Saga - 1958, Blaðsíða 18
334
og sýslumenn Skúla. — Skúli lét taka sig til
konungs um haust, og öndverðan vetur búa þeir
Hákon sig undir átökin. I Víkinni sat Knútur,
sonur Hákonar jarls, og var sýslumaður Há-
konar konungs. Skúli sendi „prest einn, Islenzk-
an, til herra Knútz með innsigli því, sem átt
hafði Hákon jarl, faðir hans, ok þar með merki,
ok bauð [honum], at hann skyldi vera jarl hans,
sem hónum þóttu þeir hafa áðr orðat nökkut.
En herra Knútr vildi ekki á þat hlýða".1) —
Hákon konungur sendi einnig bréf austur í
Vík til Knúts og Arnbjarnar Jónssonar, „ok
var þat á, at Arnbjöm skyldi láta gefa Knúti
jarls-nafn“.2) Þetta náði fram að ganga, og
verður helzt að ætla, að Knútur sé tekinn til
jarls á þingi, eins og þekktist í Orkneyjum,
en eiðar hafi beðið, unz þeir konungur hittust.
Skúli virðist hafa ætlað að láta nægja merkið
og innsiglið, unz þeir hittust. Ekki er gert ráð
fyrir þessari aðferð í Hirðskrá, og má ætla,
að þeir konungur hafi hér brugðið út af venj-
um fyrir brýna nauðsyn. Ekki er vitað um
landsstjórn Knúts jarls.
HirSskrá Magnúsar lagabætis.
Þess verður ekki vart, að Noregskonungar
gefi jarla til annarra landa sinna en Noregs,
Orkneyja og Islands, enda nefnir Hirðskrá
Magnúsar lagabætis þau lönd ein til. í Hirð-
skránni ræðir fyrst um jarla í Noregi: „Sá er
en fyrsti háttr, er Noreghs konongr gefr sun-
um sínum skilgetnom iarls nofn, en stundum
!) Hák., 186.
2) Hák., 194.