Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 21

Morgunblaðið - 04.11.2009, Side 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 ✝ Sævar Már Ingi-mundarson fædd- ist í Keflavík 21. jan- úar 1963. Hann lést í Bamberg í Þýska- landi, þar sem hann var búsettur, 6. október 2009. Hann var sonur hjónanna Jónu Hjaltadóttur, f. 10.10. 1934, og Ingi- mundar Péturs- sonar, f. 16.7. 1925, d. 8.1. 1977. Systkini Sævars eru Sigurdís, f. 7.7. 1953, búsett í Gol í Noregi, Sigbjörn Guðni, f. 25.7. 1955, búsettur í Keflavík, Svanberg Teitur, f. 21.12. 1957, Sævar útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1985 með stúdentspróf í félags- og fjölmiðlafræði. Hann lauk mast- ersnámi frá Orro Fedrich Uni- versität Bamberg 1995. Samhliða námi vann hann hjá flutningafyr- irtæki og spilaði í hljómsveitum. Eftir að hann lauk námi vann hann hjá þýsku veðurstofunni í München, við hönnun tölvukerfa. Sævar lenti í mjög alvarlegu bíl- slysi í byrjun desember 2000 og var eftir það öryrki. Aðaláhuga- mál Sævars til dauðadags var að semja og spila tónlist og spilaði Sævar í fjölmörgum hljóm- sveitum í Þýskalandi, þar á með- al Asylum String Band, Couch Potatoes, The Broken Jug og Death Fox. Sævar Már var jarðsunginn í Bamberg 15. október. Minningarathöfn um hann verður í Grafarvogskirkju í dag, 4. nóvember, og hefst hún kl. 15. d. 14.9. 2009, og Sæ- rún, f. 24.4. 1960, maki Hlynur Tóm- asson, búsett í Mos- fellsbæ. Sævar kvæntist 26.7. 1986 Elísabetu Einarsdóttur, f. 31.5. 1964. þau skildu 6.1. 1996, Dóttir þeirra er Harpa Dögg, f. 19.4. 1984, Sonur hennar er Bjarki Freyr, f. 22.6. 2007. Sævar var í sam- búð með Doris Wansch, f. 28.4. 1968. Slitu þau samvistum 2001. Dóttir þeirra er Jóna, f. 19.12. 1996. Það er tómlegt að hugsa til þess að Sævar hafi nú kvatt í hinsta sinn en okkur er ljúft að minnast hans. Sævar var einstakur. Hann var svo gáfaður að hann var langt á undan öllum öðrum í skóla og þegar hann fermdist með bekkjarfélögum sínum þá var hann svo lítill, að eigin sögn, að þverslaufan var stærri en hann. Það átti aldeilis eftir að togna úr Sævari, hann lék með unglinga- landsliðinu í körfubolta og varð með hávaxnari mönnum og gekk í skóm númer 50½. Við héldum alltaf góðu sambandi við Sævar í gegnum árin. Það var alltaf gaman að hitta hann. Sævar var víðlesinn og viðræðugóður, fjöl- hæfur og skemmtilegur, heilbrigður og hraustur. Hann spilaði í kamm- ersveit og í rokkbandi og í Bamberg tók hann á móti okkur á reiðhjóli eða brunaði um bæinn á línuskaut- um. Hann var svo fullur af lífi og orku. Eftir að Sævar lenti í hræðilegu slysi sem gjörbreytti öllu í hans lífi urðu heimsóknirnar öðruvísi. Þegar hann kom til okkar í Sviss var hann oftast einn á ferð og stoppaði gjarn- an lengur. Meiri tími gafst til að spjalla um heima og geima og kynntumst við honum líklega best á þessum síðustu árum. Hann sagði okkur frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni, móður og systkinum sem hon- um þótti svo vænt um og frá dætr- unum tveimur, Hörpu Dögg og Jónu sem hann var svo óendanlega stolt- ur af. Þrátt fyrir að Sævar hafi tapað sjóninni og heilsunni þá var stund- um erfitt að átta sig á því hversu veikur hann var og fötlunin mikil. Sævar var ekki mikið fyrir að barma sér, að minnsta kosti ekki í okkar návist og hann þvældist með okkur upp um fjöll og firnindi eins og ekkert væri. Hann smellti mynd af okkur hjónum og verður segjast eins og er að hann var fyrirtaks ljósmyndari af blindum manni að vera. Ein af skemmtilegri heimsóknum síðustu árin var þegar Sævar kom ásamt Jónu móður sinni og Dísu systur til að fara á myndlistarsýn- ingu í Neuchâtel í Sviss, þar sem Berglind, dóttir Særúnar, tók þátt í samsýningu. Síðast hittum við Sævar nú um hvítasunnuhelgina í Bamberg. Hann bauð okkur á tónleika með bandinu sínu Death Fox sem haldnir