Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 ÍSLENSKA þjóðin þarf á endurhæfingu að halda. Við höfum verið niðurlægð. Póli- tíkusar, eftirlitsaðilar og atvinnurekendur ofmátu möguleika Ís- lands í samkeppni þjóðanna. Við létum blekkjast af hroka og miskunnarleysi. Hættum að velta okkur upp úr íslenska hruninu, áður undrinu. Þjóðin er úrvinda og þarf að skipta um gír, sækja fram og rifja upp allt það jákvæða sem einkennir land og þjóð. Þjóðin er ein stór fjölskylda þar sem hver og einn er með sinn rekstrar- og efnahagsreikning. Al- þingi er einskonar ígildi foreldr- anna, sem horft er til með von í brjósti um að sátt náist á heim- ilinu og öryggi barnsins sé tryggt. Ómálefnaleg umræða, ofsafengið rifrildi, hróp, frammíköll, niðrandi setningar, fúkyrði, endalaus um- ræða um fortíðina, sökina og smánarlega lítil umræða um tæki- færin og endurhæfingu þjóð- arinnar framkallar kvíða, örygg- isleysi og vanlíðan sem er ekki góð uppskrift að andlegri upp- byggingu fjölskyldunnar. Eflum samkennd Eitt meginhlutverk ráðamanna landsins er að hámarka vellíð- an þjóðarinnar. Þegar þjóðarskútan siglir í lífsins ólgusjó er það synd og skömm að stjórnarsinnar og stjórnarandstaða skuli ekki hafa komist að samkomulagi um sigl- ingastefnuna. Allir flokkar áttu að axla ábyrgð og taka bein- an þátt í Icesave-málinu. Þá hefðu allir verið upplýstir frá fyrstu hendi um samningsmöguleikana hverju sinni. Að auki áttu allir flokkar þingsins að koma að fjár- lagagerð og móta fjárlagastefnuna miðað við ríkjandi ástand. Það þarf nýja hugsun. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Umræðan á Alþingi á að sameina og styrkja íslenska þjóð ekki sundra henni og blekkja. Umræð- an á ekki að hafa þau áhrif að ota hagsmunaaðilum saman í illvígar deilur samanber ræðu félagsmála- ráðherra á þingi ASÍ nýverið. Um- ræðan á að vera hvetjandi og upp- byggjandi til að auðvelda ákvörðunartöku um allt þjóðfélag- ið. Verkefni Alþingis, ríkisstjórn- arinnar, fjölskyldna og fyrirtækja hafa sjaldan eða aldrei verið flóknari og umfangsmeiri en nú. Vandamálin/verkefnin eru ekki bara fjárhagslegs eðlis. Þjóðin er mjög ósátt. Hún þarf á andlegri hvatningu og andlegri þjálfun að halda til þess að flýta fyrir end- urreisn Íslands. Endurhæfum okkur Ég hvet því Alþingi og rík- isstjórnina til að hefja markvissa andlega og líkamlega endurhæf- ingu þjóðarinnar. Formlegt tákn- rænt upphaf verkefnisins yrði er Alþingi og ríkisstjórn settust sam- an t.d. á námskeið sem kennt er í EHÍ er kallast „Lausnamiðuð nálgun í lífi og starfi“, þar sem sjónarhornið eða áherslan er á lausnina en ekki vandann, lausna- tal í stað vandamálatals. Nám- skeiðið fari fram á þingfundi í beinni lýsingu í sjónvarpi sem hluti af gagnsæi og hvatningu þingsins til þjóðarinnar. Nám- skeiðið var mér hvatning og góð lexía á lausnamiðaðri leið í gegn- um lífið. Sameinað Alþingi og ríkisstjórn samþykki fjármögnun um end- urhæfingu þjóðarinnar þar sem ríki, sveitarfélög og fyrirtæki eru hvött til að boða til fundar með íbúum landsins. Fundarefnið yrði: „Hvernig getum við aukið vellíð- an þjóðarinnar?