Saga - 1958, Page 15
331
þar frjálslega, skipa umboðsmenn sína eða
sýslumenn, en eru persónulega skyldir til holl-
ustu við konung. Þannig segir í Orkn., að
Sveinn Ásleifarson hélt sýslu af Rögnvaldi jarli.
Eftir sættargerðina við Sverri er hálfur sak-
eyrir tekinn undan jarli og lagður beint undir
norsku krúnuna. Konungur skipar eigin sýslu-
menn yfir sakeyrishlut sinn, en ekki verður séð,
að hann hlutist til um stjórn á því, sem jarl
hefur enn. í Orkneyjum munu þá hafa setið
hlið við hlið sýslumenn konungs og sýslumenn
jarls.
Að lokum vil ég benda á tvennt. 1 fyrsta
lagi, hve höfundur sögunnar gerir glöggan
greinarmun á jarlsnafninu og landaskipaninni.
Hann segir hvergi, að konungur skipi jarl yfir
Orkneyjar, heldur gefur konungur manni jarls-
nafn og skipar honum síðan land. Á sama hátt
er orðfæri í Sverrissögu og Hákonarsögu. Jarls-
nafnið er ákveðið tignarheiti, sem í felast viss
réttindi og vissar skyldur gagnvart konungi.
Landaskipan fylgir svo oft í kjölfar nafnbót-
inni. — 1 öðru lagi, að konungar fá ekki ein-
um jarli allar Eyjar, heldur hluta þeirra hverj-
um, þótt auðvitað hefði ekkert verið því til
fyrirstöðu, að þeir hefðu skipað þær allar ein-
um manni, ef svo hefði hentað.
Jarlar í Noregi.
I Sverrissögu segir, að „eptir fall Magnús
konungs leitaði Eirícr konungs-son við Sverri
konung bróþur sinn, ef hann myndi veita honom
uafnbætr meiri en þá hafði hann oc þar með