Saga - 1958, Page 22
338
Þegar Orkneyjar, Suðureyjar og Mön, þar
sem jarlsdómur og konungsdómur standa á
gömlum merg, eru fráskildar, virðist stefna
Noregskonunga á þessum tímum vera að tengja
skattlöndin sem nánustum böndum við norsku
krúnuna með því að skipa yfir þau sýslumenn.
1 Hák. segir, að fylgismenn Hákonar Hákonar-
sonar báðu Inga konung, að hann fengi Hákoni
Jamtaland til yfirráða, en konungur synjaði
þverlega að skipta landi.1 Svo virðist sem fylg-
ismenn Hákonar hafi ætlað honum Jamtaland
með jarlsvaldi. Noregskonungar á s. h. 12. ald-
ar og 13. öld eru ófúsir að fá jörlum lönd, hvort
heldur er í Noregi eða skattlöndum, og líta á
það sem landaskipti. Hins vegar er stefna
þeirra að skipa embættismenn sína, sýslumenn-
ina, sem allra víðast og efla þannig ríkisheild-
ina undir einni sterkri stjórn, stjórn konungs-
valdsins, sem magnast óðfluga á þessum árum.
Gissur jarl.
Hákonarsaga segir svo sumarið 1258: „Kon-
ungrinn giörði þá skipan [til] íslands, at hann
sendi Gizur út til Islands ok gaf hónum jarls-
nafn. Hét Gizurr at friða landit í mót ok láta
alla bændr gjalda skatt konungi, svá sem hann
hafði áðr beitt. Bar Gizurr mikil mál á, at hann
mundi því auðvelliga á leið koma“.2) 1 Sturl.
segir: „Oc þat sumar, er nv var frá sagt (þ. e.
1258), [gaf] Hácon konungr Gizure iarls-nafn
ok skipaðe honum all[an] Sunnlendinga fiórð-
ung ok Norðlendinga fiórðung ok all [an] Borg-
!) Hák., 16.
2) Hák., 305