voru á Weinstube Pizzini. Það var einstak- lega skemmtileg hvítasunnuhelgi og það var afar gaman á tónleikunum. Það var ekki síst gaman að sjá og heyra hversu vel hann Sævar naut sín með bandinu. Og þegar Þúsund þorskar á færibandi í útsetningu Sævars ómaði úr hátölurunum var sem blindan hörfaði undan töfrum tónlistarinnar. Hann var alvöru tón- listarmaður hann Sævar. Sævar var jarðsettur 15. október í Bamberg í Þýskalandi, þessari fögru og sögulegu borg sem hýsti Sævar meira og minna öll hans full- orðinsár. Þarna var saman kominn hópur syrgjenda víðsvegar að við fallega athöfn og erfidrykkjan á eft- ir var öll í anda Sævars. Það var gott að geta komið og tekið þátt í þessari kveðjuathöfn þótt sárt væri. Við munum sakna Sævars að ei- lífu og vottum öllum þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall hans okkar dýpstu samúð. Farðu sæll, kæri vinur, og takk fyrir allt. Vilhjálmur og Hanna. Í dag er hlíðin hélugrá og rauð því haustið kom í nótt, ég sá það koma vestan vatn í gegnum svefn- inn. Vatnið er hemað þar sem slóð þess lá. (Snorri Hjartarson.) Nú er kominn tími til að kveðja góðan vin, miklu fyrr en eðlilegt getur talist. Hann varð bráðkvadd- ur úti í Bamberg í Bæjaralandi langt fyrir aldur fram 6. október sl. Við kynntumst Sævari Má Ingi- mundarsyni úti í Þýskalandi vetur- inn 1995-1996. Þá var hann í sambúð með Doris Wansch í Bamberg en þau eignuðust dótturina Jónu í des- ember 1996. Sævar tók vel á móti okkur, var jafnt hjálpsamur, já- kvæður og hvetjandi. Hann hafði létta lund og gott skap og var afar þolinmóður. Sævar var góður náms- maður og framúrskarandi tónlistar- maður. Við fengum oft að njóta tón- listar hans á tónleikum í Bamberg og nágrenni. Þá var hann einkar laginn við tölvur og tölvuvinnslu. Ósjaldan kom hann fólki til hjálpar sem átti í vandræðum með tölvurn- ar sínar. Í desember 2000 lenti Sævar í al- varlegu bílslysi á hraðbrautinni rétt fyrir sunnan Nürnberg. Þá annaðist hann vefsíðugerð fyrir Veðurstof- una í München og ók í hverri viku á milli staða. Þetta slys breytti öllu hans lífi og skerti lífsgæði hans svo um munar. Tvísýnt var um líf hans í margar vikur en þrátt fyrir þetta áfall er óhætt að fullyrða að hann hafi náð miklum bata. Við hittum Sævar 4. september sl. á matsölustað í Bamberg og áttum með honum góða stund. Hann var bæði hress og vongóður um framtíð- ina. Ekki grunaði okkur þá að þetta yrði hinsta samverustundin með honum. Sævar hafði oft orð á haustinu, kostum þess og göllum. Stundum sagðist hann sakna roksins úr Keflavík og fjölbreytileikans í ís- lenskri veðráttu. Fölnandi grös og bliknandi blóm minna okkur á hverfulleika lífsins og að þrátt fyrir allt verðum við að sætta okkur við að einn daginn hverfur sumarsins blíða í lífi okkar allra. Það haustar sannarlega í hjarta þeirra sem misst hafa góðan vin við fráfall Sævars. Við vottum aðstandendum og fjöl- skyldu Sævars innilega samúð, ekki síst dætrum hans og Jónu móður hans sem misst hefur mikið. Guð veri með ykkur. Kristinn Ólason og Harpa Hallgrímsdóttir Við Sævar Már kynntumst á ganginum í Tónlistarskóla Keflavík- ur. Hann var líklega 12 ára, ég níu og það er mikill aldursmunur á þessum árum. Samt vorum við stundum saman í tímum hjá Pétri Þorvaldssyni sellókennara og ég dáðist að þessum ofurlöngu fingr- um; þeir hefðu eiginlega hæft hálsi kontrabassa betur. Og músíkalskur var hann, þessi svali náungi úr Njarðvík. Nokkrum árum síðar var ég kom- inn á kaf í keflvískt rokk og þá skol- aði tilviljunin Sævari Má inn í hljómsveit til okkar. Eitthvað hafði dregið úr aldursmuninum, við hinir vorum jafnaldrar en fljótlega kom í ljós að við áttum samleið í spila- mennskunni og áhuga okkar á tón- listinni. Næstu árin eyddum við gríðarmiklum tíma saman, æfandi flest kvöld, í húsnæði hér og þar, og þess á milli brunandi í bæinn á