“ Þessi hópvinna/ umræða yrði okkur öllum holl og myndi hvetja okkur til dáða. Sameinað Alþingi og ríkisstjórn hvetji þjóðina til að taka þátt í al- mennu félagsstarfi m.a. til að styrkja samheldni þjóðarinnar. Sameinað Alþingi og ríkisstjórn komi reglulega fram með hnit- miðaðar upplýsingar til almenn- ings með markvissum og læsileg- um hætti um stöðu og horfur Íslands til leiðbeiningar fyrir íbúa og hagsmunaaðila. Að lokum Íslensk útrás á og átti rétt á sér en ekki á þann hátt sem við höfum reynslu af. Hættum að tala um að útrás á erlenda markaði sé neikvæð, gerum orðið útrás aftur að einhverju jákvæðu í huga fólks. Við höfum nóg fram að færa tengt auðlindum okkar, reynslu, menntun og lífsins gæð- um. Hrunið varð okkur dýrt en einnig dýrmætt. Við getum eign- fært reynsluna og miðlað henni til komandi kynslóða jafnt heima og erlendis sem víti til varnaðar. Á einni nóttu var þjóðinni kippt niður á jörðina og verðmætamat okkar breyttist til hins betra að mínu mati. Við erum skuldug þjóð, en við megum ekki gefast upp á því að skapa hér þjóð sem er sátt við lífið og tilveruna. Gleðjumst yfir hverju jákvæðu spori í átt að aukinni vellíðan og sjálfstrausti þjóðarinnar. Æfum okkur að hugsa já- kvætt. Við getum aldrei tapað á því, þrátt fyrir erfiðar aðstæður hvers og eins. Stefnum að því að vera fyr- irmyndarþjóð og endurheimtum virðingu og sjálfstraust okkar með einföldum lausnum sem kosta ekkert, með breyttu upp- byggjandi hugarfari. Farsæl ákvarðanataka okkar allra á end- anum skilar sér svo aftur í já- kvæðum formerkjum rekstrar- og efnahagsreiknings Íslands hf. Ráðamenn, fáið þjóðina til að svara spurningunni: Hvernig getum við aukið vellíðan okkar? Ég treysti íbúum landsins til að koma með raunhæfar lausnir til leiðbeiningar fyrir sig og ráðamenn þjóðarinnar. Lúin þjóð í landi tækifæranna – Sækjum nú fram Eftir Sturlaug Sturlaugsson »Ég hvet því Al- þingi og rík- isstjórnina til að hefja markvissa and- lega og líkamlega endurhæfingu þjóð- arinnar. Sturlaugur Sturlaugsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Íþróttabandalags Akraness. Í ÆVIMINN- INGUM Ólafs Ketils- sonar bifreiðarstjóra á Laugarvatni, Á miðjum vegi í manns- aldur, og Guðmundur Daníelsson skráði, segir Ólafur, sem fæddist og ólst upp á Álfsstöðum á Skeið- um, á einum stað frá því er boðað var til dansleikjar í samkomuhúsi Skeiða- manna á Húsatóftum á ofanverð- um þriðja áratug aldarinnar sem leið. Þar sté ung skáldkona, Rósa B. Blöndals í Framnesi, þá nýlega fermd, í ræðustól og flutti fólkinu frumsamin ljóð, á meðan harm- óníkuleikarinn kastaði mæðinni. Rósa, sem þá var íklædd upphlut, með stokkabelti af gulli, var að al- mannaviti talin undrabarn að skáldgáfu, svo að ljóðmælin streymdu sem áreynslulaust af vörum hennar. Frú Rósa fæddist í Reykjavík árið 1913, dóttir hjónanna Björns Blöndal Jónssonar og Jóhönnu Jónsdóttur. Hún nam á Laug- arvatni og lauk prófi frá Kenn- araskóla Íslands 1934. Síðar stund- aði hún kennslustörf víða um land, var ýmist kennari eða skólastjóri m.a. í Súðavík, Skerjafirði, Ása- skóla í Gnúpverjahreppi, á Drangsnesi og Stað í Steingríms- firði. Eiginmaður frú Rósu var síra Ingólfur Ástmarsson (1911-1994), sem sóknarprestur var á Stað í Steingrímsfirði 1943-48, á Mosfelli í Grímsnesi til 1957, en biskupsrit- ari síðan um árabil, uns hann tók aftur við embætti á Mosfelli haust- ið 1967 og gegndi til ársloka 1981. Höfundur þessarar nýju ljóða- bókar hefur samið fjölda annarra rita, þar á meðal kvæðabækurnar Þakkir (1933), Fjallaglóð (1966), Flúra lúra lýra (1998), Hátíðarljóð á Þorláksmessu (1998) og Íslands aldar árþúsunda-aldamót (2000). Þá skrifaði hún skáldsöguna Lífið er leikur (1938), gaf út þrjú erindi um náttúruvernd (1967), ritaði stórmerka og nýstár- lega bókmenntarýni, Leyndar ástir í Njálu (1987) og setti saman bókina Skáld-Rósa (1989), sem er mjög læsileg ævisaga nöfnu hennar, Rósu Guð- mundsdóttur (1795- 1855) skáldkonu, er um skeið bjó á Vatns- enda í Vesturhópi, en margar vísur hennar lifa enn góðu lífi á vörum þjóðarinnar. Í Sálmabók íslensku kirkjunnar á frú Rósa sálminn nr. 169, Ljómi Guðs veru líður nú/um landsins fjallasal, og hygg ég að hann muni lengi halda nafni hennar á loft. Síðan Ólafur heitinn Ketilsson hlustaði á Rósu Björnsdóttur Blön- dals lesa upp kvæði sín á Húsa- tóftum forðum, hálfþrítugur að aldri, hefur mikið vatn runnið til sjávar, enda liðin rúm 80 ár frá því þetta var. Núna, hátt á tíræð- isaldrinum, lætur skáldkonan eng- an bilbug á sér finna, heldur rær enn ótrauð út á sónarsvið. Ljóðið heldur áfram að vitja hennar eins og fyrrum – og bera blóm; hún slær lútu sína af listfengi og stillir oft bordúninn hátt. Rúmsins vegna er þess ekki kostur að fjalla hér um einstök ljóð í löngu máli. Sum kvæðanna í bókinni orti Rósa ung að árum. Gott dæmi um það er Pourquoi pas? langt og átakanlegt kvæði um miskunnarlaus örlög, sem hún kvað aðeins 23ja ára, og ber glampandi ljóðgáfu og ríkum skáldmetnaði glöggt vitni. Þá get ég ekki stillt mig um að nefna minningaljóðin um eiginmann Rósu, síra Ingólf Ástmarsson, og son þeirra, Sigurð Örn Ingólfsson (1935-2001), sem bæði eru ort af ást og söknuði, næmi og innileika. Af sama toga er snilldarleg fer- skeytla um Ragnheiði Katrínu Hafstein Arnardóttur, sonardóttur frú Rósu, sem reynst hefur ömmu sinni ómetanleg stoð og stytta í hennar aldurdómi. Hnitmiðað og sterkbyggt er líka ljóðið um Jar- þrúði Nikulásdóttur, húsfreyju í Framnesi á Skeiðum, fósturmóður frú Rósu, sveipað blámóðu minn- inganna, en þær eru sú eina Para- dís sem aldrei er hægt að reka okkur út úr. Þar í er þetta: Þú gekkst með mér um línur ljóðs og lyftir sál til hæða, þú bjóst við margföld efni óðs í efstu sölum kvæða. Í fjallabæ var fátt um seim en fjöldi stefs og bögu. Í þínum innra yndisheim varð allt að mynd og sögu. En það, sem við fyrsta lestur snart mig dýpst í þessari fallegu ljóðabók, er þýðing frú Rósu á enska kvæðinu Bedtime (Hátta- tími) eftir Ralph M. Jones. Þetta er dásamlegur og óviðjafnanlegur söngur um ástina og dauðann. Frú Rósa nær efni ljóðsins og seiðandi bragarhættinum, músíkinni í text- anum, af mikilli leikni og skáld- legri viðkvæmni. Með angurværð er horft er um öxl til yngri áranna, þegar lífið var jafn barmafullt af fyrirheitum og það er nú af minn- ingum, svo að ratar beint inn að hinum leyndu strengjum manns- hjartans, sem eru að sama skapi raunverulegir sem þeir eru óút- skýranlegir. Kvæðið hefst svona: Þín fagra minning leitar mín umliðin ár, er lauk ég verki seint og heyrði ylspor þíð, en síðan hógvært andvarp og þú hvíslar blítt um háttutíð. Síðasta erindið hljóðar svo: Ef stæðir þú hér, yndi liðins ævidags og orðin blíð um háttinn segðir þú hjá mér, hve fegin léti ég frá mér allt og færi strax í fylgd með þér. Svona yrkir aðeins góðskáld. Kveðjur – ný ljóðabók Rósu B. Blöndals Eftir Gunnar Björnsson » Ljóðið heldur áfram að vitja hennar eins og fyrrum – og bera blóm. Gunnar Björnsson Höfundur er prestur. BLOGGARI Morg- unblaðsins sem felur sig bakvið nafn Stak- steina sagði fyrir nokkrum dögum: „geta stjórnmálamenn látið eins og þeim komi ekki við ef banki sem ríkið hefur stjórn á ætlar hugsanlega að afskrifa milljarðatugi fyrir helstu fjár- sýslumenn landsins en leyfa þeim samt að halda eign sinni“. Fyrir of- an bloggtextann var mynd af Jóni Ásgeiri, syni mínum. …„að afskrifa milljarðatugi…..