Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 11

Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 SAMTÖK atvinnulífsins hafa opnað pósthólf fyrir jákvæðar fréttir á www.sa.is. Samtökin vilja heyra já- kvæðar fréttir úr íslensku atvinnu- lífi og miðla þeim áfram svo þær megi vera öðrum hvatning. „Þrátt fyrir allt ná íslensk fyr- irtæki og starfsfólk þeirra árangri við mjög erfiðar aðstæður um þess- ar mundir en með bættu rekstr- arumhverfi er hægt að gera miklu betur. Aðeins með öflugu atvinnu- lífi, hugmyndaauðgi og framsýni náum við að kveða kreppuna í kút- inn,“ segir í frétt frá SA. Morgunblaðið/Eggert Jákvæðni Þrátt fyrir allt ná íslensk fyrirtæki góðum árangri. Jákvæðar fréttir GISTINÆTUR á hótelum í sept- ember sl. voru 120.500 en voru 122.500 í sama mánuði í fyrra sem er um 2% fækkun. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og á Reykjavík- ursvæðinu. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 11.200 í 8.600 eða um 23%. Gistinóttum á Austurlandi fækkaði úr 5.000 í 4.700 eða um 6% og á Norðurlandi fækkaði gistinótt- um úr 10.700 í 10.500 eða um tæp 2%. Gistinóttum fjölgaði á Suður- landi úr 12.800 í 13.800 eða um tæp 8% og á Reykjavíkursvæðinu voru gistinætur svipað margar og í fyrra eða um 83.000. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 8% á milli ára en gistinætur út- lendinga eru álíka margar. Gistinóttum fækk- aði í september Í DAG, miðvikudag, standa fé- lagsmiðstöðvar ÍTR fyrir fé- lagsmiðstöðvardeginum í Reykja- vík. Dagurinn er samstarfsverkefni þeirra 23 félagsmiðstöðva sem starfa í Reykjavík og verða allar fé- lagsmiðstöðvarnar opnar fyrir gesti og gangandi milli kl. 18 og 21. Markmið dagsins er að gefa áhuga- sömum tækifæri til þess að heim- sækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi, kynnast því starfi sem þar fer fram, unglingum í hverfinu og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi frístundaráð- gjafa í félagsmiðstöðinni. Dagskrá félagsmiðstöðvanna má nálgast á heimasíðum þeirra og á www.itr.is. Félagsmiðstöðvar kynna starfsemina Á MORGUN, fimmtudag, verð- ur hin árlega vetrarhátíð Landnámsseturs Íslands í Borg- arnesi þar sem vetri er fagnað og öllu því góða sem hann hefur upp á að bjóða. Fyrirtæki á svæðinu kynna vörur og þjónustu sem hægt er að nálgast í Borgarnesi. Í veit- ingahúsi Landnámssetursins verð- ur framreidd fiskisúpa frá klukkan 18 og þá hefst einnig rúnalestur Jó- hönnu Harðardóttur Kjalnes- ingagoða. Klukkan 20 hefst síðan kynning á verslunum og þjónustu í Borgarnesi, tískusýning og fleira. Með hátíðinni er minnt á hversu mikilvægt það er að íbúar nýti sér það sem í boði er í heimabyggð. Árleg vetrarhátíð í Landnámssetri STUTT Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is LOFTRÝMISGÆSLA yfir Íslandi mætir engri beinni varnarþörf en meginverkefni þeirra erlendu herja sem henni sinna er að fljúga til móts við rússneskar sprengjuflugvélar og fylgja þeim eftir. Eftir að rússneski herinn hóf að nýju reglubundið æf- ingaflug árið 2007 hafa vélarnar al- farið haldið sig á alþjóðlegu flugs- væði og utan íslenskrar lofthelgi. En þrátt fyrir að meginhlutverk loft- rýmisgæslu við Ísland sé að fljúga til móts við Rússa liggur ekkert fyrir um það hvernig brugðist skuli við rjúfi þeir lofthelgina eða hver eigi að taka ákvörðun um viðbrögð. Þetta kemur fram í grein Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, „Nor- rænt öryggis- og varnarsamstarf, Raunsæ óskhyggja?