Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 7

Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 HÉRAÐSDÓMARINN Sigríður Ingvarsdóttir hefur vikið sæti í máli Guðmundar Kristjánssonar gegn Árna M. Mathiesen og íslenska rík- inu. Málið snýr að skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara en Guðmundur taldi fram hjá sér gengið við skipunina, enda hefði hann verið metinn hæfari af sérstakri dóm- nefnd til að gegna starfinu. Hann höfðaði því mál, í mars sl., gegn Árna sem var settur dómsmálaráðherra og skipaði Þorstein. Féllst á rök lögmanns Árna Sigríður veitti viðtal á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í janúar á síðasta ári og laut það að téðri dómaraskipan. Lögmaður Árna og ríkisins taldi ljóst að viðtalið ylli því að fyrir hendi væru atvik fallin til þess að draga óhlut- drægni dómara í efa og fór fram á að Sigríður viki sæti. Þó svo Sigríður hefði ekki fallist á að ummæli sín í viðtalinu væru til þess fallin að draga mætti óhlutdrægni hennar sem dómara í efa gæti sú stað- reynd að hún hefði tekið þátt í op- inberri umfjöllun um hina umdeildu dómaraskipan gert það. Dómari vék sér úr sæti ÓLÖGRÁÐA börn, sem voru stofn- fjáreigendur í sparisjóðnum Byr og höfðu fengið lán frá Glitni til stofn- fjárkaupa, fengu 86 milljónir í arð af stofnfjárbréfum sínum í fyrra. Arð- greiðslurnar runnu beint til greiðslu lánanna vegna stofnfjárkaupanna sem tekin voru að frumkvæði for- eldra barnanna, samkvæmt upplýs- ingum frá Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um tíu börn að ræða. Að sögn bankans kveða lögræðis- lög á um að ógildum löggerningi af þessu tagi skuli snúið til baka eins og samningur hafi aldrei verið gerður. Samkvæmt því eigi samningsaðilar að skila því sem þeir hafi móttekið. Lántakendur sem hér um ræðir eigi því að skila Byr stofnfjárhlutunum. Byr muni á móti skila þeim kaup- verði stofnfjárhlutanna og foreldrar ólögráða barnanna eigi að skila lán- inu til baka til Glitnis eða í þessu til- viki Íslandsbanka. Arðgreiðslur sem þegar hafa runnið til greiðslu lán- anna koma til frádráttar. Gert er ráð fyrir að Íslandsbanki muni taka að sér að skila stofnfjár- hlutunum fyrir hönd lántakenda, samkvæmt upplýsingum frá bankan- um. Jafnframt muni börnin, sem voru ólögráða við kaupin, framselja bankanum kröfu sína um kaupverð á hendur Byr og verða þannig laus allra mála. Eftir það á staða allra málsaðila að verða eins og gerning- urinn hafi aldrei átt sér stað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu skilmálar á umrædd- um lánum hafa kveðið á um að þau yrðu greidd í tvennu lagi, með arð- greiðslum í júní 2008 og 2009. Ís- landsbanki mun hafa frestað síðari greiðslu höfuðstóls og vaxta um eitt ár vegna óvissunnar sem ríkir um virði bréfanna. Aðalfundur sparisjóðsins Byrs 9. apríl 2008 ákvað að greiða stofnfjár- eigendum 44% arð vegna ársins 2007. Arðgreiðslurnar námu samtals um 13,5 milljörðum króna. Aðalfund- ur 2009 hinn 13. maí sl. ákvað að eng- inn arður yrði greiddur af stofnfé vegna síðasta árs. gudni@mbl.is Börnin borguðu 86 milljónir inn á bankalánin Stofnfjárkaupum og lántökum barna verður snúið við Morgunblaðið/G. Rúnar Arður Ólögráða börn fengu 86 millj- ónir í arð af stofnfé sínu í Byr 2008. ROSABAUGUR um tungl vakti eftirtekt fólks í Húna- þingi í fyrrakvöld. „Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Höskuldur Erlingsson á Blönduósi við Morg- unblaðið. Ljósbaugar sjást helst þegar tungl er fullt og bjart en einkum bregður þeim fyrir um sólina og eru þá stundum taldir fyrirboðar breytinga í veðráttu. Ljósmynd/Höskuldur Erlingsson HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • 70% erlendra ferðamanna sem koma til Íslands fljúga með Icelandair. • Í ár nema gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna, sem fljúga til Íslands með Icelandair, 98 milljörðum króna. • Mörg þúsund störf um verða til um allt land í þjónustu við þessa ferðamenn. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU – OG ÁVINNING FYRIR ÍSLENSKT SAMFÉLAG – NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.