tón- leika, oft á Austin Mini Sævars, stundum á puttanum, þar sem við vorum að fylgjast með þeim bönd- um sem hæst bar á þeim tíma eða sjálfir að troða upp. Vissulega var Sævar hinn tónlist- arlegi leiðtogi okkar strákanna, sá hæfileikaríkasti, alltaf leitandi og frumlegur. En hikaði ekki við að spila hvaða tónlist sem var; í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja vikum við af og til af framsækinni nýbylgju- slóðinni og settum saman annars- konar dagskrá, ein var helguð Bítl- unum og önnur sveitatónlist; og við tróðum líka upp á einhverjum skóla- dansleikjum. Þetta voru mótandi ár fyrir okkur vinina alla, og örlagatímar. Við misstum einn hljómsveitarfélagann í hræðilegu slysi, hljómsveitir hættu og aðrar urðu til. Við Sævar fylgd- ust samt áfram að, í tónlistinni og í daglega lífinu, þar til leiðir skildi þegar náminu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk og við héldum hvor í sína áttina í framhaldsnám. Sem betur fór hélt Sævar Már áfram að leika á gítarinn – og bassa og selló og öll hin hljóðfærin sem léku svo í þessum löngu fingrum hans. Hann settist að í Þýskalandi og þarlendir nutu náðargáfu slánans úr Njarðvík sem lék þar í mörgum hljómsveit- um. Sævar lenti í hörmulegu slysi fyr- ir nokkrum árum og var öryrki upp frá því. Og nú er hann farinn, alltof fljótt. Eftir lifir minningin um góð- an, glaðværan og traustan vin, vin sem var einn af hornsteinum ung- lingsáranna og fararstjóri minn um ævintýraheima rokksins. Einar Falur Ingólfsson. Sævar og ég vorum bæði gamlir Njarðvíkingar og jafngömul. Sævar sem var mikill námsmaður, var 2 ár- um á undan í skóla. Þannig að ég kynntist honum ekki fyrr en við vor- um unglingar í fjölbraut. Sævar var einstaklega góður drengur, mikið ljúfmenni og alltaf svo nærgætinn við aðra. Ég man þegar hann og Beta fóru að búa á Hjallaveginum hvað mér fannst þau flott og full- orðin og ég bara krakki enn heima hjá mömmu. Árin líða og ég hef ekki hitt Sævar í tugi ára. En vegna þess hve kynni mín af honum voru góð þá finn ég enn til hlýju í hans garð þeg- ar ég hugsa til hans. Og sennilega er ekki hægt að skilja neitt betra eftir en góðar minningar hjá öðrum. Ég kveð Sævar með þessum fá- tæklegu orðum og votta móður hans og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Sigríður Dúa (Sigga Dúa). Sævar Már Ingimundarson                          ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ BALDURSDÓTTIR frá Kirkjuferju, Ölfusi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni laugar- dagsins 31. október. Útför Guðnýjar fer fram frá Fríkirkju Hafnarfjarðar mánudaginn 9. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.00. Sigríður Auðbjörg Jónasdóttir, Magnús Arthúrsson, Þórunn Margrét Jónasdóttir, Óli Vignir Jónsson, Sólveig Jóna Jónasdóttir, Jón Ingvar Haraldsson, Þórður Kristinn Jónasson, Hjördís Pálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ GUÐMUNDSSON, lést á Landspítalanum mánudaginn 2. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Árni Steingrímsson, Sindri Már Steingrímsson, Guðmundur Pétursson, Bergljót Björg Guðmundsdóttir, Sveinn Haraldsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN S. SIGURÐSSON, Stapavöllum 14, Njarðvík, lést sunnudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 11.00. Guðrún Emilsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÖRN VIÐAR HÁKONARSON, Klettatúni 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 31. október. Útför hans mun fara fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Hákon Aðalsteinsson, Rannveig Ármannsdóttir. ✝ Okkar kæra frænka, BRYNDÍS VILHJÁLMSDÓTTIR fyrrv. bankastarfsmaður, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 19. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi eru færðar bestu þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.