“, í nýjasta hefti Skírnis, sem kemur út í dag. „Ef nauðsynlegt er að fljúga á móti rússnesku sprengjuvélunum hlýtur það að vera nauðsynlegt alltaf þegar þær koma, ekki aðeins þegar erlendur her er á staðnum,“ skrifar hún. „Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig eigi að bregðast við ef Rússar ákveða raunverulega „að færa sig upp á skaftið“, til dæmis með því að fljúga inn í íslenska loft- helgi sem þeir hafa aldrei gert.“ Halla ræðir við Hans Christian Thoning, formann varnarmála- nefndar danska þingsins, sem segir að rjúfi Rússar íslenska lofthelgi eigi að fljúga á móti þeim og hrekja þá burt. Þetta þýði að það gæti þurft að ráðast á Rússa og þegar Thoning er spurður hver eigi að ákveða það seg- ir hann Atlantshafsbandalagið. Það gæti orðið flókið gagnvart þeim, sem sæju um loftrýmiseftirlitið í það skiptið, og ís- lenskum stjórn- völdum, sem Halla segir að fullyrða megi að „vildu í krafti full- veldissjónarmiða hafa úrslitaáhrif um það hvernig og hvort brugðist yrði við með hætti sem leiða kynni til stríðs“. Halla fjallar í greininni um til- lögur Thorvalds Stoltenbergs, fyrr- verandi utanríkis- og varnarmála- ráðherra Noregs, frá því í fyrra um nánara samstarf Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum. Hagsmunir Norðurlanda ólíkir Niðurstaða Höllu er að hagsmunir Norðurlandanna séu of ólíkir til að hugmyndir á borð við sameiginlega yfirlýsingu um norræna samstöðu í öryggis- og varnarmálum nái flugi. Stoltenberg gerir ráð fyrir að í slíkri yfirlýsingu yrði sagt hvernig yrði brugðist við ef norrænt land yrði fyrir árás eða óviðeigandi þrýstingi. Þessari hugmynd hefur ekki verið hafnað, en Halla hefur í samtölum sínum komist að því að „bakvið tjöldin er nær engin trú á að slík yf- irlýsing geti orðið að raunveru- leika“. Það yrði „vandkvæðum bund- ið fyrir NATO-ríkin Ísland, Danmörk og Noreg að skuldbinda sig ríkjum sem standa utan NATO, þ.e. Finnlandi og Svíþjóð“. Norrænu NATO-ríkin hafi einnig „takmark- aða hagsmuni af því að gefa út sam- stöðuyfirlýsingu með hinum ríkj- unum. Þau eru þegar með öryggis- tryggingu bandalagsins og hafa beint kröftum sínum þangað.“ En Svíar kæmust nær NATO án þess að ganga í bandalagið og segja Danir að Svíar og Finnar eigi einfaldlega að ganga í NATO vilji þeir örygg- istryggingu þess. Halla lýsir ólíkum áherslum þjóð- anna: „Finnar einblína á svæð- isbundnar varnir og reka stærð- arinnar her, en Danir hafa hins vegar snúið sér alfarið að alþjóðlegri samvinnu og reka aðeins lítinn en tæknivæddan her. Svíar og Norð- menn hafa reynt að fara bil beggja, þ.e. að viðhalda að nokkru leyti svæðisbundnum vörnum en auka um leið alþjóðlega samvinnu. Sem her- laus þjóð fylgja Íslendingar hvor- ugum skólanum.“ Halla segir „raunsæi“ ráða för í norrænum varnarmálum. Peningalegur ávinn- ingur af samstarfi, t.d. sameigin- legum æfingum, herþjálfun og her- gagnakaupum, muni vega þyngra en samnorræn hugmyndafræði. „Íslensk stjórnvöld þurfa að gera upp við sig hvaða aðkomu þau ætla að hafa að slíku starfi og hvernig þau vilja hátta varnar- og öryggismálum sínum í framtíðinni,“ skrifar Halla. „Á meðan hin norrænu ríkin sjá eng- an beinan ávinning af samstarfi við Ísland er ljóst að samnorræn hug- myndafræði dugar skammt. Þess vegna þarf að móta stefnu og ákveða hvort fetað verði inn á braut her- væðingar eða hvort Ísland skapi sér sérstöðu sem byggist á herleysi en jafnframt annarri sérþekkingu, til dæmis á sviði björgunarstarfa.