Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 15
VI L J I
13
Um að ferðast.
Það hefir löngum vakið undrun mína, hvað Islend-
ingar og þó einkum yngri kynslóðin, gera lítið að því
að ferðast, — við sem eigum þó land, sem er öllum
öðrum löndum ríkara að náttúrufegurð og merkilegum
sögustöðum. Því að um það verður varla deilt, að á Is-
landi gefur að líta sjerkennilegra og margvíslegra lands-
lag, en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Eink-
um eru það þó hin dásamlegu litbrigði himinsins um
sumartímann og þá einkum á kvöldin, sem hvergi eiga
sinn líka, og munu í framtíðinni eiga mestan þátt í að
seiða útlenda ferðamenn hingað til landsins. — Það er
einkennilegt til þess að hugsa, að útlendingar skuli
leggja á sig erfiði og eyða stórfje í að koma hingað til
að njóta náttúrufegurðarinnar, en að íslendingar, sem
þó hafa margfalt meira tækifæri til þess, skuli ekki
ferðast meir um landið, en raun er á.
Hjer í Reykjavík eru að vísu margir ungir menn,
sem nota hvert tækifæri, 'sem gefst, til þess að skoða
náttúruna og njóta sveitaloftsins, en yfirleitt virðist
mjer allur þorrinn sneyddur þeim næmleik tilfinningar-
innar, sem þarf til þess að geta notið sjerkennilegrar
náttúrufegurðar. Eða hvað, veldur því, að t. d. menta-
skólapiltar gera svo lítið að því, að ferðast um landið?
— Fjárskortur, svarar einhver. — Vitleysa, segi jeg.
— Það getur enginn talið mjer trú um, að þeir, sem
hafa efni á að eyða eins miklum tíma og fje í ljelegar
skemtanir, eins og allur þorri mentaskólapilta gerir á
veturna, hafi ekki efni á að verja svo sem hálfsmánað-
artíma á vorin í að fara um sveitir landsins.
Hversu holl áhrif myndi það hafa, ef skólapiltar
temdu sjer, að verja svo sem hálfum mánuði á vori
hverju í að skoða landið. Það má gera með nauðalitlum
tilkostnaði, með því móti að ferðast fótgangandi nokkr-
ir í hóp og sofa í tjaldi á nóttunni. — Jeg tala hjer af
eigin reynslu. Með þessu móti má ferðast um öll hjeruð
landsins á fáum árum.
Á því er enginn efi, að slíkt útilíf hefir ómetanlega
góð áhrif bæði á sál og líkama. Nokkrir fjelagar mínir