Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 25

Morgunblaðið - 04.11.2009, Page 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Sudoku Frumstig 5 2 6 9 8 1 7 2 6 5 3 6 4 7 4 2 8 3 8 9 6 7 1 1 6 8 5 9 1 4 2 9 5 4 2 5 8 3 3 7 4 9 2 7 6 9 9 6 4 2 8 7 8 3 6 9 6 9 7 7 6 1 2 3 4 8 7 8 2 1 4 6 9 1 8 5 7 3 2 2 5 7 4 6 3 1 8 9 8 1 3 9 2 7 4 5 6 7 9 4 6 5 2 3 1 8 3 2 5 7 1 8 6 9 4 1 8 6 3 4 9 5 2 7 9 3 1 8 7 4 2 6 5 5 7 8 2 3 6 9 4 1 6 4 2 5 9 1 8 7 3 2 7 8 6 3 5 1 9 4 1 5 4 9 2 7 3 6 8 6 3 9 8 1 4 7 5 2 4 1 2 3 9 8 6 7 5 7 8 3 4 5 6 2 1 9 9 6 5 2 7 1 4 8 3 3 2 6 1 8 9 5 4 7 8 4 7 5 6 3 9 2 1 5 9 1 7 4 2 8 3 6 1 8 5 9 2 7 3 6 4 2 6 4 8 3 1 7 5 9 7 3 9 4 6 5 8 1 2 9 7 3 5 1 8 4 2 6 8 1 6 2 9 4 5 7 3 4 5 2 3 7 6 9 8 1 5 2 8 6 4 9 1 3 7 3 4 7 1 5 2 6 9 8 6 9 1 7 8 3 2 4 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 4. nóvember, 308. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11,1.) Þriðja serían um þremenninganaGeorg, Ólaf Ragnar og Daníel hefur verið hin mesta skemmtun. Georg hefur aldrei verið jafn óþol- andi, Ólafur Ragnar jafn skynlaus á umhverfi sitt og Daníel jafn staðráð- inn í að taka sér ekki tak og í nýju þáttaröðinni. En skemmtigildi þátt- anna er einnig fólgið í nokkrum nýj- um persónum, sem kynntar hafa verið til leiks. Björn Thors hefur slegið í gegn í hlutverki Kenneths Mána Johnsons eða Ketils Mána Ás- laugarsonar í Fangavaktinni á Stöð 2. Að öðrum ólöstuðum fer hann á kostum í hlutverki lesblinda fangans með athyglisbrestinn, sem hinn meinfýsni og yfirgengilegi Georg Bjarnfreðarson gerir að fórnarlambi sínu. Á köflum á áhorfandinn bágt með að afbera það hvernig smám saman er sótt að hinum varnarlausa og ólánsama Katli og hann sviptur nafni og þjóðerni án þess að hann fái rönd við reist. Björn hefur um nokk- urt skeið blómstrað á leiksviðinu, nú síðast í hlutverki glímukappans Schmitz í Brennuvörgum Max Frisch. Hafi Björn ekki verið búinn að stimpla sig rækilega inn, hefur hann gert það núna. x x x Ólafur Darri Ólafsson er eft-irminnilegur í hlutverki helj- armennisins, sem skýtur öllum skelk í bringu á Litla-Hrauni nema hinum síbernska Ólafi Ragnari. Persónan, sem Ólafur Darri leikur, minnir óneitanlega á indíánaforingjann í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu eftir Milos Formann, þótt einnig komi Lennie Small úr sögunni Mýs og menn eftir John Steinbeck upp í hugann. Til að hnykkja á þessari tengingu var bein tilvitnun í Gauks- hreiðrið í einum Fangavaktarþætt- inum. Þá réttir Ólafur Ragnar ris- anum tyggjóplötu. Hann tekur við tyggjóinu, les á umbúðirnar og seg- ir: „Juicy Fruit.“ Í kvikmyndinni gerist svipað atvik, Jack Nicholson réttir Will Simpson í hlutverki ind- íánaforingjans tyggjóplötu. „Juicy Fruit,“ segir indíánaforinginn og Nicholson áttar sig á að hann hefur verið að þykjast vera mállaus. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 talar fátt, 4 sjaldgæf, 7 dáin, 8 tryllt- ar, 9 skepna, 11 sjá eftir, 13 vaxa, 14 sárið, 15 sorg, 17 sund, 20 bók- stafur, 22 meðalið, 23 baunin, 24 áma, 25 skjóða. Lóðrétt | : 1 valur, 2 vinnur, 3 geð, 4 í fjósi, 5 hremmir, 6 kaka, 10 rotnunarlyktin, 12 ve- sæl, 13 sendimær Friggj- ar, 15 trútt, 16 glufan, 18 sett, 19 rás, 20 skriðdýr, 21 klæðleysi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 litarhátt, 8 fljót, 9 kofan, 10 rok, 11 sunna, 13 agnar, 15 hregg, 18 strók, 21 rík, 22 lygna, 23 akkur, 24 landskunn. Lóðrétt: 2 iðjan, 3 aftra, 4 hakka, 5 tófan, 6 ofns, 7 knár, 12 nóg, 14 get, 15 hæla, 16 eigra, 17 grand, 18 skark, 19 rokan, 20 kort. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 d5 5. O-O O-O 6. Rbd2 c5 7. c3 cxd4 8. cxd4 Rc6 9. Rb3 Db6 10. Re5 a5 11. Rxc6 bxc6 12. e3 Rd7 13. a4 Ba6 14. He1 e6 15. Dc2 Hfd8 16. Rd2 c5 17. e4 cxd4 18. exd5 e5 19. Dc6 Da7 20. d6 Hdc8 21. Dd5 Hab8 22. Bh3 Hc5 23. Da2 Hc2 24. Da3 f5 25. Bf1 e4 26. Bb5 d3 27. Db3+ Kh8 28. Df7 Bxb5 29. axb5 Hf8 30. b6 Db7 31. De6 Rxb6 32. Hxa5 Dc6 33. Rb3 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedóníu. Bandaríski stór- meistarinn Gata Kamsky (2692) hafði svart gegn Vanco Stamenkov (2344). 33… Hxc1! 34. Hxc1 Dxc1+! 35. Rxc1 d2 og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sambandsleysi. Norður ♠1032 ♥KDG108 ♦4 ♣ÁG104 Vestur Austur ♠54 ♠ÁDG9876 ♥64 ♥Á93 ♦1098 ♦52 ♣KD7653 ♣9 Suður ♠K ♥752 ♦ÁKDG763 ♣82 Suður spilar 5♦. Sagnir taka skamma stund: Suður vekur á 1♦, norður svarar með 1♥ og austur stekkur í 4♠. Suður lýkur svo um- ræðunni með 5♦. Útspilið er ♣K. Er ein- hver von? Þrír tapslagir blasa við, en með ná- kvæmum handtökum getur sagnhafi nýtt sér sambandsleysið í vörninni. Eftir aftrompun er hjarta spilað á blindan, sem austur verður að sjálfsögðu að gefa. Nú þarf að leika millileik, spila spaða til að rjúfa varnarsambandið í þeim lit. Austur drepur og spilar væntanlega spaða um hæl. Suður trompar og snýr aftur að hjartanu, sem austur verður enn að dúkka. Sambandið í hjarta er þar með rofið og tímabært að spila laufi til vest- urs! Sérkennilegt spil. Upphaflega hugðist sagnhafi henda laufi í hjarta, en útkoman verður sú að hann hendir hjarta í lauf. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í stuði til þess að leika þér en álagið í vinnunni fer hins vegar vax- andi. Reyndu að finna þér fótfestu í líf- inu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það leiðir ekki til neins að ætla að keyra skoðanir sínar ofan í aðra. Þú ert ekki ein/n um að vera í þeirri stöðu að fólk sé ekki á sama máli og þú. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Vertu óhræddur við að viðra hugmyndir þínar því það gæti borgað sig. Spjallaðu við vin, syngdu lag eða gerðu eitthvað skapandi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú átt bágt með að einbeita þér að starfinu þar sem áhyggjur af einka- málum dreifa athyglinni. Taktu hlutina í þínar hendur og tryggðu afkomu þína. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Nú er komið að þér að hlaða batt- eríin og endurnýja sig. Þú ert í þeirri stöðu að geta tekið skref fram á við í sambandi sem skiptir máli. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Leyfðu hlutunum að þróast af sjálfu sér og reyndu ekki að hraða at- burðarásinni, hversu mjög sem þig þó langar til þess. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú kemst þú ekki lengur hjá því að koma skikki á hlutina. En það getur aldrei verið bara á annan veginn; sá, sem þiggur verður að vera tilbúinn að gefa af sér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú lætur sem þú eigir erfitt með að taka ákvörðun í veigamiklu máli. Varastu flókinn málatilbúnað því einfald- leikinn er oftast bestur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er eins og áhyggjurnar hrannist upp með þér. Láttu ekki hug- fallast því á endanum stendur þú með pálmann í höndunum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu engan komast í þína hluti, nema þú hafir áður gengið úr skugga um að þú getir treyst viðkom- andi. Einn er sá sem alltaf hjálpar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Kauphugleiðingar þínar eða áætlanir um hvernig verja á tilteknum fjármunum verða ekki að veruleika vegna einhverra eða einhvers. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Láttu það eftir þér að hrinda draumum þínum í framkvæmd þótt það kosti einhverjar fórnir. Leitaðu aðstoðar ef þér finnst þú ekki ráða við hlutina. Stjörnuspá 4. nóvember 1959 Fyrsti þáttur framhalds- leikritsins „Umhverfis jörðina á 80 dögum,“ eftir sögu Jules Verne, var á dagskrá Útvarps- ins. Það varð mjög vinsælt. 4. nóvember 1965 Skriður og vatnavextir lokuðu vegum á Vesturlandi og Vest- fjörðum, hús skemmdust og rafmagnsstaurar brotnuðu. „Urðu stórspjöll á vegum,“ sagði í Veðráttunni. 4. nóvember 1969 Strætisvagnar skullu saman á Skúlagötu í Reykjavík. Fimm- tán farþegar slösuðust og báð- ir bílstjórarnir. Þetta voru Vogar hraðferð og Kleppur hraðferð. Eldur kom upp í öðr- um vagninum við áreksturinn. 4. nóvember 1996 Þyrlur lentu í fyrsta sinn á fjalli sem myndaðist ofan í ísgjá við eldgos hjá Bárðar- bungu á Vatnajökli. Ómar Ragnarsson steig fyrstur fæti á hið nýja land. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Karólína Jack, Brynhildur Vala Björnsdóttir og Sóley Bjarkardóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún í Austurver og gáfu ágóðann, 13.975 kr. til Rauða kross Íslands. Hlutavelta „ÆTLI þetta verði ekki hefðbundinn dagur með vinnu,“ segir Jóhann Ólafur Halldórsson, blaðamað- ur sem starfar sem almannatengill hjá Athygli á Ak- ureyri, þegar hann er inntur eftir því hvað hann ætli að gera á afmælinu. Segir hann líklegt að hann fari kannski aðeins fyrr heim úr vinnunni og bjóði vinum og ættingjum í kvöldkaffi. Spurður um eftirminnileg afmæli segist Jóhann Ólafur helst muna eftir góðum afmælisdögum úr bernsku sinni þegar hann bjó á Jarðbrú í Svarf- aðardalnum. „Það var nú oft meira viðhaft þegar maður var krakki. Þá komu vinir og bekkjarfélagar manns í afmælisveisluna og það er eins og mig minni að oftar en ekki hafi verið kominn vetur, ólíkt eilífa haustinu sem nú er.“ Einnig nefnir Jóhann Ólafur fertugsafmæli sitt þegar hann tók sig til og eldaði tvo dýrindis saltfisksrétti og færði vinnufélögum í næstu skrif- stofu í hádegisverð. „Þetta uppátæki varð þess valdandi að þessir ágætu vinir mínir fengu matarást – eða öllu heldur saltifiskást – á mér og eru þegar búnir að hringja og minna mig á að ég eigi „stórafmæli“ í ár. Það lætur nærri að þau fylgist betur með afmælisdögum mínum en ég sjálf- ur! Þetta bendir til þess að saltfiskurinn hafi verið ætur.“ silja@mbl.is Jóhann Ólafur Halldórsson blaðamaður 45 ára Bauð í saltfiskveislu Nýirborgarar Reykjavík Vala Fanney fæddist 10. september kl. 18.33. Hún vó 3.355 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Lóa Sigríður Ólafsdóttir og Tryggvi Knut Farestveit. Reykjavík Emma Sigrún fæddist 25. júlí kl. 22.23. Hún vó 1.750 g og var 42 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Hafdís Priscilla Hanssen og Jón Baldur Baldursson. Reykjavík Baldvin Týr Sifjarson fæddist 23. sept- ember kl. 17.28. Hann vó 4.495 g og var 52 cm lang- ur. Móðir hans er Sif Hauksdóttir.  Gréta Toredóttir og Viktoría Kjartansdóttir heldu tombólu í Austurveri og söfnuðu 18.665 krón- um sem þær gáfu Rauða krossi Ís- lands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.