Saga - 1958, Page 12
328
Noregskonung né heldur synir hans, Páll og
Haraldur, sem skiptu með sér Eyjum til helm-
inga við dauða föður síns. Þegar Haraldur jarl
lézt, „tóc Páll iarl, bróþir hans, ríki allt undir
sic meþ samþycki allra bónda í Orkneyium".1)
— I Noregi ólst upp systursonur Magnúsar
Eyjajarls, Kali Kolsson. Þar kom, „at Sigurþr
konungr gaf Kala Kolssyni Orcneyiar halfar viþ
Pál iarl Háconarson ok iarlsnafn meþ. Hann
gaf honum ok nafn Raugnvallz iarls Brúsa-
sonar. ... Þenna hlut Orcneyia hafþi átt Magn-
ús inn helgi, móþurbróþir Raugnvallz kala“.2),
Um þetta leyti voru konungadeilur í Noregi.
„Magnús konungr villdi ok eigi halldaz láta
giöf þá, er Sigurþr konungr gaf Raugnvalldi
Orcneyiar ok iarldóm".3) ... „En of várit eptir
endmýiaþi Haralldr konungr giöfina viþ
Raugnvalld um eyiarnar ok svá iarlsnafnit".4),
Skiptum þeirra jarla lauk svo, að Páll var fang-
aður, en Rögnvaldur Kali tók undir sig allar
Eyjar. Brátt varð hann þó að gefa þær upp
hálfar við Harald son Maddaðar Skotajarls.
„Fór þa Haralldr Maddadarsun út í Orkneyi-
ar med Rögnvalldi iarli, ok var honum þá gefit
iarlsnafn“.5) Rögnvaldur jarl réðst út til Jór-
sala, en Haraldur Maddaðarson varðveitti ríki
hans. Eysteinn Noregskonungur sigldi til Eyja,
náði jarli á sitt vald, og fór svo, að Haraldur
jarl „gaf ríki sitt í hendr Eysteini konungi,
svá at hann skylldi af honum hallda iafnan
O Orkn. 127.
2) Orkn. 153—54.
3) Orkn. 155.
*) Orkn. 156.
8) Orkn. 196.