Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 20

Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 ✝ Lis Pálson, f. Nel-lemann, fæddist í Álaborg í Danmörku, 25. janúar 1921. Hún lést í Reykjavík 29. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin Nic. Nellemann mæl- ingarverkfræðingur, f. 20. febrúar 1892, d. 16. ágúst 1976, og Margrethe f. Lund, f. 15. janúar 1892, d. 15. mars 1976. Lis var ein átta systkina, sem öll eru látin. Hinn 20. desember 1940 giftist Lis Zóphóníasi Pálssyni, mæling- arverkfræðingi og síðar skipulags- stjóra ríkisins, f. á Hvanneyri 17. apríl 1915. Foreldrar hans voru Páll Zóphóníasson, alþingismaður og búnaðarmálastjóri, f. 18. nóv- ember 1886, d. 1. desember 1964, og Guðrún Hannesdóttir, f. 11. maí 1881, d. 11. nóvember 1963. Lis og Zóphónías eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: 1) Páll, bygg- ingatæknifræðingur, f. 12. júlí 3) Bjarki, arkitekt, f. 13. júní 1946, kvæntur Ulrike Baierl, f. 6. september 1948. Þeirra börn eru a) Magnús Daníel, f. 23. júní 1975, b) Jakob Nicolai Basil, f. 24. apríl 1980. 4) Margrét, myndlist- armaður, f. 13. október 1953. Gift- ist Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni. Þau skildu, Þau eiga eina dóttur, Júlíu. f. 20. október 1986. Lis kynntist Zóphóníasi þegar hann var í starfsnámi hjá föður hennar í Álaborg. Þau giftust árið 1940 og bjuggu síðan í Kaup- mannahöfn og Óðinsvéum, uns þau sigldu til Íslands með Esjunni í fyrstu ferð hennar eftir síðari heimsstyrjöldina árið 1945. Heimili þeirra hefur síðan verið í Eskihlíð í Reykjavík í rúm 60 ár. Lis lauk stúdentsprófi en síðan tóku við húsmóðurstörf, en fyrstu búskaparárin var Zóphónías oft við störf fjarri heimilinu. Lis kenndi dönsku í Menntaskólanum í Reykjavík og síðar Háskóla Ís- lands. Annaðist hún slíka kennslu í 12 ár og hafði mikla ánægju af. Lis var stofnfélagi í Dansk Kvin- deklub og sat m.a. í fyrstu stjórn félagsins. Útför Lis fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 4. nóvember, kl. 15. 1942, kvæntur Ás- laugu Hermannsdótt- ur, f. 6. ágúst 1943. Börn þeirra eru: a) Zóphónías, f. 8. febr- úar 1967, b) Sigríður, f. 2. júlí 1969, hennar maður er Karl Hjálmarsson, og eiga þau einn son, með fyrri sambýlismanni Hallvarði Þórssyni á hún einn son, c) Sif, f. 22. apríl 1974, maður hennar er Grímur Jónsson, þau eiga tvö börn. 2) Hjalti lögfræð- ingur, f. 20. febrúar 1944, kvæntur Sigrúnu Þóru Haraldsdóttur kenn- ara, f. 22. janúar 1944. Þeirra börn eru: a) Ágústa Þóra, f. 12. júní 1964, hennar maður er Gunnar Hilmarsson, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn, b) Haraldur Ás- geir, f. 30. október 1965, var kvæntur Huldu Styrmisdóttur, og eiga þau þrjá syni, c) Anna Lis, f. 12. maí 1969, d) Hjördís Björk, f. 17. júní 1981. Með söknuði kveð ég Lis, tengda- móður mína til 45 ára. Hún var mjög elskuleg kona, jákvæð og hafði góða nærveru, greind og skemmtileg. Lis ólst upp í Álaborg í Danmörku í stórum systkinahópi. Á sumrin bjó fjölskyldan í Sæby á Norður-Jót- landi þar sem foreldrar hennar keyptu stórt landsvæði og ræktuðu upp. Þar voru gróðursett alls konar ávaxtatré auk annarra trjáa og einn- ig var þar fallegur rósagarður. Í dag er þessi lystigarður opinn almenn- ingi og vel þekktur í Danmörku sem Nellemanns have. Það hafa því verið mikil viðbrigði fyrir Lis þegar þau Zóphónías fluttu til Íslands árið 1945, burt frá fjöl- skyldunni og til lands þar sem gróð- ur var af skornum skammti. En hún undi hag sínum vel á Íslandi. Þau Zóphónías voru alla tíð mjög ham- ingjusöm hjón og áttu því láni að fagna að fá að eldast saman við