Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 11

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 11
VILJI Hjátrú og afleiðingar hennar. Frá því er sögur hefjast, hefir hjátrúin átt djúpar rætur í hugum þjóðanna. Ríkust hefir hún jafnan verið hjá þeim mönnum, sem einangraðir hafa lifað frá um- heiminum og menningunni. Hinar stórmerkilegu íslensku þjóðsögur eiga kyn sitt að rekja til hinnar forn-íslensku alþýðu, sem bæði var fróð um marga hluti og látlaus í frásögn. Þjóð- sögurnar eru afkvæmi hjátrúarinnar og mentunar- skortsins. Um langan aldur var það mestu erfiðleikum bund- ið að fá alþýðumenn upp til sveita, er mikið kunnu af fræðum þessum, til að leysa frá skjóðunni og miðla almenningi af andlegum nægtabrunni sínum, — þjóð- sögunum. Margir álitu það skömm og hneisu að kunna þær, og jafnvel sumir þeirra fræðimanna, er mest áhrif höfðu á alþýðu landsins, drógu engar dulur á, að þeim þætti það hin mesta óvirða. Einkum var það Konr. Maurer, sem innrætti Islend- ingum virðingu fyrir þessum brunni djúprar speki og þekkingar. Það var honum hið mesta kappsmál, að þær legðust ekki í gröfina með þeim mönnum, er þær kunnu. Fyrir fáeinum áratugum gerðist atvik í Ameríku, sem gaf hjátrú sjómanna byr undir báða vængi. Á skipi einu, sem sigldi um Erievatn, duttu með stuttu millibili tveir hásetar niður úr reiðanum og hrygg- brotnuðu. Þegar skútan kom til borgarinnar Buffalo, ljetu skipverjar skrá sig af henni, allir nema einn auk skipstjórans. Með mestu erfiðleikum gátu þeir loks fengið nýja skipverja. Komu flestir þeirra ölvaðir á skipsfjöl, enda voru þeir af allra lægstu stjettum mannfjelagsins. Alt í einu benti einn þeirra upp í reiðann og

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.