Saga - 1958, Page 13
329
síþan. Gerþiz iarl þa maþr Eysteins konungs
ok batt þat svardaugum".1) Erlendur, sonur
Haralds jarls Hákonarsonar, fékk jarlsnafn af
Skotakonungi og Katanes hálft, en Eysteinn
Noregskonungur fékk. honum hlut Haralds
Maddaðarsonar í Eyjum. Haraldur hrökk aust-
ur til Noregs, en Erlendur sýndi bréf Eysteins
konungs á þingi í Kirkjuvogi: „Kom þa svá,
at bændr iátuþu Erlendi iarli hlýþni“.2) Rögn-
valdur Kali tók við sínum hluta og þeir Har-
aldur Maddaðarson felldu Erlend jarl, en réðu
tveir Eyjum, unz Rögnvaldur var drepinn á
Katanesi. Eftir það tók Haraldur jarl undir
sig allar Eyjar. — Haraldur ungi, dótturson-
ur Rögnvalds Kala, leitaði til Noregs á fund
Magnúsar konungs Erlingssonar, „ok gaf hann
Haralldi iarlsnafn ok halfar Eyiar, svá sem
haft hafdi Rögnvalldr iarl hinn helgi, módur-
fadir hans“.3) Haraldur jarl Maddaðarson neit-
aði að skipta Eyjum, og lauk svo, að Haraldur
ungi féll. — Ofarlega á dögum Haralds jarls
efldist úr Orkneyjum flokkur gegn Sverri Nor-
egskonungi. Eyjaskeggjar biðu ósigur, og Har-
aldur jarl sigldi til Noregs og lagði mál sín
á vald Sverri. 1 Sverris sögu er sættargerð
þeirra rakin. Konungur gerði upptækar jarðir
°g eignir þeirra Orkneyinga og Hjaltlendinga,
sem féllu í Flói*uvogum. Síðan segir: „Sverrir
konungr tóc undir sic Hialltland at scöttum oc
scylldum. hann setti Harald Jarl yfir Orcn-
eyiar með þeim scildaga, at konungr scylldi
O Orkn. 263.
2) Orkn. 271.
3) Orkn. 322.