Saga - 1958, Page 8
324
inn og vísindamaðurinn eru farsællega sam-
einaðir í verkum dr. Jóns.
Þrátt fyrir annríki sitt við háskólakennslu
og það undirbúningsstarf, sem hún krafðist,
var dr. Jón afkastamikill um ritstörf og út-
gáfustarfsemi. Áður er getið um tvö höfuðrit
hans, Gerðir Landnámabókar og Islendinga
sögu. Af ritgerðum hans um söguleg efni eru
þessar helztar: Björn at Haugi í Afmælisriti
helguðu Einari Arnórssyni 1940; Reisubók
Bjamar Jórsalafara í Skírni 1945; Hirð Há-
konar gamla á fslandi í Samtíð og sögu IV,
1948; Sögufélagið 50 ára í Sögu I, 1951; Tíma-
tal Gerlands í íslenzkum ritum frá þjóðveldis-
öld í Skími 1952; Gizur galli í Svipum og sögn-
um III, 1953; Um verzlun á þjóðveldisöld í
Nýjum tíðindum 1. apríl 1955; Skálholtsför
Jóns biskups Arasonar 1548 í Sögu II, 1955;
Sannfræði og uppruni Landnámu í Sögu II,
1955 og 1957; Formáli fyrir íslendingabók Ijós-
prentaðri 1956; Aldur Grænlendinga sögu í
Nordælu 1956; Ólafur konungur Goðröðarson
í Skírni 1956; Réttindabarátta íslendinga í
upphafi 14. aldar í Safni til sögu íslands, II.
flokki, I, 4, 1956; Upphaf Skálholts og hinir
fyrstu Skálhyltingar í ritinu Skálholtshátíðin
1956 (pr. 1958). Hér til má og telja ritdóma
um sögurit, greinar í blöðum, minningargrein-
ar og afmælisgreinar, sem eigi verða taldar
upp hér. Útgáfur, sem dr. Jón sá um einn eða
í félagi með öðrum, eru þessar: Útfararráð-
stöfun Jóns prests Þorvarðssonar í Blöndu VI,
1937; Annálar 1400—1800 frá upphafi IV.
bindis 1940 o. s. frv.; Brandsstaðaannáll 1941;
Árbækur Reykjavíkur eftir Jón Helgason bisk-