Morgunblaðið - 04.11.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 04.11.2009, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Erfitt að greina seríurnar? Klippa þurfti gömlu jólaljósaseríurnar við Háskólabíó niður í gær til að unnt væri að koma þeim nýju fyrir og vekja þannig upp jólastemninguna í höfuðborgarbúum. Golli ÁL ER önnur tveggja helstu útflutningsvara landsins og álfyrirtækin eru ein aðalkjölfestan í ís- lenskum iðnaði. Hér á landi eru framleidd um tvö pró- sent þess áls sem framleitt er í heiminum. Árið 2008 skilaði áliðnaðurinn ríflega 40 prósentum af vöruút- flutningstekjum þjóð- arinnar og um 29 prósent- um af heildarútflutningstekjunum, sem er meira en verðmæti sjávarafurða. Í grein í Fréttablaðinu 29. október seg- ir aðstoðarmaður fjármálaráðherra að margt bendi til þess að efnahagsleg áhrif stóriðju til langs tíma litið séu miklu minni en almennt hafi verið talið og að það svari vart kostnaði að leggja mikið undir með fjárhagslegum ívilnunum eða með því að binda nýtingu orkuauðlinda langt fram í tímann. Einnig telur hann að áætla megi að störf og afleidd störf vegna meðalálvers á Íslandi séu einungis 0,5 til 0,7% heildarmannaflans. Hann segir að reikna megi með því að efna- hagsleg áhrif þessa vinnuafls séu varla meiri en 0,5% af vergri landsframleiðslu og ýmsir telji að langtímaáhrif einstakra framkvæmda á atvinnustigið séu engin, þar sem framkvæmdirnar ryðji annarri atvinnu burt. Lítið gert úr áhrifunum Þetta segir aðstoðarmaður fjár- málaráðherra þrátt fyrir að þjóðhags- legur ábati af t.d. byggingu álvers í Helguvík og stækkun í Straumsvík gæti orðið 95 milljarðar á núvirði miðað við 5% ávöxtunarkröfu samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands sem unnin var fyrir iðnaðarráðu- neytið. Ef af þessum framkvæmdum verður gæti beinn fjárhagslegur ávinn- ingur stjórnvalda orðið á bilinu 16 til 17 milljarðar á ári á byggingartíma. Þjóðhagslegur ábati af Helguvík og stækkun í Straumsvík Í skýrslu Hagfræðistofnunar er lagt mat á þjóðhagslegan kostnað og ábata af framkvæmdum í Helguvík og fram- leiðsluaukningu álversins í Straumsvík. Niðurstaðan er skýr: „Miðað við núver- andi ástand í íslenska hagkerfinu má ætla að hreinn þjóðhags- legur ábati geti numið 95 milljörðum króna á núvirði miðað við 5% ávöxt- unarkröfu“. Bein áhrif framkvæmda Setja má áform í Helguvík og stækkun í Straumsvík í annað samhengi en við þjóð- hagslegan ábata. Í Helguvík er áætlað að fjárfesta fyrir 100 milljarða. Þar af eru 20 milljarðar innlendur kostn- aður sem skapar störf og skatttekjur. Talið er að um þriðjungur innlends kostnaðar lendi hjá ríkinu í formi skatttekna eða um 7 milljarðar á árunum 2010 og 2011. Áætlaður starf- afjöldi er 2-3000 sem myndi minnka at- vinnuleysi með tilsvarandi hætti og draga úr atvinnuleysisbótum. Gróflega áætlað er beinn ávinningur stjórnvalda um 12 milljarðar á ári. Með sama hætti má líta á stækkun í Straumsvík. Heildarfjárfest- ing er um 38 milljarðar króna, þar af 12,5 í innlendan kostnað. Talið er að verkefnið skapi um 600 ársverk. Með þessu verk- efni má gera ráð fyrir að beinar skatt- tekjur verði 3,8 milljarðar og spara megi um 1 milljarð í atvinnuleysisbætur. Sam- anlagður beinn ávinningur stjórnvalda af þessum tveimur verkefnum er því 16-17 milljarðar á ári sem framkvæmdir standa yfir. Þessar framkvæmdir geta vart talist hafa óveruleg áhrif fyrir þjóðarbúið eins og aðstoðarmaður fjármálaráðherra virð- ist álíta. Fullyrðingar um að lang- tímaáhrif einstakra framkvæmda á at- vinnustig séu engin, þar sem að þær ryðji annarri atvinnu burt, eru nýjar af nálinni og sem vantar allan rökstuðning á bak við. Þetta er undarlegur málflutningur á sama tíma og í landinu eru þúsundir ein- staklinga án atvinnu. Eftir Þorstein Víglundsson » Þessar framkvæmdir geta vart talist hafa óveruleg áhrif fyrir þjóð- arbúið eins og aðstoð- armaður fjármálaráðherra virðist álíta. Þorsteinn Víglundsson Höfundur er varaformaður Samtaka iðnaðarins. Efnahagsleg áhrif álfyrirtækjanna HVAÐ voru sköpuð mörg störf á Íslandi í síðasta mánuði? Veist þú það? Hefur þú heyrt eitthvað um það í fréttunum eða lesið um það í dag- blöðunum? Nei, sennilega ekki. Af hverju er atvinnu- sköpun ekki mæld hér eins og víða erlendis? Það eru allar forsendur fyrir því að birta slíkar niðurstöður reglulega. Það ætti að vera markmið bæði op- inberra aðila sem og einkaaðila að skapa sem flest störf. Ég legg til að viðskiptakálfar morgunblaðanna auk helstu frétta og vefmiðla (t.d. forsíður mbl.is og visir.is) birti með reglu- legu millibili hve mörg störf hafa orðið til á Íslandi í síðasta mán- uði. Þetta