ágæta heilsu. Þau voru einstaklega samrýnd og eftir að Zóphónías lét af störfum má segja að þau hafi verið saman öllum stundum. Þau lifðu mjög heilsusamlegu lífi, syntu og fóru í langa göngutúra daglega hvernig sem viðraði. Lis var mjög myndarleg húsmóðir og sinnti heimilinu af alúð. Heimilið var ávallt mjög snyrtilegt og hafði mjög danskt yfirbragð. Hjá henni varð hvert boð að veislu, dekkað upp með dönsku postulíni og silfri af fín- ustu gerð og hjá henni lærðu barna- börnin fljótt góða borðsiði. Við höf- um í gegnum tíðina fengið að njóta hennar góðu rétta og munum áfram njóta góðs af uppskriftunum. Af nógu er að taka, má þar nefna lifr- arkæfuna, rjómaröndina, eplakök- una, Liskökurnar og ekki síst kransakökuna sem hún bakaði fyrir fermingar, skírnir og aðra tyllidaga. Ég þakka Lis fyrir ánægjulega viðkynningu og færi Zóphóníasi og börnum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Haraldsdóttir. Amma Lis og afi Zóphi hafa búið í Eskihlíðinni í meira en hálfa öld. „Eskihlíðin“ hefur verið mikilvægur staður í lífi okkar og þótt gaman hafi verið að fara til ömmu og afa sem barn hefur verið jafnvel ennþá ánægjulegra að heimsækja þau full- orðinn. Margar góðar minningar eru tengdar heimsóknum í Eskihlíð. Í kaffi- og matarboðum voru reiddar fram miklar kræsingar og þess gætt að allir fengju örugglega eitthvað gott og nóg af því. Og þótt bara væri kíkt inn á hraðferð passaði amma alltaf upp á að eitthvað væri í boði fyrir gestina. Sumir réttirnir eins og lifrarkæfan og rjómaröndin eiga ekki sinn líka. Og ekki gerði amma mikið úr fyrirhöfninni en það sem hún tók sér fyrir hendur var ekki bara vel gert heldur líka af miklum dugnaði og krafti. Það leyndi sér ekki heldur að amma Lis kunni vel að meta góðan mat. Í barnaafmælum eða öðrum fjölskylduboðum var hrósið hvergi sparað yfir kökum eða öðrum réttum sem við buðum upp á. Oftar en ekki sagði hún okkur að það sem var í boði væri það besta sem hún hefði smakkað. En það sem gerði heimsóknirnar í Eskihlíð ennþá ánægjulegri voru móttökurnar hjá ömmu og afa en alltaf var tekið á móti okkur með brosi á vör, athygli og hlýju. Alltaf spurt um hvernig skólinn gengi og fylgst vel með því sem var í gangi í lífinu á hverjum tíma. Og þrátt fyrir að afkomendunum hafi fjölgað, eftir að börn okkar og hinna barna- barnanna hafa bæst í hópinn, hefur alltaf verið fylgst þeim af mikilli at- hygli. Við eigum líka frábærar minning- ar frá Sæby, þar sem amma „long“ og afi „long“ í Danmörku, foreldrar ömmu Lis, áttu sumarhús og við dvöldum reglulega í æsku. Þar kynntumst við Danmörku og danska hluta fjölskyldunnar, en bæði börn og aðrir afkomendur ömmu Lis hafa haft mjög sterkar taugar til Dan- merkur og hafa margir þeirra búið þar til lengri eða skemmri tíma. Þannig hefur þessi danski fjórðung- ur í okkur systkinunum verið aðeins stærri í raun. Nokkuð er síðan amma og afi fóru síðast til Danmerkur en amma fylgdist vel með þjóðlífinu í Danmörku af dagblöðum og sjón- varpi. Sjálfsagt hefði hún viljað koma oftar þangað síðari árin. Amma Lis var af góðu fólki komin. Gestrisni, kurteisi, jákvæðni og lip- urð í samskiptum við annað fólk var henni eðlislæg. Amma var alltaf í góðu skapi og kvartaði aldrei. Helst fór í taugarnar á henni þegar fólk kunni ekki mannasiði en á sama hátt fannst gott að sjá þegar fólk kunni sig. Hún var greind og átti auðvelt með nám og minntist oft á hversu gaman hún hefði af stærðfræði. Hún var vel inni í flestum hlutum, fylgdist vel með þjóðmálum, heimsmálum og menningu og hafði sérstaklega gam- an af bókmenntum og tónlist. Hún hafði yndi af því að vera innan um annað