Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 15

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 15
VILJI 13 Um að ferðast. Það hefir löngum vakið undrun mína, hvað íslend- ingar og þó einkum yngri kynslóðin, gera lítið að því að ferðast, — við sem eigum þó land, sem er öllum öðrum löndum ríkara að náttúrufegurð og merkilegum sögustöðum. Því að um það verður varla deilt, að á Is- landi gefur að líta sjerkennilegra og margvíslegra lands- lag, en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Eink- um eru það þó hin dásamlegu litbrigði himinsins um sumartímann og þá einkum á kvöldin, sem hvergi eiga sinn líka, og munu í framtíðinni eiga mestan þátt í að seiða útlenda ferðamenn hingað til landsins. — Það er einkennilegt til þess að hugsa, að útlendingar skuli leggja á sig erfiði og eyða stórfje í að koma hingað til að njóta náttúrufegurðarinnar, en að íslendingar, sem þó hafa margfalt meira tækifæri til þess, skuli ekki ferðast meir um landið, en raun er á. Hjer í Reykjavík eru að vísu margir ungir menn, sem nota hvert tækifæri, *sem gefst, til þess að skoða náttúruna og njóta sveitaloftsins, en yfirleitt virðist mjer allur þorrinn sneyddur þeim næmleik tilfinningar- innar, sem þarf til þess að geta notið sjerkennilegrar náttúrufegurðar. Eða hvað, veldur því, að t. d. menta- skólapiltar gera svo lítið að því, að ferðast um landið? — Fjárskortur, svarar einhver. — Vitleysa, segi jeg. — Það getur enginn talið mjer trú um, að þeir, sem hafa efni á að eyða eins miklum tíma og fje í ljelegar skemtanir, eins og allur þorri mentaskólapilta gerir á veturna, hafi ekki efni á að verja svo sem hálfsmánað- artíma á vorin í að fara um sveitir landsins. Hversu holl áhrif myndi það hafa, ef skólapiltar temdu sjer, að verja svo sem hálfum mánuði á vori hverju í að skoða landið. Það má gera með nauðalitlum tilkostnaði, með því móti að ferðast fótgangandi nokkr- ir í hóp og sofa í tjaldi á nóttunni. — Jeg tala hjer af eigin reynslu. Með þessu móti má ferðast um öll hjeruð landsins á fáum árum. Á því er enginn efi, að slíkt útilíf hefir ómetanlega góð áhrif bæði á sál og líkama. Nokkrir fjelagar mínir

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.