yrði gert í þeim tilgangi að skapa umræðu um það mark- mið okkar allra að skapa fleiri arðbær störf og auka þannig um- svif og bæta afkomu þjóðarbús- ins. Viðhorf erlendra aðila til Ís- lands er gott þrátt fyrir allt, þetta kemur meðal annars fram í könn- un sem Útflutningsráð lét gera hjá helstu viðskiptalöndum okkar í vor. Það er nauðsynlegt að við- halda þessu jákvæða viðhorfi og smám saman auka traust er- lendra aðila á Íslandi sem land tækifæranna. Nýleg tíðindi af fjárlaga- frumvarpinu og auðlindasköttum hafa valdið miklum titringi meðal rekstraraðila stóriðju og vænt- anlegra fjárfesta. Það hefur hing- að til verið talið mikilvægt fyrsta skref í samningaviðræðum að hefja þær á grundvelli þess að ná fram hagstæðri niðurstöðu fyrir báða aðila. Það er enn mögulegt að vinda ofan af þessum mistökum og biðja stjórnendur álveranna að taka þátt í að hjálpa okkur út úr kreppunni með því að greiða tímabundið gjald. Ríkisstjórnin gæti nýtt hluta þessa gjalds í at- vinnuuppbyggingu í samvinnu við þessa aðila, á hátæknisviði eða á sviði framleiðslu. Þetta yrði þá svipað og að láta auðlindagjald sjávarútvegsins greiða fyrir rann- sóknir á fiskistofn- unum við landið. Menn hafa rætt um gríðarlegan kostnað við að skapa störf í áliðnaði til sam- anburðar við annan iðnað. Það skiptir hins vegar ekki máli ef þessar fjárfest- ingar eru arðbærar. Ég býst við því að nú ríkti meiri sátt í þjóðfélaginu ef allar fjárfestingar bankanna fyrir hrun hefðu reynst vera arðbærar þótt arðsemin hefði ekki verið nema brot af þeim arði sem álverin gefa hvert um sig á hverju ári. Þá væri hvorki til Icesave, gjaldþrota bankar eða áform um að auka ár- lega skattabyrði hverrar einustu fjölskyldu á Íslandi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum kostar ný álverksmiðja sem framleiðir um 360.000 tonn af áli á árs- grundvelli um einn milljarð band- ríkjadollara eða 120 milljarða og þar skapast um 400 bein störf auk fjölda afleiddra starfa. Virkjunarframkvæmdir kosta álíka fjárhæð ef miðað er við Kárahnjúkavirkjun. Heild- arkostnaður við hvert starf er því um 600 milljónir króna. Gjaldeyr- istekjur af nýju álveri sem eftir verða í landinu miðað við að kostnaðarverð við framleiðslu áls sé um 1.500 USD/tonn og 360.000 tonna framleiðslu á ári og þá staðreynd að 40% af kostnaðinum er innlendur kostnaður er um 26 milljarðar króna eða 65 milljónir á mann. Verkfræðingar og aðrir há- skólamenntaðir sérfræðingar sem selja út sína þjónustu teljast góðir ef þeir geta skapað tekjur sem nema um 20 milljónum á mann á ári. Í öðrum stéttum er þetta oft helmingi lægra. Sprotafyrirtæki eru nauðsyn- legur hluti af íslensku atvinnulífi og mikilvæg leið til atvinnusköp- unar. Ég þekki það á eigin skinni að það er dýrt að koma slíkum fyrirtækjum á legg. Samkvæmt erlendum tölum sem safnað hefur verið um árangur við stofnun sprotafyrirtækja er talið að ein- ungis 1% til 3% af þeim frum- kvöðlum sem leggja af stað nái að byggja upp traust og varanleg fyrirtæki. Ef hver tilraun í slíku sprotafyrirtæki kostar um 100 milljónir króna (5 mannár sér- fræðings) og 100 tilraunir skili af sér tveimur fyrirtækjum (2%) með samtals 10 manns í fullu starfi, þá kostar þar hvert starf 1 milljarð króna. Gjaldeyristekjur af nýjum sprotafyrirtækjum í útflutningi og ferðaþjónustu gæti eflaust skapað um 20 milljónir á mann á ári, það þætti mjög gott en er samt aðeins þriðjungurinn af þeirri veltu sem er á bak við hvern starfsmann í álveri. Það góða við sprotafyrirtækin er að þau vaxa þar sem skilyrðin eru góð með tiltölulega lítilli fyrirhöfn hins opinbera, hvort sem það er afsprengi af hugmynd útsjón- arsamra einstaklinga eða ný þjónustugrein eða iðnaður í tengslum við núverandi stóriðju. Við þurfum þetta tvennt, stóriðju í hóflegu mæli og sprotafyr- irtæki. Ég mæli með því að rík- isstjórnir næstu ára setji sér það sem markmið að haga fjárfest- ingum sínum þannig að þær séu arðbærar og þær arðbærustu hafi forgang. Í þannig umhverfi þrifist minni spilling en verið hef- ur til þessa og fjármagnið nýttist okkur öllum betur. Ég vona að skattastefna stjórnvalda verði ekki til þess að skerða möguleika atvinnulífsins til að skapa fleiri störf – við þurf- um fleiri arðbær störf til að geta unnið okkur út úr skuldafeninu. Það verður ekki gert með öðrum hætti. Áfram Ísland! Ný störf á Íslandi Eftir Agnar Kofoed-Hansen » Það getur kostað600 til 1.000 millj- ónir króna að skapa starf í traustu og var- anlegu fyrirtæki, hvort sem það er ál- ver eða sprotafyr- irtæki. Agnar Kofoed-Hansen Höfundur er rekstrarverkfræð- ingur, MSc.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.