Saga - 1958, Side 11
327
að deila landi við Rögnvald Brúsason. Svo segir
í Orkn.: „Gaf þá Magnús konungr Raugnvalldi
iarldóm (sum hdr.: jarls nafn) oc iii langskip
oc öll vel skipuð; feck hann oc honum þann
þriðiung Eyia, er Ólafr konungr hafðe áttan
oc hann hafðe feingit Brúsa iarli, fauður
hans“.T) Páll og Erlendur, synir Þorfinns jarls,
tóku ríki eftir föður sinn. Þeir réðu óskiptum
iöndum. 1066 fóru þeir með her manns af Orkn-
eyjum til liðs við Harald konung Sigurðarson,
sem þá var í Englandsför sinni. Um síðir skiptu
jarlar eyjum svo, að sínum helmingi réð hvor.
Magnús konungur berbeinn tók þá jarla, og
sendi austur til Noregs, en setti Sigurð son sinn
yfir Orkneyjar og fékk honum ráðuneyti. Við
dauða Magnúsar konungs sigldi Sigurður heim
til Noregs, en Hákon, sonur Páls jarls, kom þar
skömmu síðar, „ok gáfu konungar honum ialls-
nafnn ok ríki slígt, sem burdir hans stódu til“.* 2
Magnús, sonur Erlends jarls, leitaði eftir ríki
við Hákon jarl, en hann gaf upp hálft ríki, „ef
þat væri atkvæde Noregskonunga“.3) Magnús
sigldi til Noregs, og „Eysteinn konungr tók vit
honum forkunnar vel, ok gaf honum upp föd-
urlæifd sína, halfar Orkneyiar,ok iallsnafnn".4)
Þessi skipan hélzt, unz Hákon jarl felldi Magn-
ús, tók undir sig allar Eyjar og réð þeim einn
til dauðadags. Hann gerist stjórnsamur, frið-
aði vel ríki sitt og setti Orkneyingum lög, en
ekki getur þess, að hann vingaðist frekar við
')_ Orkneyingasaga, útg. Sigurður Nordal Kh. 1913—
ö8.
2) Orkn. 108.
3) Orkn. 109.
4) Orkn. 109.