Morgunblaðið - 04.11.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.11.2009, Qupperneq 18
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur JÓLAGJAFIR FRÁ FYRIRTÆKJUM Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfs- fólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 12. nóvember. Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskipta- vinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. HINN 8. október 2008 hóf ríkisstjórn Stóra-Bretlands efna- hagslega árás á Ísland í sjö liðum: 1. Kyrrsettar eignir Landsbankans með hryðjuverkalögum og hann settur í þrot. 2. Fjáreignir íslenska ríkisins, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits, kyrrsettar. 3. Eignir Kaupþings SF í Bretlandi teknar og hann settur í greiðslu- stöðvun. 4. Eignir annarra íslenskra aðila í Bretlandi kyrrsettar. 5. Óhróðursherferð gegn Íslend- ingum. 6. ESB fengið til liðs við Bretastjórn við að neyða Ísland til að sam- þykkja ríkisábyrgð. 7. Bretar leita aðstoðar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og fleiri við að rukka Íslendinga. Þeirri spurningu er enn ósvarað af hverju Bretastjórn gerði allsherj- arárás á íslenska bankakerfið. Lang- sótt er að hún hafi verið að bregðast við aðsteðjandi þjóðarneyð Bret- lands. Ef hún var að skapa fordæmi var fjandsamlegt að draga efnahag heillar þjóðar í svaðið í aðgerðinni. Í þeirri lykilstöðu sem Bretastjórn var, þar sem helstu bankaviðskipti Íslands fóru í gegnum London, mátti henni vera ljóst að hún var að baka bandalagsþjóð gífurlegan efnahags- legan skaða þegar hún lokaði á fjár- málaviðskiptin og meðhöndlaði ís- lenskar fjármálastofnanir sem hryðjuverkasamtök. Frysting eigna Seðlabankans sýnir að aðgerðunum var beint gegn almannahagsmunum Íslendinga en ekki aðeins hluta- félagabönkum. Af hverju bar Bretastjórn rangar sakir á Ísland? Fimmti liðurinn var að Breta- stjórnarráðherrar komu fram í ein- um útbreiddasta fjölmiðli heims og báru það út að „… Ís- land ætlaði ekki að standa við sínar skuld- bindingar …“. Þar áttu þeir við ríkisábyrgð á innlánum en í þeim reglum sem bankakerf- ið á EES-svæðinu starfaði eftir var tekið fram sérstaklega að ekki væri ríkisábyrgð á bankainnistæðum. Bresku ráðherrarnir voru því að hafa Íslend- inga fyrir rangri sök. Enn er ekki vitað hvort um var að ræða viljandi mistúlkun á banka- reglunum eða hvort búið var að und- irbúa að ESB breytti reglunum Bretum í hag. Í óhróðrinum var líka beitt aðdróttunum um óeðlilega starfsemi íslensku bankanna. En ef eitthvað ólöglegt hefði verið á ferð- inni voru til önnur lagaleg meðul hjá Bretastjórn en að reka íslenska bankakerfið í strand með hryðju- verkalögum og óhróðri. Bretastjórn og ESB ganga á bak EES-samningsins Í sjötta lið árásarinnar fékk Bretastjórn ESB í lið með sér til þess að þvinga ráðherra Íslands til að lofa ríkisábyrgð á innistæðum í bönkunum sem Bretastjórn hafði þá gerspillt. Með þessu breytti ESB reglum EES-samningsins aft- urvirkt. Þar með höfðu Bretar og ESB brotið grunnþætti (frjálst flæði) og reglugerð (94/19/EC) EES-samningsins. Ísland hafði full- nægt öllum skuldbindingum samn- ingsins og komið á fót innistæðu- tryggingakerfi. Lærdómurinn Varasamt er að einskorða við- skipti landsins í svo miklum mæli sem verið hefur við eitt svæði og sér- staklega hættulegt er að treysta á eina fjármálamiðstöð. Íslendingar höfðu verið í þeirri trú að ESB mundi standa við EES-samninginn. Hann reyndist ónothæfur fyrir Ís- land, kallaði á neyðarúrræði og var þverbrotinn og þarf því að endur- skoða Eigin peningamálastjórn og gjaldmiðill bjargaði því sem bjarg- að varð. Íslendingar hefðu misst þau tök sem eftir stóðu á sínum peningamálum og fyrirtækjarekstri í kjölfar árásarinnar ef treysta hefði þurft á seðlabanka ESB og evru sem gjaldmiðil. Seðlabanka Ís- lands tókst að halda gjaldeyr- isviðskiptum gangandi og mik- ilvægar fjármálastofnanir stóðu af sér hrunið. Íslensk stjórnvöld lofuðu við neyðarlagasetninguna að tryggja íslenskar innistæður, sem talið var nauðsynlegt til að forðast neyðar- ástand, og hefur af þeim sökum ver- ið hótað málsókn. En enginn dóm- stóll hefur úrskurðarvald um neyðarlög né heldur álitamál milli EFTA og ESB svo dómsorð EFTA-dómstólsins eða annarra dómstóla hefðu lítið gildi. Öll full- valda ríki geta sett neyðarlög og nýtt sér neyðarréttinn sé hætta á þjóðarneyð. Neyðarlög geta eðli sínu samkvæmt leitt til mismun- unar og afnumið eða breytt lögum og reglum. Efnahagsárásir á lýðveldistím- anum nálgast brátt tuginn. Októ- berárásin 2008 var af nýjum toga. Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn gert bótakröfur á Bretastjórn fyrir spillingu íslensks þjóðarhags og mannorðs. Bæturnar verða mjög háar verði réttlætis gætt. Mestu máli skipti að grunnatvinnuvegirnir stóðu af sér árásina. Þeir byggjast á landföstum gæðum og mann- virkjum Íslands sem erlent vald getur ekki ráðstafað meðan Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Lærdómurinn af októberárásinni 2008 Eftir Friðrik Daníelsson » Þeirri spurningu er enn ósvarað af hverju Bretastjórn gerði allsherjarárás á ís- lenska bankakerfið. Friðrik Daníelsson Höfundur er verkfræðingur. NÝLEGA tók ég við sem bæjarstjóri Seltjarnarness eftir að hafa verið bæj- arfulltrúi í sjö ár. Ég leita nú eftir því að verða valinn oddviti Sjálfstæðisflokksins á Nesinu í komandi prófkjöri 7. nóvember næstkomandi. Seltjarnarnesið er gott bæjarfélag. Það hafa íbúar sveitarfélagsins staðfest í viðhorfskönnunum, m.a. með mikilli ánægju með hátt þjón- ustustig og lágt útsvar. Verkefnin framundan eru að byggja á þess- um trausta grunni með það að markmiði viðhalda Seltjarnarnesi í fremstu röð meðal bæjarfélaga landsins, sem bæjarfélagi þar sem best er að búa. Sveitarfélög landsins standa mörg hver frammi fyrir því gríð- arlega erfiða viðfangsefni að ná saman fjárhagsáætlunum fyrir ár- ið 2010. Enda þótt fjármálastjórn og fjárhagsstaða Seltjarnarnes- bæjar sé með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu skiptir engu að síður miklu máli að gæta aðhalds og draga úr kostnaði á komandi misserum án þess þó að það bitni á grunnþjón- ustu bæjarfélagsins. Við glímum við minnkandi tekjur og vaxandi kostnað. Það eru m.a. afleiðingar efnahags- og banka- hrunsins. Óhjá- kvæmilegt er að óum- flýjanlegar aðhaldsaðgerðir bitni á ýmsum þáttum í rekstri bæjarfélags- ins. Aðalatriðið er þó að okkur takist að verja grunnþjón- ustuna, fresta fram- kvæmdum og sníða bænum al- mennt þrengri stakk en verið hefur. Þetta eru meginverkefnin þar til storminn lægir. Við hér á Nesinu þurfum og getum varið þá góðu stöðu sem byggð hefur verið upp. Við munum á næstunni leggja fram fjárhags- áætlun fyrir árið 2010, sem taka mun mið að hinum nýja veruleika sem öll þjóðin glímir við um þess- ar mundir. Undirstaðan er sterk. Eign- astaðan er traust. Þó að það verði mikil áskorun og krefjandi verk- efni að viðhalda jafnvægi í rekstri bæjarins er framtíðin björt. Ég lít ekki á þetta sem átaksverkefni til eins eða tveggja ára, heldur miklu frekar sem markvissa og stöðuga þriggja til fjögurra ára áætlun, þar sem leitað verður til bæjarbúa um samstöðu um erfiðar ákvarð- anir. Við þurfum öll að standa saman sem einn maður svo takast megi að standa vörð um þjón- ustustigið, sem allir bæjarbúar eiga að njóta, ungir sem aldnir. Samstaðan mun létta róðurinn. Sem bæjarfulltrúi undanfarin sjö ár og þátttakandi í fé- lagsmálum á Nesinu um langt ára- bil hef ég öðlast víðtæka reynslu og þekkingu sem nýtist í starfinu. Ég hef brennandi áhuga bæj- armálunum og hag sveitarfélagsins íbúum til áframhaldandi heilla. Á erfiðum tímum þarf sterka forystu og mikla ráðdeild við stjórnun fjármála. Ég tel mig í stakk búna til að veita bænum þessa nauðsynlegu forystu. Þess vegna býð ég mig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjörinu laug- ardaginn 7. nóvember. Undirstaðan er sterk og framtíðin björt Eftir Ásgerði Halldórsdóttur » Við þurfum öll að standa saman sem einn maður svo takast megi að standa vörð um þjónustustigið, sem allir bæjarbúar eiga að njóta, ungir sem aldnir. Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.