Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 13

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 13
VILJI 11 brennudómur var upp kveðinn hjer á landi, höfðu um 22 menn og 1 kona látið líf sitt fyrir eldtungum galdrabrennanna. Margir þeirra manna, sem vitrastir hafa verið meðal þjóðanna, kappkostað að ráða rúnir tilverunn- ar og brotið heilann um torskilin málefni, hafa verið brendir á báli sem fláráðir galdramenn. Hafa þeir oft flutt nýjar spakar kenningar, sem samtíðin hefir mis- skilið svona hraparlega. Stóð galdrabrennuöldin yfir í nokkrar aldir. Sam- fara mentun og aukinni þekkingu á náttúrulögmálun- um hvarf hun eins og illur draumur við dagrenningu. Eigi skal því neitað, að ennþá eimir allmikið eftir af hjátrú og hindurvitnum, þótt afleiðingarnar sjeu eigi eirts augljósar og á galdrabrennuöldinni. Til hafa verið þeir menn, sem hafa verið á und- an samtíð sinni, þ. e. haft þroskaðri vitsmuni og meiri hæfileika á ýmsum sviðum en alment gerðist. Hafa þeir oft komið með nýjar skoðanir og kenningar, sem samtíðin hefir misskilið og álitið menn þessa vitskerta. Það er alkunna, að mest af því, sem við nú köllum góðan og gamlan vísdóm, hefir byrjað með því að vera nýtt óðs manns æði. Áratugum og jafnvel öldum eftir að sumir spek- ingar þessara höfðu lagst í gröfina, skildu menn þá og færðu sjer í nyt umbætur þeirra og uppgötvanir. Þá höfðu menn alment náð þeim þroska, sem þeir höfðu fyrir löngu. Þá voru þeim reistir minnisvarðar og lof- aðir í hverju orði. Á engu sviði hafa orðið framfarir, nje nýjar hug- sjónir ræst, án strits og armæðu þeirra manna*, sem hafa helgað líf sitt hugsjón sinni og þorað að standa við hana í hvívetna. Pjetur Johnson.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.