“ Engin viðbragðsáætlun rjúfi Rússar lofthelgi Í norrænu varnarsamstarfi vega beinir hagsmunir þyngra en samnorræn sýn Morgunblaðið/RAX Í óvinaleit Hermenn danska flughersins við loftrýmiseftirlit á Keflavíkur- flugvelli í sumar. Verkefni þeirra var að fylgja „óauðkenndum loftförum“. Í HNOTSKURN »Norrænt varnarsamstarfátti lítinn hljómgrunn frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram að lokum 20. aldar. »Eftir að kalda stríðinulauk hefur slíkt samstarf hins vegar verið töluvert rætt.Halla Gunnarsdóttir HÆTTUMAT vegna ofanflóða á Kirkjubæjarklaustri og í Vík í Mýr- dal liggur nú frammi til kynningar. Búið er að gera tillögur að hættu- mati fyrir bæði þorpin. Hægt er að lesa tillögurnar á vef Veðurstofu Ís- lands auk þess sem þær liggja frammi á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga. Lítil hætta á Klaustri Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti Skaftárhrepps, sagði að hættumatið væri gert fyrir Kirkjubæjarklaustur vegna þess að byggðin væri undir brattri hlíð. Þó er þorpið ekki talið vera í mikilli hættu eða bráðri vegna ofanflóða, þ.e. snjóflóða eða skriðufalla. „Það eru dæmi um klakahrun og snjóflóð, en ekkert slíkt hefur gerst frá árinu 1983 svo vitað sé. Þá kom smá spýja sem ekki olli neinu tjóni en kom upp að húsi,“ sagði Jóna. Hún sagði að byggð hafi ekki farið að þéttast til muna á Kirkjubæj- arklaustri fyrr en upp úr 1970. Samkvæmt hættumatinu er hætta á snjóflóðum og hruni á klaka og grjóti næst hlíðinni ofan við þétt- býlið á Kirkjubæjarklaustri. Hætt- an er talin mjög lítil miðað við of- anflóðahættu á flestum öðrum þéttbýlisstöðum hér á landi þar sem yfirhöfuð er talin vera hætta á of- anflóðum. Engum sögum fer af snjóflóðum á Klaustri og er ekki vitað til að þar hafi skapast snjó- flóðahætta. Hins vegar er talið rétt að fylgjast með og viðhalda girð- ingu sem reist var ofan við húsin Skerjavelli 8 og 10 til að verjast grjót- og klakahruni úr hlíðinni fyr- ir ofan. Samkvæmt hættumatinu sem samið var fyrir Vík í Mýrdal er tal- in vera hætta á berghlaupum og grjóthruni úr Reynisfjalli, sunnan Króktorfuhauss, og úr Vík- urhömrum ofaan golfvallarins. Þá er snjóflóða- og aurskriðuhætta undir lágri brekku við Víkurbraut og eins undir hlíðinni sem nær upp í Króktorfuhausinn. Nokkur hús í Vík eru á svæðum þar sem ákveðin hætta er á að snjóflóð geti fallið. Einungis eitt dæmi er þekkt um að snjóflóð hafi fallið í Vík, en það gerðist 1906. Vinna við hættumötin fyrir Vík og Kirkjubæjarklaustur hófst á Veðurstofunni í fyrra. Niðurstöður hættumatanna voru kynntar á fund- um 27. október s.l. gudni@mbl.is Hætta vegna ofanflóða metin Hættumat vegna Víkur og Klausturs Í HNOTSKURN »Á 20. öldinni fórust 193 ísnjóflóðum og skriðuföll- um hér á landi. Þar af fórust 69 eftir 1974. »Beint fjárhagslegt tjónsem hlaust af ofanflóðum frá 1974 til 2000 hefur verið metið yfir 3,3 milljarðar kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.