Saga - 1958, Page 6
322
ur fyrir prúðmannlega framkomu og reglusemi
í háttum. En slíkt virtist honum alla tíð svo
eiginlegt sem það væri honum meðfætt.
Haustið 1932 hóf Jón nám við Háskóla ís-
lands, og námsefnið, sem hann valdi sér, mun
engum kunnugum hafa komið á óvart, en það
voru íslenzk fræði með sögu sem aðalnáms-
grein. Þar vakti hann að vonum skjótt athygli
kennara sinna fyrir kunnáttu og skarpskyggni,
einkum um söguleg efni, þar á meðal t. d. um
miðaldaættir íslenzkar, sem lengi höfðu verið
raktar á hefðbundinn hátt, en vissulega eigi
ávallt með gildum rökum. Aðalkennari Jóns í
sögu, Árni prófessor Pálsson, kallaði hann
stundum í gamni og alvöru Jón lærða, og var
það ekki ófyrirsynju. Kandidatsprófi lauk Jón
vorið 1937 eftir aðeins fimm ára nám.
Á næstu árum stundaði Jón kennslu við ýmsa
skóla, þar á meðal við menntaskólana í Reykja-
vík og á Akureyri, og voru kennslugreinir hans
einkum íslenzka og saga. En jafnframt vann
hann í kyrrþey að iðkun fræða sinna. Tók hann
sér fyrir hendur það verkefni að rannsaka frá
rótum hinar mismunandi gerðir Landnámabók-
ar, bera þær saman og skýra tengsl þeirra og
þróun, sögu þeirra og heimildargildi. Árangur
þessa eljuverks er hið gagnmerka rit Jóns,
Gerðir Landnámabókar, sem hann varði
til doktorsnafnbótar við Háskóla Islands árið
1942. Ber þetta rit hans mjög af því, sem áður
hafði verið birt um þetta vandasama efni, enda
mun það lengi standa í gildi.
Þegar Árni Pálsson lét af prófessorsemb-
ætti fyrir aldurs sakir árið 1943, var dr. Jón
settur prófessor í hans stað. Árið eftir var