Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 4

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 4
2 VILJI inn veg, þá er þó betra að líta fram á ókomnar brautir og reyna að ryðja þar steinum úr götu. Jakob Jóh. Smári. Málfrelsi æskunnar. Það er skoðun mín, að rjett muni í fyrsta hefti þessa rits að fara nokkrum orðum um málfrelsi æsk- unnar, og afskifti hennar af almennum málum þjóð- fjelagsins. Um það hefir mjög lítið verið ritað, svo mjer sje kunnugt, og jeg hygg, að aldrei hafi hjer á landi verið skrifuð grein, sem fjallar um það nema að litlu leyti. Rjett mun það þó vera, að frelsi æskunnar sje mun meira nú, en áður fyr á tímum, en þó þarf enn að greiða fyrir hinu nauðsynlega frelsi æskunnar. Og að mínum dómi ætti það ekki síst að vera verk „Vilja" að gera tilraun til þess máls. Þar sem hann er, að segja má, fyrsta málgagn æskunnar hjer á landi. Nú um þessar mundir hefir allmikil deila um það staðið meðal hinna trúhneigðu manna, hvort Jesús mundi vera sonur Jósefs eða getinn af heilögum anda. Út af þessu, svo mjög lítilmótlega atriði trúarbragð- anna, hefir það svo spunnist inn á höfuðsamkomu prest- anna, Synodus, að svifta þá menn málfrelsi, er telja, að Jesús hafi verið Jósefsson. Það er vart of sögum sagt, að ,,heimskinginn gerir sig að vanaþræl". Jeg hefi ekki lesið nje kynt mjer greinar þær, er Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason ritar í „Vísi" um fað- erni Krists, en eftir því, sem Einar Magnússon segir í „Straumum", þá mun Sigurbjörn eigi hlyntur málfrelsi æskunnar, og það er orsökin fyrir því, að jeg hefi drep- ið á þetta hjer. — Einar Magnússon getur um það í grein sinni „Óheilindi" í „Straumum", 1. árg., 8. tbl., að Sigurbirni Á. Gíslasyni þyki skörin vera komin upp

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.