fólk og naut þess að spila, en púkkið er ómissandi hluti af jóla- minningunum úr Eskihlíð. Amma og afi kynntust í Dan- mörku og fluttu til Íslands í lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Á sama hátt og afi varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast ömmu Lis var það án efa mesta hamingja ömmu að kynnast afa Zópha. Þau áttu ham- ingjusamt og kærleiksríkt líf saman og nutu þess að vera saman allt fram á síðasta dag. Samband þeirra var einstakt. Við systkinin kveðjum ömmu Lis með miklum söknuði. Ágústa, Haraldur, Anna Lis og Hjördís. Mörg fegurstu blóm Danmerkur hafa komið til Íslands og fest hér rætur. Oftar en ekki komu þau til landsins í fylgd íslenskra karlmanna sem sóttu sér menntun sína í Dan- mörku og lögðu þar með grunninn að framtíðinni. Lis Nelleman var eitt þessara fallegu blóma, fíngert og smávaxið en harðgert með sterka rót. Hún kynntist Zophóníasi ung að árum er hann hóf vinnu eftir verk- fræðinám hjá föður hennar í Ála- borg. Þau fluttu til Íslands stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina. Árin á Íslandi urðu því æði mörg. Lis var lengst af heimavinnandi húsmóðir en aðstoðaði við þýðingar og kenndi dönsku í mörg ár bæði í Mennta- skóla og við Háskóla Íslands. Við Lis, fyrrverandi tengdamóðir mín, áttum samleið í rúma þrjá ára- tugi. Hún var mér einstakur vinur og ég bar alla tíð mikla virðingu fyrir henni. Mínar bestu minningar um Lis tengjast skemmtilegum sam- verustundum þá sérstaklega á heim- ili þeirra Zóphonísar í Eskihlíð 8, þar sem hún stýrði öllu af mikilli rögg- semi og alúð. Lis var trú sínum upp- runa og því danskt yfirbragð á flest- um hlutum hvort heldur var um að ræða matreiðsluna, siðina eða bara það að njóta augnabliksins. Sumt af þessu virkaði í upphafi kynna okkar mjög framandi fyrir ungan mann af Suðurnesjunum en Lis kenndi mér fljótt að njóta danskra dásemda. Uppskriftir frú Lis eru í handskrif- uðum uppskriftarheftum sem marg- ir hafa fengið að njóta og nýta langt út fyrir hennar eigin rann. Þar er sennilega frægust kæfan (leverpås- teg) hennar Lis. Lis kenndi mér margt um matargerð, m.a. að nota saltsíld og útbúa ýmsa síldarrétti sem hún gerði af sömu natninni og allt annað. Hér á árum áður ferðað- ist ég töluvert með þeim hjónum og var þá hver dagur eins og góð kennslustund. Þau miðluðu stöðugt af þekkingu sinni um viðkomandi staði hvort heldur það var menning, saga eða annað. Það voru mér for- réttindi að fá slíkar kennslustundir og lyfti það ferðalögunum á töluvert hærra plan. Lis lést í hárri elli og hafði verið tiltölulega heilsuhraust. Að ná svo háum aldri er ekki sjálfgefið en margir samverkandi þættir hjálpa til. Þeir sem höfðu sennilega mikil áhrif á Lis voru heilsusamlegt líferni bæði í formi hreyfingar og mataræð- is, gott skopskyn, stöðug heilaleik- fimi, fróðleiksfýsn, miðlunarþörf, ástríkt hjónaband og stór og góður afkomendahópur. Banalegan varð stutt enda var Lis ekki fyrir það að láta stjana í kringum sig, hún vildi ávallt gefa, en sem minnst þiggja. Lis gaf mikið af sér og er það vega- nesti greypt inn hjá hverjum og ein- um. Júlía, dóttir mín, og amma Lis urðu mjög nánar og ber að þakka hversu langan tíma þær fengu sam- an. Ég er henni þakklátur fyrir öll þau fræ sem hún sáði í garðinn henn- ar Júlíu minnar, þau munu halda áfram að spíra og dafna um ókominn tíma. Ég veit að almættið tekur vel á móti Lis og ég þakka innilega fyrir minn tíma með henni. Við Hrönn, Kristín Þöll og Svava Ljósbrá send- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Zóphoníasar og fjölskyldunnar. Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Hún Lis er látin. Eftir að alvarleg veikindi höfðu komið í ljós reyndist afar stutt þar til yfir lauk. Örlögin leiddu Lis og Zóphónías, afabróður minn, saman í Danmörku, en hann hafði ungur maður farið til Kaupmannahafnar að nema við Landbúnaðarháskólann þar í borg. Til náms við sama skóla kom skömmu síðar afi minn Páll, sem einnig fann ástina í danskri stúlku, ömmu minni Kirsten. Mér eru ljós þau sérstöku og sterku bönd sem snemma bundu Zópha frænda og Lis, og afa og ömmu. Ég heyrði margt af miklum og góðum sam- skiptum þeirra í áranna rás, allt frá tíma seinni heimsstyrjaldar í her- numinni Danmörku, en einmitt í þeim vandasömu aðstæðum veit ég að þeim auðnaðist að styðja hvort annað á margvíslegan máta. Mikill samgangur var ætíð milli ömmu og Lis. Ég minnist þess að hafa oftsinn- is sem lítil stelpa beðið óþreyjufull meðan amma kláraði að tala við Lis í símann. Margt hefur verið um að skrafa og nutu þær þess eflaust að geta í vináttu sinni átt samskipti á móðurmálinu. Lis talaði sérstaklega fallega dönsku sem ég reyndi stund- um að herma eftir sem barn. Lis var afar gestrisin kona, á þann sérlega hátt sem dönsk þjóðarsál kryddar ósvikinni hlýju og notaleg- heitum. Hún var hógvær í fram- komu, umhyggjusöm og einlæg í fasi. Á heimili þeirra Zópha við Eski- hlíðina hefur á öllum tímum verið gott að koma. Lis var ung þegar leiðir hennar og Zópha frænda míns lágu saman. Vegferð þeirra varð því löng og fal- leg. Ógleymanlegt var að sjá þau dansa við hvort annað, gáskafull og létt á fæti, í brúðkaupi mínu fyrir tæpum áratug. Ég votta mínum kæra frænda Zópha og fjölskyldunni allri innilega samúð mína. Kristín H. Þórarinsdóttir. Góð sambýliskona okkar, Lis Pálsson er horfin sjónum okkar, hún lést á Landspítalanum fimmtudag- inn 29. október, eftir stutta legu þar. Ég fann að alvara var á ferðum þeg- ar hún var flutt í sjúkrabíl á spítala í vikunni áður. Það eru vissulega góðar minning- ar í huga okkar um þau hjón Lis og Pál Zóphoníasson eftir rúmlega fimmtíu ára búsetu í sama húsi, þar sem vinátta og samhygð hefur alltaf verið. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Kristín og Einar. Lis Pálsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BALDVIN ÁSGEIRSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri, Furulundi 15c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 28. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginnn 5. nóvember kl. 13.30. Ívar Baldvinsson, Valur Baldvinsson, Óttar Baldvinsson, Ásrún Baldvinsdóttir, Vilhjálmur Baldvinsson, Gunnhildur Baldvinsdóttir, Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Stefán J. Baldvinsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, ARNDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR frá Valhöll, Bíldudal, sem andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 29. október, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Bíldudalskirkju. Gústaf Jónsson, Erla Árnadóttir, Jakobína Jónsdóttir, Sigurþór L. Sigurðsson, Kolbrún D. Jónsdóttir, Kristófer Kristjánsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Elskulegur bróðir og vinur okkar, BJÖRN SKAFTASON frá Hornafirði, varð bráðkvaddur föstudaginn 30. október. Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 4. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er góðfúslega bent á að láta líknarfélög njóta þess. Hildigerður Skaftadóttir, Unnsteinn Guðmundsson, Elvar Örn Unnsteinsson, Elínborg Ólafsdóttir, Íris Dóra Unnsteinsdóttir, Hilmar Stefánsson, Selma Unnsteinsdóttir, Pétur Magnússon og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.