Saga - 1958, Page 21
337
í umdæmi þeirra. Sýslumenn eru ýmist emb-
ættismenn konunga eða jarla. Konungur skip-
ar sýslumenn í því ríki, sem hann stjórnar
beint, en jarlinn skipar sýslumenn á því land-
svæði, sem hann hefur þegið af konungi. Jarl-
inn er svo ábyrgur gagnvart konungi. Sýslu-
menn teljast ekki til hirðarinnar.1) Hins vegar
er algengt, að konungur skipi hirðmönnum sín-
um sýslur, og eru þeir þá sýslumenn konungs,
auk þess sem þeir eru handgengnir. Eigi er
talið kunnugt um neinn sýslumann konungs á
Islandi eftir 1269 til loka 13. aldar, sem ekki
er jafnframt handgenginn, nema vera skyldi
Eyjólfur Ásgrímsson. Þó virðist ekki þörf að
setla, að sýslumaður verði að vera handgeng-
inn. í stað eiðanna koma innsigluð bréf.2)
Því miður eru heimildir sagnafáar um stjóm-
arháttu víða í skattlöndum Noregskonungs. I
Orkneyjum sátu jarlar og embættismenn þeirra,
en eftir sættargerðina við Sverri sátu sýslu-
menn konungs þar einnig yfir sakeyrishlut
hans. 1 Suðureyjum og á Mön voru smákon-
ungar. Sverrir konungur lagði Hjaltland og
Jamtaland undir norsku krúnuna. Yfir Jamta-
land setti hann sýslumenn, sem lutu undir
konung. Hins vegar segir Sverrissaga ekki,
hvernig skipan konungur gerði til Hjaltlands,
en sennilega hefur hann sett þar sýslumenn,
eins og yfir sakeyrinn í Orkneyjum, enda gera
h'öglungasögur ráð fyrir, að sýslumenn kon-
ungs sitji þar.3)
O Sbr. Hirð.
“) Sjá sáttmálann frá Túnsbergi 1273, NGL. H, 429.
3) Fms. IX, 194.
Saga - 22
L