Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 12

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 12
10 Y I L J I spurði undrandi, hvað maðurinn, sem þar væri, að- hefðist. Hásetinn, sem eftir hafði orðið af gömlu skips- höfninni, leit upp og mælti fölur sem nár: „Þetta er Bill, sem datt niður og hryggbrotnaði fyrir viku“. Við þessi orð sló svo miklum öhug á skipverja, að þeir flúðu skelkaðir í land hið bráðasta, og varð engu tauti við þá komið. Eftir langan tíma og mikið strit tókst hinum ötula og kjarkmikla skipstjóra enn að fá nýja skipshöfn. Ljet nú skipið úr höfn, áleiðis til Cleveland. Það komst aldrei á ákvörðunarstaðinn, það strandaði og sökk. Sjómenn trúa því fastlega, að sumum skipum fylgi gæfa og öðrum ógæfa. Ef erfiðleikar og óhöpp steðja oft að sama skipinu, legst óorð á það, og er oft mestu erfiðleikum bundið að fá á það skipverja. Spænskum sjómönnum myndi aldrei koma til hug- ar að stíga vinstra fæti sínum fyrst á skipsfjöl eða á land. írsk seglskip fara aldrei fram hjá eyjunni Mac Dara án þess að einhver skipverja skvetti þremur aus- um af vatni á stórseglið. í þessu sambandi má geta hinna svokölluðu þrumu- fleyga. Það voru allskonar fornmenjar, er menn fundu í jörðu í kringum 800 e. Kr. Höfðu menn þá hjátrú á þeim. að þeim slægi niður úr lofti með þrumum og eldingum; sykkju 7 álnir í jörð og smáfærðust síðan upp á við aftur um eina alin á ári, þangað til þeir eftir sjö ár væru aftur gengnir úr jörðu. Hengdu menn oft þrumufleygana upp í húsum sínum til varnar gegn Þrumum og eldingum. Á miðöldunum magnaðist hjátrú manna mjög. •— Galdrabrennur eru ■ hryllilegustu afleiðingar hennar. Oeysaði þessi ofstækisalda yfir löndin eins og landfar- sótt. Komst hún jafnvel til Islands. Þegar, síðasti

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.