á
Eskifirði, Egilsstöðum, Ísafirði og Sauðárkróki
dagana 1.-9. desember.
Rósirnar eru þau Margrét Eir, Hera Björk,
Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar en auk
þeirra syngja tenórarnir Jóhann Friðgeir og
Garðar Thór Cortes jólalög. Þeim til fulltingis
verður svo 30 manna Stórhljómsveit Frostrósa,
Karlakórinn Fóstbræður, Vox feminae, Gosp-
elraddir Domus Vox, Stúlknakór Reykjavíkur og
Íslenski gospelkórinn. Tónlistarstjóri er Karl O.
Olgeirsson og stjórnandi hljómsveitar er Árni
Harðarson. Þeir eru sjálfsagt fáir, ef nokkrir,
sem ekki komast í jólaskap við flutning þessa
fríða hóps á sígildum jólalögum. Auk fyrr-
nefndra landsbyggðartónleika verða haldnir
stór-jólatónleikar í Laugardalshöllinni 12. des-
ember og einnig í Höllinni á Akureyri 6. des.
Miðasala hefst 3. nóvember kl. 10 á midi.is og á
afgreiðslustöðum Íslandspósts á tónleikastöðum.
Frostrósa-hugmyndin hefur náð út fyrir land-
steinana því árið 2007 voru haldnir alþjóðlegir
Frostroses-tónleikar með evrópskum dívum í yf-
ir 20 löndum og fjórum heimsálfum. Sama ár
fóru Frostrósirnar í fyrsta sinn í tónleikaferð um
landið. Frostrósatónleikarnir hafa verið þeir
mest sóttu á landinu sl. tvö ár, að því er fram
kemur á vefsíðu Frostrósa, frostrosir.is.
Frostrósir koma landsmönnum í jólaskap
Baksviðs 2008 Dísella, Eyvör, Guðrún og Hera.
Samkvæmt tölvupósti frá út-
varpsstöðinni Kananum sem Einar
Bárðarson rekur mun stöðin vera
sú fyrsta á Íslandi til þess að bjóða
upp á sk. þriðja stigs RDS-
kynningar í útvarpi, Radio Data
Service. Þriðja stigs RDS felur í
sér að nafn stöðvarinnar sést í út-
varpstækjum í bifreiðum. En
bíddu við, nöfn allra stöðvanna
sjást í slíkum tækjum, ekki satt?
Jú, mikið rétt, Kaninn segir
nokkrar útvarpsstöðvar á Íslandi
bjóða upp á annars stigs RDS-
þjónustu, þ.e. sendi út nafn stöðv-
arinnar, tíðni og jafnvel slagorð.
En Kaninn gerir betur og bætir
við þessar upplýsingar nöfn á lög-
um og flytjendum sem leikin eru
hverju sinni. Nú þurfa bílstjórar
og farþegar ekki lengur að geta
sér til um nöfn laga og flytjenda
og mun tæknin nýtast vel í kynn-
ingu á nýrri tónlist, t.d. íslenskri.
Einar kann þetta enda oft nefndur
umboðsmaður Íslands.
Kaninn fyrstur með
þriðja stigs RDS
ÞAÐ verður vægast sagt margt
gjörninga í boði á sjónlistahátíðinni
Sequences sem hefst 30. október.
Hér verður stiklað á stóru en les-
endur eru hvattir til að kynna sér
dagskrána á sequences.is. Á opn-
unardaginn verður boðið upp á
gjörning hinnar sænsku Anitu
Wernstrom, „Imagined Death“, og
gjörning Pernille Leggat Ramfelt
frá Noregi, „Day for Night“, í Lost
Horse-galleríinu sem er á bak við
Hans Petersen í Bankastræti.
Klukkan átta verður opnunar-
athöfn í Hafnarhúsinu, fluttur
gjörningur heiðurslistamanns há-
tíðarinnar, Magnúsar Pálssonar,
„Taðskegglingar“, kl. 20.30.
Í Hugmyndahúsi við Mýrargötu
(Sequences er þar með skrifstofu)
flytur Sigurður Guðjónsson gjörn-
ing kl. 21.30 og kl. 22 hefst gjörn-
ingapartí í sama húsi. Sumir gjörn-
inga hátíðarinnar verða í gangi alla
vikuna og má þar nefna verk
Snorra og Ásmundar Ásmundssona
sem fjallað er um hér fyrir ofan.
