Saga - 1958, Síða 7
323
kennurum fjölgað við heimspekideildina og urðu
þá tveir í sögu. Var dr. Jón þá skipaður dócent,
en frá 1. jan. 1951 varð hann prófessor, og því
embætti gegndi hann síðan til dauðadags.
Kennslugrein hans var saga íslands fram að
siðaskiptum.
Um kennslu dr. Jóns hei-ma mér nemendur
hans, að hún hafi verið skýr og rökföst. Hann
kenndi mest í fyrirlestrum, las stúdentum fyrir,
en þeir rituðu eftir. Þetta gerði miklar kröfur
til kennarans, en var raunar nauðsynlegt, með-
an engin kennslubók, hæfilega stór, var tiltæk.
Dr. Jón var líka svo mikill iðjumaður, að hann
var stöðugt að auka þekkingu sína, færa út
kvíamar, kanna ný viðfangsefni í fræðum sín-
um. Árangur af þessu starfi hans má glögg-
lega sjá í bókum hans og mörgum ritgerðum,
er birtust frá hans hendi. Saga íslendinga I,
sem kom út 1956, er ávöxtur af undirbúnings-
starfi hans undir kennsluna, en sú bók tekur
yfir sögu þjóðarinnar til loka þjóðveldistím-
ans. Framhald þeirrar bókar, sem höfundi auðn-
aðist þó ekki að fara síðustu höndum um, birt-
ist í árslok 1958, og nær það yfir flesta þætti
sögunnar fx*am undir siðaskipti. Að baki þess-
um bókum liggur mikið starf, margs konar
rannsóknir og margar skarplegar athuganir. En
eigi á þetta síður við um ritgerðir dr. Jóns um
söguleg efni. Þær sýna fundvísi hans á ýmis
aðkallandi verkefni, sem þurftu nýrrar rann-
sóknar við, og jafnframt lagni hans við að
rökstyðja niðurstöður sínar, þótt hófsamur
væri um allar fullyrðingar. Útgáfur þær, er
hann annaðist um, bera einnig vitni um staka
vandvirkni og vísindalega nákvæmni. Kennar-