“ Hvaðan hefur bloggarinn þessar upplýsingar? Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram, að viðræður eiga sér nú stað við Nýja Kaupþing banka hf. um málefni Haga. Viðræðurnar eru í eðlilegum farvegi. Gert er ráð fyrir að erlendir fjárfestar komi með verulegt nýtt fé inn í félagið. Það fé verður nýtt til að gera upp skuldir 1998 með staðgreiðslu, auk þess sem bankinn eignast hlutafé í 1998 ehf. Með því er hámarksend- urgreiðsla til bankans tryggð. Eng- ar afskriftir verða á skuldum Haga hf., sem voru endurfjármagnaðar nú í október. Það er ekkert óeðlilegt við það, að bankinn vinni með núverandi eigendum, sem þekkja félagið og hafa stofnað til góðra viðskipta- sambanda í gegnum áratugi, enda um verðmætar eignir að ræða. Það getur skipt máli fyrir framtíð- arvirði þeirra. Og auðvitað er það von manna að þessi endur- skipulagning verði til þess að allar kröfur Kaupþings innheimtist að lokum. Öll fyrirtæki í landinu þurfa tíma og endurskipulagningu til að halda áfram. Bloggarinn fyrrnefndi heldur áfram á sömu nótum og segir „hvar er Jóhanna Sigurðardóttir þegar útlit er fyrir að banki í umsjá ríkisins ætli að afskrifa tug- milljarða skuldir á tiltekna við- skiptajöfra? Getur verið að for- sætisráðherra landsins hafi enga skoðun á því, hvort stærstu leik- menn fjármálalífsins síðustu árin eigi að fá meiri og betri fyr- irgreiðslu en hinn al- menni maður?“ Nú man ég ekki bet- ur en nefndur forsætis- ráðherra hafi í ræðu sinni á síðasta flokks- stjórnarfundi Samfylk- ingarinnar bent á, að Davíð Oddsson, rit- stjóri, hefði kostað þessa þjóð a.m.k. kr. 300.000.000.000. Forsætisráðherra er ekki vanur því að fara með stað- lausa stafi. En auðvitað hefur moggabloggarinn ekki áhuga á þessum tölum. Það eru allir að leggja sig fram og gera sitt ýtrasta til að leysa mál- in og skapa vinnufrið í kringum Haga, svo starfsmenn geti einbeitt sér að því sem þeir gera best, að reka fyrirtækið og þjóna við- skiptavinum sínum. Hjá Högum starfa um 2000 manns og þetta fólk hefur orðið fyrir endalausu áreiti síðustu árin. Það vakti athygli mína í fréttum á dögunum, að útgerð- armenn nota þau rök meðal annars gegn upptöku aflaheimilda, að sjó- menn og annað starfsfólk í sjávar- útvegi verði uggandi um sinn hag og líði illa í vinnunni. Hvað má okk- ar starfsfólk segja? Og ekki rísa nein samtök upp og verja fyr- irtækin eða starfsfólk þess. Það virðist vera þannig, að sé sama vitleysan sögð nógu oft fer fólk að trúa henni og gildir þá einu hver sannleikurinn er. Hafa skal það sem sannara reynist Eftir Jóhannes Jónsson Jóhannes Jónsson » Forsætisráðherra sagði í ræðu að Dav- íð Oddsson hefði kostað þjóðina a.m.k. kr. 300.000.000.000. Auðvit- að hefur Moggablogg- arinn ekki áhuga á þeim tölum. Höfundur er stofnandi Bónuss og stjórnarformaður Haga hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.