Björk Viggósdóttir listakona býður
upp á áhættugjörning í samstarfi
við Sigríði Soffíu Níelsdóttur dans-
ara og verður hann framinn í Lista-
safni Íslands. Hópur frá Finnlandi,
Oblivia, mun sýna verkið „Enter-
tainment Island II“ í Iðnó tvisvar yf-
ir hátíðina en hann skipa fimm
listamenn úr ólíkum greinum. Prinz
Gholam nefnist þýskt dúó sem sýnir
allsérstaka, dansvæna gjörninga
með drama-ívafi í hinu nýja Sjó-
minjasafni úti á Granda. Spartacus
Chetwynd nefnist bresk listakona
sem kemur til landsins með fimm
manna fylgdarliði og býður upp á
fyrirlestur og tvo gjörninga. Loka-
hóf hátíðarinnar verður haldið í
Norræna húsinu 7. nóv. og mun
danski listamaðurinn Sören Dahl-
gård bjóða upp á tilkomumikinn
gjörning og einnig mun Hollending-
urinn Maurice Block fremja sinn
þriðja gjörning í húsinu. Þá verða
sýndar gjörningatengdar hreyfi-
myndir í Regnboganum.
Gjörningar hér og þar
Sequences býður til gjörningaveislu í Reykjavík
Magnús Pálsson
myndlistarmaður.
Sigríður Soffía
Níelsdóttir.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„EINS og þú veist þá kemur rjóm-
inn af ungu kynslóðinni saman í
Menntaskólanum í Reykjavík, þetta
eru okkar björtustu vonir,“ segir
Ásmundur Ásmundsson
myndlistarmaður, spurður að því
hvað hann sé að bralla í MR.
Ég var einmitt í MR þannig að
þú sérð það nú …
„Já, ég get ímyndað mér að mjög
margir sem starfa hjá Morgunblað-
inu hafi einmitt farið í gegnum
þann skóla, til dæmis Davíð Odds-
son. Heyrðu, talaðu við Snorra, ég
er nefnilega að keyra,“ bætir Ás-
mundur við og réttir bróður sínum
símann. Snorri heldur áfram þar
sem frá var horfið: „Hvað viltu
vita?“
Þið eruð að fara að kenna MR-
ingum myndlist og það tengist
sjónlistahátíðinni Sequences …
„Þetta tengist Sequences en
þetta hefur nú alltaf verið svolítill
draumur hjá okkur, að kenna í
þessum skóla, því langafi okkar,
Ólafur Dan Daníelsson, stofnaði
stærðfræðideildina í Mennta-
skólanum. Við erum af svo mikilli
stærðfræðingafjölskyldu og notum
stærðfræðina svolítið meira sjón-
rænt og okkur langaði svolítið að
miðla þessu til nemendanna,“ svar-
ar Snorri. „Þannig að við erum svo-
lítið montnir af því að fá að kenna í
þessum skóla því þetta er yfirleitt,
eins og Ási sagði, rjóminn af fólki
sem kemur til með að hafa eitthvað
um landið að segja.“
Farið yfir mörk
Þannig að þið ætlið að reyna að
gera framtíðarstjórnendur landsins
listrænni í hugsun?
„Já, hafa jákvæð áhrif á það,
þannig að það verði ekki of ein-
strengingslegt og fordómafullt.“
Er þetta námskeið í gjörn-
ingalist?
„Ég myndi nú ekki segja að
þetta væri námskeið í gjörn-
ingalist,“ svarar Snorri. „Ég er
alltaf voða feiminn við að nota orð-
ið gjörningalist, í rauninni má segja
að það sé gjörningur í öllu sem ég
geri, ég er opinberlega gjörninga-
listamaður.“ Snorri segir þá bræð-
ur fara með nemendur í svolítið
ferðalag vítt og breitt og yfir
ákveðin mörk sem þeim hafi verið
sett, m.a. í náminu. MR-ingar komi
til með að sjá hlutina frá öðru sjón-
arhorni, heiminn í nýju ljósi. Snorri
og Ásmundur fóru í MR í gær að
hitta nemendur og velja á nám-
skeiðið. Færri komast að en vildu
og ásóknin var mikil, að sögn
Snorra. Á lokadegi Sequences, 7.
nóvember, verða bræðurnir með
vinnusmiðju í skólanum og nem-
endur sýna afrakstur námsins. Sá
listræni gjörningur fer að öllum
líkindum fram í hinum virðulega
hátíðarsal skólans. „Þetta á örugg-
lega eftir að gjörbreyta viðhorfum
nemenda,“ segir Snorri að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn
Snorri og Ásmundur Hittu nemendur Menntaskólans í Reykjavík í gær og völdu á myndlistarnámskeið sitt.
Myndlist fyrir rjómann
Myndlistarbræðurnir Ásmundur og Snorri Ásmundssynir taka valda nem-
endur Menntaskólans í Reykjavík í læri Afrakstur sýndur á Sequences