Morgunblaðið - 04.11.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 04.11.2009, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Mikill óróihefurorðið í þjóðfélaginu vegna ótrúlegra frétta um sam- skipti Nýja Kaup- þings banka við stærstu skuldara og þrotamenn landsins. Það hefur aukið tor- tryggni að ráðamenn bankans og stjórnendur landsins hafa farið undan í flæmingi, þegar þeir hafa verið spurðir um stöðu málsins. Hugleiðingar séra Svavars Alfreðs Jóns- sonar endurspegla viðhorf al- mennings í landinu vel. Hann segir: „Hér eru skattar hækk- aðir, laun lækkuð, hér hækka lán, verð á nauðsynjum og þjónustu fer upp úr öllu valdi og fólk er hneppt í skuldafang- elsi út lífið. Skuldum óreiðu- manna er skellt á bök alþýð- unnar. Eignir fólks brenna upp. En ekki kemur til greina að lækka lán almennings. Síðast í dag heyrði ég einn ráð- herranna segja þetta á Al- þingi. Samt er í raun verið að tala um að leiðrétta skuldir. Laga þær að veruleikanum eftir að kerfið hrundi. En sanngirni hefur aldrei verið hátt skrifuð af íslenskum ráða- mönnum. Það er ekkert svigrúm fyrir rétt- lætið þegar almúg- inn á í hlut. Á sama tíma berast fregnir af tugmilljarða af- skriftum á skuld- um auðmanna. Og þegar hinir háu herrar voru spurðir að því á Alþingi í dag ypptu þeir bara öxlum og sögðu að þeim kæmi þetta ekki við. Því miður er þetta sennilega rétt hjá hinum háu herrum. Ís- lenskir ráðamenn hættu fyrir löngu að skipta sér af réttlæt- inu. En þjóðin er þreytt á lygum og leynimakki og hana þyrstir í réttlætið. Hún mun grípa til aðgerða. Eigi sögurnar um afskriftir við rök að styðjast mun ég ekki una því að minn við- skiptabanki gangi fram með þeim hætti.“ Það er óskandi að stjórn- endur bankans, sem í hlut á og ekki síður forystumenn þjóð- arinnar allrar hugleiði þessi orð séra Svavars og geri sér grein fyrir að þarna er sagt með skýrum hætti það sem þorri Íslendinga er að hugsa. „Eigi sögurnar um afskriftir við rök að styðjast mun ég ekki una því að minn viðskiptabanki gangi fram með þeim hætti.“} Ekki ofbjóða þjóðinni Össur Skarp-héðinsson ut- anríkisráðherra birti í gær svör við fyrirspurn Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur alþingismanns um kostnað við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Það sem mesta athygli vekur við svör utanríkisráðherra er hve fá- tækleg þau eru. Þó kemur fram að óskað verði meira en sex hundruð milljóna króna fjárheimildar til þýðingar og annars kostnaðar, en að gert sé ráð fyrir að kostnaðurinn verði meiri en sem þessu nem- ur. Hversu miklu meiri virðist enginn vita, í það minnsta eru engin svör veitt um það efni. Það gildir um aðildar- umsóknina líkt og margt ann- að sem ríkisstjórnin fæst við, að illa virðist staðið að henni. Undirbúningur virðist allur í minnsta lagi, sem sést vel á því að enn hafa ekki verið skipaðir þeir samningahópar eða samn- inganefnd sem vinna eiga að málinu fyrir hönd Íslands. Þá var aðalsamningamaður Ís- lands ekki skipaður fyrr en í þessari viku. Þetta skipti út af fyrir sig litlu ef ekki væri unnið að aðildarumsókninni með því óðagoti sem raun ber vitni. Í stað þess að bíða eftir að búið sé að skipa þær nefndir og starfshópa sem Alþingi hafði ætlast til áður en umsóknar- ferlið hæfist hefur ríkis- stjórnin farið gegn vilja þings- ins. Alþingi hafði ákveðið að sérstakir hópar héldu utan um málið „allt frá upphafi til enda“, en ríkisstjórnin ákvað að skipa þá ekki fyrr en fyrstu svör við spurningum Evrópu- sambandsins vegna umsókn- arinnar væru farin til sam- bandsins. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna ríkisstjórnin ákvað að fara ekki að ákvörðun þingsins. Utanríkisráðherra hefur talað um að Ísland muni slá sérstakt hraðamet í umsókn- arferlinu, án þess að nokkur leið sé að sjá að mikið liggi á eða að mikilvægi þess hafi ver- ið útskýrt. Öllu mikilvægara hlýtur að vera að standa vel að viðræðunum og fara að vilja Alþingis. Undirbúningur að- ildarumsóknar er ófullnægjandi } Óðagot við aðildarumsókn H ollensk vinkona mín lýsti því eitt sinn fyrir mér hvað hún væri stolt af því hvað landið hennar hefði lagt af mörkum í mann- kynssögunni, og reyndar ekki síður fótboltasögunni, miðað við hvað þjóðin væri nú lítil. Í Hollandi búa rúmlega 16 millj- ónir manna. Fram til þessa hafði ég ekki litið á Hollend- inga sem smáþjóð en með tilliti til grenndar þeirra við risaþjóðirnar Þjóðverja, Frakka og Breta er kannski skiljanlegt að þeir skynji smæð sína. Ég sá samt á vinkonu minni að mér tókst að koma þessari skynjun hennar á umheiminum úr jafnvægi þegar ég útskýrði fyrir henni nákvæmlega hversu ofboðslega lítið Ísland er. Þeir eru margir sem telja sig vera frá litlu landi án þess að gera sér grein fyrir að svo lítill hópur sem Íslendingar eru geti virkilega talist vera þjóð, enda kannast sjálfsagt flestir Íslendingar við spurningaflóð forviða útlendinga þegar þeir reyna að ná utan um það hvernig svona lítið samfélag geti eiginlega virkað. Sjálf hef ég vanalega vísað þessu á bug eða slegið því upp í grín, enda hef ég hingað til frekar upplifað það sem fyndið og jafnvel krúttlegt að búa í svona litlu samfélagi. Það er ekki fyrr en núna sem það er fyrst farið að renna upp fyrir mér hvað það þýðir. Þegar vanhæfni stjórnmálamanna afhjúpaðist og eins þegar rannsóknin á bankahruninu tók að skríða af stað og tengslaflækjan, skyldleikasúpan og bræðraböndin hertust í rembihnút spurðu sig margir hvort það væri ekki eitthvert annað, hæft fólk sem gæti stigið fram og tekið við. Er enginn ann- ar? Enginn annar? Enginn? Svo runnu á mann tvær grímur þegar raunveruleikinn varð ljós. Það er enginn annar. Það eru bara við og við erum þrjú hundruð þúsund og það er á mörkunum að við getum staðið undir því að reka samfélag. Endurnýjunin og umbyltingin varð líka hálf-endaslepp. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir og aftur er farið að tala um hugsanleg stjórnarslit og gömlu stjórnarflokkarnir rjúka upp í vin- sældum aftur. Sama gamla tóbakið fyllir vitin svo ég fæ köfnunartilfinningu. Íslenskt samfélag er kassi með fjórum veggjum sem við hlaupum á til skiptis. Völdin færast milli sömu manna aftur og aft- ur, fram og til baka, og ekkert breytist. Um stund var eins og glitti í útgönguleið í einu horninu og ferska loftið streymdi inn með fyrirheit um eitthvað nýtt en á þrösk- uldinum skall hurðin aftur svo við stöndum í sömu spor- um og áður, innmúruð. Stundum grípur mig viðþolslaus þörf til að brjóta mér leið í gegnum þessa steypu og út úr kassanum, reka þó ekki væri nema bara nefið út fyrir og taka nokkur and- köf. Svo næ ég andanum aftur og stilli mig. Sennilega er rétta leiðin ekki að snúa baki við þessu öllu heldur reyna að losa hnútinn og brjóta niður múrana innan frá. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Ferskt loft STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ekki til umræðu að taka niður torfbæi FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is F orstöðumaður húsafrið- unarnefndar segir að til greina komi að taka niður það sem eftir er af bænum Hólum í Eyjafirði. Ekki sé til umræðu að rífa fleiri mannvirki í húsasafni Þjóð- minjasafnsins. Nú eru um 45 byggingar í húsa- safninu. Þar af eru liðlega tuttugu torfhús, þar á meðal flestir stærstu og mikilvægustu torfbæir