Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 18

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 18
16 VILJI Þó að þetta sje aðallega rit æskulýðsins, munum vjer jafnframt birta greinar og kvæði eftir ýmsa merka menn og konur, sem sjá það góða í fari æskunnar ekki síður en hið illa. Vjer höfðum ákveðið að fjölrita ritið, hafa það 24 bls. að stærð í broti líkt og ,,Iðunn“. Fyrir tilstilli ýmsra góðra manna breyttum vjer ritinu, að okkar áliti til stórkostlegra bóta. Er það nú prentað og þess vegna mun skemtilegra aflestrar og tilþrifameira. Verður ritið fyrst um sinn 16 bls. í broti líkt og ,,Skírnir“. Hefir það inni að halda meira les- mál, en þótt það hefði verið fjölritað og 24 bls. Að svo mæltu vonum vjer að breyting þessi falli mönn- um í geð. Biðjum vjer lesendur ,,Vilja“ að taka vægt á yfirsjónum vorum og því, sem miður kann að takast. Vonum vjer fastlega, að vilji verði kærkominn gestur inn á hvert heimili og ekki síst til æskunnar. Reykjavík, 7. okt. 1927. Pjetur Johnson. Pjetur Ólafsson. Sigurður Halldórsson. Ritstjórar: Pjetur Johnson (sími 130), Pjetur Ólafsson (sími 455), Sigurður Halldórsson (sími 512). _ - —— , Afgreiðslu ritsins annast Sig. Halldórsson, Laufásveg 46. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.