Saga - 1958, Page 14
330
hafa halfan allan saceyri, oc setti þar sýslo-
menn yfir. svarði Haraldr Jarl konungi eiða
at skilnaði þeira".1) — Við dauða Haralds
Maddaðarsonar urðu jarlar í Orkneyjum synir
hans, Jón og Davíð. Eftir daga Sverris kon-
ungs slaknaði á sambandi Orkneyja og Nor-
egs, unz konungur sendi sýslumenn sína að
nýju til Orkneyja, en þeir jarlar sigldu til
Noregs og sóru konungi hollustu. Eftir daga
Jóns jarls þrjóta heimildir að mestu, unz Há-
kon gamli fer herferð sína vestur um haf 1263.
Hér hefur verið drepið á nokkur atriði í sam-
skiptum Orkneyjajarla við Noregskonunga.
Stjórnarfarslegt samband Orkneyja og Noregs
virðist á þessum tímum ekki annað en persónu-
samband konungs og jarls, þegar bezt lét. öðru
hverju reyna Noregskonungar að efla áhrif
sín í Eyjum, og má þar benda á Orkneyjaför
Magnúsar berfætts og sending Rögnvalds Kala
til höfuðs Páli Hákonarsyni. Jarldómur í Orkn-
eyjum er að minnsta kosti í reynd arfgengur,
öfugt við það, sem er í Noregi á s. hl. 12. ald-
ar og 13. öld. Dæmi eru til, að Orkneyingar
taki sér jarl á þingi, en þeir verða ekki jarlar
Noregskonungs, fyrr en þeir hafa svarið hon-
um eiða á venjulegan hátt. Jarl, sem hefur kon-
ungsskipun á Eyjum, verður einnig að leita
samþykkis bænda á þingi. Konungur getur á
eigin spýtur tekið landsvæði af jarli og fengið
öðrum jarli 1 hendur. Ekki verður séð, að kon-
ungur hlutist að neinu leyti til um innanlands-
stjórn jarla sinna í Eyjum, heldur ráða þeir
J) Sverrissaga, útg. G. Indrebö, Krist. 1920, (AM 327
4to), 132.