landsins sem hver um sig telur fjölda húsa. Torfhúsin þurfa stöðugt viðhald og vinna við viðhald og viðgerðir þeirra er dýr. Húsafriðunarnefnd annast viðhald á mannvirkjum húsa- safnsins samkvæmt þjónustusamn- ingi við Þjóðminjasafnið. Nefndin fær 70 milljónir kr. til þess í ár og út- lit er fyrir svipaða fjárveitingu á næsta ári. Nikulás Úlfar Másson, for- stöðumaður húsafriðunarnefndar, segist gjarnan vilja fá meiri fjármuni í þennan málaflokk. „Við reynum okkar ýtrasta en það má gera betur. Segja má að við höldum í horfinu og tæplega það,“ segir Nikulás. Síðustu árin hefur mest áhersla verið lögð á viðgerðir á bæjunum á Galtastöðum, Bustarfelli og Laufási. Önnur hús hafa þurft að bíða. Þarf að forgangsraða Helgi Sigurðsson, torfhleðslumað- ur í Skagafirði sem vinnur mikið við viðhald torfbæjanna, sagði í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær að torfbæirnir lægju undir skemmdum vegna fjárskorts. Telur hann að Ís- lendingar standi frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að fækka húsunum í húsasafni Þjóðminjasafnsins og leggja áherslu á að gera almennilega við þau sem eftir verða. Nikulás Úlfar Másson segir að þegar peningar séu takmarkaðir þurfi að forgangsraða mjög vand- lega. Hann segir að til greina komi að taka niður það sem eftir er af torf- bænum á Hólum í Eyjafirði en hluti hans var tekinn niður fyrir nokkrum árum. Timbrið úr húsunum sem tek- in voru niður er í geymslu þar sem það hefur skemmst vegna raka. Reiknar Nikulás ekki með því að sá bær verði endurgerður í bráð. „Ekki hefur komið til umræðu að taka niður aðra bæi. Reynslan sýnir að þeir fara yfirleitt ekki upp aftur, þegar það er gert. Við teljum það skyldu okkar að varðveita þá á staðnum,“ segir hann. Of dýrt fyrir einstaklinga Þótt flestir helstu torfbæirnir séu í húsasafninu er fjöldi merkra torf- húsa í einkaeigu, hús sem eru að falla. Einnig leifar merkra torfhúsa. Einstaklingar hafa almennt ekki tök á að halda þeim við og þess vegna eru svona mörg torfhús komin í húsasafn Þjóðminjasafnsins. Áhugi er á því í húsafriðunarnefnd að láta gera úttekt á þessum húsum og meta hvað beri að varðveita. „Ég sé frekar fyrir mér að við það fjölgi í húsasafn- inu en fækki,“ segir Nikulás. Reikn- ar hann með áframhaldi á þeirri um- ræðu í tengslum við úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði fyrir næsta ár en auglýst hefur verið eftir umsókn- um. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hólabærinn Gamli bærinn á Hólum í Eyjafirði er frá því um 1860. Svo getur farið að sá hluti hans sem eftir er verði tekinn niður á næstu árum. Áhugi er á því að láta taka út alla torfbæi í landinu og meta hvaða hús rétt sé að varðveita. Reikna má með að það leiði fremur til fjölgunar bygginga í húsasafni Þjóðminjasafnsins en fækkunar. TORF hefur ásamt mold og ótil- höggnu grjóti verið mikilvægasta byggingarefni til veggja og þaka á Íslandi frá upphafi byggðar og fram á tuttugustu öld. Ástæðan er sú að ekki er mikið til af steini sem auðvelt er að höggva og skógar voru hverfandi. Verklag virðist hafa haldist svipað. Verkþekkingin hefur ekki varð- veist annars staðar og er torfbær- inn því séríslenskt fyrirbæri og er viðurkennt að hann er okkar fram- lag til heimsmenningarinnar. Unn- ið hefur verið að undirbúningi þess að skrá torfbæinn á Heims- minjaskrá UNESCO. Skilgreiningin á því hvað telst torfhús er nokkuð á reiki. Torfhús eru alltaf timburhús í grunninn með hlöðnum veggjum og þaki til einangrunar. Fjöldi húsa með hlöðnum veggjum en bárujárnsþaki teljast þó einnig torfhús. TIMBURHÚS MEÐ TORFI ››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.