Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 7

Vilji - 01.10.1927, Blaðsíða 7
VILJI 5 skamma dvöl. Fyrir því liggja ýmsar ástæður, og skal jeg láta mjer nægja að nefna aðeins tvær eða þrjár þeirra. — Það skal þá fyrst telja auðinn, sem alt fæst fyrir, en ekkert án. Menn eru svo skamt á veg komnir sem jafnaðarmenn, að ójöfnuðurinn má sín meira. — Enn má nefna líkamlega veiklun, sem er einnig mjög erfitt að bera fyrir áhugasaman og hugsandi æsku- mann, þar sem eldmóður og hiti ríkja. Þessu lýsir Jóhann Gunnar ágætlega í erindi þessu: „Hann langaði' að lifa og njóta og brautir í heiminum brjóta". Og enn: ,,En þá kom tæringin til hans heim. — Hann titraði' af ótta; hann lagði á flótta og langaði langt út í geim. Hún elti' hann í helgrárri, horaðri mynd, holeyg og visin sem beinagrind; Hún kreisti' hann með helkaldri hendi, hann nágeigs af klipinu kendi". Það má gera sjer í hugarlund, hvernig þessum ákafamönnum líður innan brjósts, þegar þeir sjá, að allar þeirra háleitustu og dýrmætustu vonir ætla að bregðast þeim. — 1 erindi því, er hjer fór næst á undan, er einnig gefin glögg mynd af því, hvernig þeir menn, er hefta vilja málfrelsi æskunnar, geta eyðilagt ekki eingöngu framtíð einstaklingsins, heldur og þjóðfjelagsins í heild sinni. Þeir eru rjett nefndir tæring æskulýðsins. Og mönnum þeim, er vanaaflið hefir verst leikið, fer mjög svipað og hinu fyrnefnda skáldi, er hann segir: „Jeg elskaði lífið og ljósið og ylinn; nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem vóru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar". Jeg hirði eigi um að nefna fleiri af ágætismönnum Islendinga en Jóhann G. Sigurðsson, sem sýnt hafa

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.