Saga - 1958, Page 16
332
nöccom lut ríkis".1) Konungur dró í fyrstu und-
an um landskipti, en að lokum „gaf hann hon-
om land austan frá Suína-sundi ok norðr til
Rygiarjbitz oc þar með öll Uplönd; hann gaf
honom þar með iarls nafn“.2) Þegar Eiríkur
jarl andaðist, „tóc Sverrir konungr undir sic
ríki þat, er Eirícr hafði haft, oc setti þar yfir
sýslo-menn“.3) Af sögunni sést, að konungur
lítur á þetta sem landaskipti. Hann hefur ekki
umboðsmenn í landshluta jarls og verður að
skipa þar sína sýslumenn við fráfall jarlsins.
Virðist mega ráða af því, að jarl ræður frjáls-
lega sínum hluta og hefur þar eigin umboðs-
menn eða sýslumenn.
Nefndur er Philippus jarl í liði konungs.
Hann hefur hirð, en óvíst er, að hann hafi haft
landstjóm. Sennilega hefur konungur gefið
honum jarlsnafn og skipað hann til landvarna.
I Hákonarsögu segir, að Guttormur konung-
ur „gaf jarls-nafn Hákoni galni, frænda sín-
um, ok bazt hann þá fyrir her-stjórainni (eitt
hdr.: hirðstjórninni)".4 *) Ekki verður séð, að
konungur skipi Hákoni jarli land. Eftir dauða
Guttorms urðu deilur um ríkiserfðir milli Há-
konar jarls og Inga, bróður hans. Að lokum
varð samkomulag um landaskipti. Ingi varð
konungur, en „þeir bræðr görðu þá skipan með
sér, at Ingi gaf Hákoni, bróður sínum, jarls-
nafn; en hálft ríkit skyldi hafa hvárr þeirra
við annan“.6)
J) Bls. 120. 2) Sverr., 120. 3) Sverr. 121.
4) Hákonar Saga, Icelandic Sagas II., útg. Guðbrand-
ur Vigfússon. London 1887, 2.
«) Hák., 3.