Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 15

Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Markviss hreyfing gefureldra fólki aukin lífs-gæði á lokaspretti, bæt-ir lífi við árin,“ segir Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur og vísar í doktorsverkefni sitt sem hann vinnur að en rannsóknin er jafn- framt meistaraverkefni fimm nem- enda við Háskóla Íslands. Kanna áhrif þjálfunar Viðfangsefni rannsóknarinnar „Líkams- og heilsurækt aldraðra – Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða“ er að kanna heilsu- far og líkamsástand 70 ára og eldri í sveitarfélaginu Árborg og á höfuð- borgarsvæðinu. Markmiðið með rannsókninni er að kanna áhrif sér- tækra íhlutunar- og þjálfunaraðferða á heilsufar, líkamsástand, afkasta- getu, heilsutengd lífsgæði og lífsstíl þessara aldurshópa. Einnig að kanna breytingar á lífsstíl, heilsufari og lífs- gæðum eldri aldurshópa til lengri tíma. Rannsóknin hófst vorið 2008 og voru þátttakendur annars vegar úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar og hins vegar íbúar valdir af handahófi úr íbúaskrá Árborgar á Suðurlandi. Meðalaldur var 78 ár. Að loknum mælingum hófst 26 vikna íhlutun í formi markvissrar þol- og styrktar- þjálfunar auk fræðslufunda um nær- ingu og þjálfun. Þá var staðan aftur tekin og síðan mælt í þriðja sinn síð- astliðið vor. Nú standa yfir mælingar í fjórða sinn, ári eftir að skipulegri þjálfun lauk, en þjálfunarhópur og viðmiðunarhópur eru bornir saman auk annarra rannsókna. Helstu niðurstöður fyrstu tveggja mælinga eru þær að hreyfing þátt- takenda eykst um 15% á tímabilinu. Heilsutengd lífsgæði aukast og einnig styrkurinn og þolið, sem meðal ann- ars kemur fram í sex mínútna göngu- prófi. „Það er jákvæð sterk fylgni á milli gönguvegalengdar og margra annarra þátta eins og lífsgæða,“ segir Janus. „Afkastageta hjartans eykst, sem sést m.a. á því að þeir sem stund- að hafa markvissa þjálfun eru fljótari að ná sér eftir álag en þeir sem ekki stunda þjálfun.“ Getur aukið vöðvamassa Samkvæmt rannsókninni eykst vöðvastyrkurinn og hreyfingin dreg- ur úr fitumassanum, t.d. kviðfitu. „Eftir 70 ára aldurinn töpum við um 3% vöðvamassans á ári en með mark- vissri hreyfingu getum við aukið hann eða haldið honum við,“ minnir Janus á. „Við erum að vinna í því að seinka öldrunarferlinu. Því er þetta mikill ávinningur. Heilbrigðið er þáttur sem þarf að taka á ekki síður en að byggja fleiri íbúðir fyrir aldraða.“ Hafi einstaklingur þrjá af fimm áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma (aukið ummál mittis, há- þrýsting, hátt magn þríglyseríðs, lágt magn HDL-kólesteróls og skert syk- urþol) er viðkomandi skilgreindur með efnaskiptavillu. Markvissar æf- ingar hafa hér áhrif. „Ég hef ekki séð svona kröftugar niðurstöður og Bandaríkjamenn hafa sýnt þessum niðurstöðum mikinn áhuga,“ segir Janus og áréttar að rannsóknin stað- festi einnig erlendar niðurstöður. Síðast en ekki síst lækkar blóð- þrýstingurinn nær tvöfalt á við það sem hann gerir með lyfjum, miðað við fyrirliggjandi niðurstöður meist- aranemanna. Janus segir að hugs- anlega auki álagið virkni lyfjanna og það sé þá hið besta mál en hafa beri í huga að lyf hafi oft aukaverkanir. „Við þurfum að rannsaka þennan þátt betur,“ segir hann. Jákvæðar niðurstöður Janus segir að fyrstu niðurstöður séu jákvæðar. „Hver vill ekki auka lífsgæðin á síðasta hluta æviskeiðs- ins?“ spyr hann og bendir jafnframt á að það hljóti jafnframt að vera eftir- sóknarvert að auka hreyfigetuna og forðast ótímabæra hreyfiskerðingu. Auk þess hafi verið bent á að sam- félagið hafi ekki efni á að reka heil- brigðiskerfið eftir 10 til 20 ár eins og nú sé gert, m.a. vegna þess að eldri borgurum muni fjölga um helming á næstu 20 árum. Kerfið sé þegar rekið með halla og ástandið eigi eftir að versna verði ekki brugðist við. Því sé mikilvægt að leita annarra eða fleiri leiða og þar geti aukin líkams- og heilsurækt spilað stórt hlutverk. „Betri heilsa þessa aldurshóps getur sparað umtalsverða fjármuni í heil- brigðiskerfinu, þegar til lengri tíma er litið.“ Kerfi Ingimar Einarsson merkir samviskusamlega við æfingarnar. Alltaf í æfingu Íþróttir hafa spilað stórt hlutverk hjá Ásgeiri Guðmundssyni. Aukin lífsgæði á lokaspretti Eldri borgarar geta gert síðasta hluta æviskeiðs- ins skemmtilegri með því að leggja reglulega stund á markvissa hreyfingu og það er aldrei of seint að byrja í ræktinni.  Markviss hreyfing bætir lífi við árin  Reglubundin líkamsrækt eldri borgara stuðlar að lækkun blóðþrýstings, dregur úr fitumassa og eykur þol og styrk  Sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið Morgunblaðið/Golli Rannsakendur Janus Guðlaugsson, Sandra Jónasdóttir, Elísabet Kristjáns- dóttir, Steinunn Leifsdóttir og Guðrún V. Ásgeirsdóttir. „Betri heilsa þessa aldurs- hóps getur sparað umtals- verða fjármuni í heilbrigð- iskerfinu“ „Ég stunda líkamsrækt til þess að auka hreysti og lífsgleði, lífsgæðin í heild sinni,“ segir Helga S. Hró- bjartsdóttir, 73 ára fyrrverandi kennari. Aukin lífsgæði Helga segir að lífsgæðin hafi aukist samfara þátttöku í verkefn- inu hjá Janusi Guðlaugssyni og það sé hvatning til þess að halda áfram. Hún hefur verið í markviss- um æfingum í rúmt eitt og hálft ár og segist finna mikinn mun á sér. „Ég hef alltaf haft gleði af íþrótt- um og var mikið í íþróttum sem unglingur, einkum í sundi, en ann- ars í alhliða leik. Við krakkarnir lékum okkur svo mikið úti í þá daga. Ég hef alltaf verið mikið fyrir útivist og göngu en hef ekki verið í markvissri þjálfun fyrr en nú.“ Hreyfingin góð Að sögn Helgu hefur líðanin dags daglega breyst mikið til hins betra eftir að hún byrjaði að æfa. „Núna mæti ég í æfingasalinn þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég í göngur þar fyrir utan,“ segir hún. „Ég reyni að ganga dag- lega og öll þessi hreyfing gerir mér gott. Ég greindist með Parkinson fyrir nokkrum árum og þjálfunin hefur gert það að verkum að Park- insoneinkennin hafa minnkað.“ Morgunblaðið/Golli Á brettinu Helga S. Hróbjartsdóttir á fullri ferð í World Class. Parkinsoneinkennin hafa minnkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.