Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 5

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 5
VI L J I 3 í bekkinn, er prestar og prestaefni færu að telja safnaðarfólki trú um, að Jesús Kristur hefði ekki verið rjett feðraður. Ekki efast jeg um það, að Einar fari þar rjett með orð Sigurbjarnar, En þessi orð S. Á. G. minna mig á karl nokkurn, sem hafði sjerlega mikla ánægju af því að stæla, og ljet með hverri nöldrunar- ræðu, er hann hjelt yfir þeim, er ekki voru sömu skoð- unar og hann, þessi orð fylgja: ,,Auðvitað hefi jeg rjett, en þú rangt“. Þetta voru öll hans rök, prýðileg eítir hans hæfileik. Sigurbjörn Á. Gíslason má nefna. sem ágætt dæmi þeirra manna, er miða alla hæfileika og dómgreind eftir árafjöldanum. Sigurbjörn fellur að segja má í stafi, við að heyra presta og prestaefni halda fram annari skoðun en hann. En hvernig skyldi þá manngarminum verða við, er maður, sem eigi hefir náð gagnfræðaprófi, fer að brigsla honum, Sigurbirni Á. Gíslasyni, um ranga skoðun? Þannig er nú yfirleitt málfrelsi æskunnar viðvíkj- andi trúarbrögðunum, því máli, sem alla varðar, og um leið og það, sem jeg hefi hjer um ritað, er fagurt dæmi um málfrelsishefting æskunnar, sýnir það mjög glögt, hvernig styrkleiki vanans yfirbugar veikleika vitsins Jafnvel kennarar, sem eiga að vera leiðtogar æsku- mannanna, hafa gengið svo langt í málfrelsishefting æskunnar, að þeir hafa leyft sjer að fella á prófum prýðisgreinda og vel lesna menn, eingöngu fyrir sjálf- sagða hreinskilni og óhlýfni í orðum gagnvart hinum fyrnefndu leiðtogum. Jeg held því fram, að framtíð mannsins sje undir því komin, að æskan fái að njóta sín og þeirrar orku, er hún hefir að bjóða. Því að „bölvun í nútíð er fram- tíðar kvöl“. Þegar menn hefta allan áhuga og þrá æskumannsins, er það marg reyndur hlutur, að fram- tíð hans verður eintóm kvöl og armæða, yfir því að hafa ekki fengið að njóta sín fullkomlega. Það er gamalt spakmæli, sem segir: „Fáir eru smiðir í fyrsta

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.