Saga - 1958, Síða 19
335
bræðrom sínum skilgetnom eða námághum, oc
væitir þæim slíkt af lande oc þó í þæim stöðum
ríkisins sem honum sýniz, með slíku skilorðe
sem han skipar".1) Með „skilorði" mun átt við
skipan konungs og jarls í það og það sinn fram
yfir það, sem hirðskrá vottar, t. d. gjald jarls
til krúnunnar.2) Síðan segir, að konungur hef-
ur veitt jörlum í ýmsum hlutum lands, „en
stundum í öllum lutum landzsins oc þuí smær-
om saman; alloft hafa þat oc konongar tækit
til sín, sem þæir hafa væit hinum sama iarle
i æins-huærium luta lanzsins".3)
„Sá er annar háttr iarls nafns, er Noreghs
konongr gefr þæim mönnum, er han skipar
ifir skatlönd sín. Fyrst Orknæyiar uið þuí skil-
orði, sem váttar sættarskraa Suærris konongs
oc Haralldar iarls .. . Svá oc, ef konongr gefr
iarl til Islandz með slíku skilorðe, sem kononge
sýniz með guðs forsió oc góðra manna ráðe.
Þá má til huárstvæggia þæirra (þ. e. jarla í
Orkneyjum og á Islandi) þan hátt nýta, sem
hér sæghir æftir“.4) Þetta virðist taka af öll
tvímæli um, að það, sem á eftir fer í Hirð., á
við jarla í Orkneyjum og á Islandi jafnt og
jarla í Noregi. — Næst er kafli um, hvernig
konungur gefur jarlsnafn. Þá er kafli um
sæmdir og réttindi jarla og um skyldur. Segir
O Hirð., NGL. II, 402.
2) Sbr. frásögn Sverriss. af sættargerð Sverris og
Haralds jarls Maddaðarsonar.
3) Hirð., 402.
4) Hirð., 403. Þannig endar málsgreinin í ísl. hdr.
Hirðskrárinnar. Norsk hdr. bæta við: „[löghum] huærsu
iarll skal gera oc svá þat flæira, sem hér til hæyrir af
þuí, sem þar fylgir".