Saga - 1958, Page 23
339
ar-fiörð. ... Gizur iarl var miö[k] [heit-]
bunndinn við Hácon konung, at skattr skyllde
við g[angaz] á íslandi".1) 1 annálum segir við
1258: „Gizurr fecc Jarls nafn oc com út“ (Res.
ann.; Hoyers ann.), „Hákon konvngr gaf Gitz-
vri Þorvalldzsyni jarls nafn ok senndi hann
til íslannds (Kon. ann.), „Hákon konungr gaf
Gizuri Þorvalldz syni jarls nafn ok kom út
samsumars" (Skálh. ann.), „Vtquóma Gisurar
jarls (Gott. ann.), „giörde Hákon kongr hinn
fyrsta jarl yfir íslande Gizor Þoruallds son“
(Lögm. ann.). — Við sjáum, að heimildum ber
saman um, að Hákon konungur gaf Gissuri
jarlsnafn sumarið 1258. Sturl. segir það frekar,
að konungur skipaði Gissuri Norðlendinga- og
Sunnlendingafjórðung og Borgarfjörð. Erfitt
er að rengja Sturl. um þetta, enda eru líkur
til, að hér sé einmitt um að ræða þau héruð á
Islandi, sem konungur taldi sig hafa heimild á
sumarið 1258.2)
Lögmannsannáll hefur nokkura sérstöðu með-
al þessara heimilda og þarfnast nánari athug-
unar: „giörde Hákon kongr hinn fyrsta jarl
yfir Islande Gizor Þoruallds son“. Orðalagið
er óljóst. Ég er ekki viss um, að séra Einar,
höfundur annálsins, eigi við, að Gissur hafi
fengið allt ísland, en þó verður ekki fullyrt,
nema svo sé. Orðalagið er unglegt: „gjörði jarl
yfir Islandi“ — og þekkist ekki í þeim heim-
ildum, sem ég hef rakið, eins og áður er bent
á. Setningin í núverandi mynd er því sennilega
verk Einars sjálfs, en ekki tekin orðrétt úr
x) Sturlungasaga, útg. Kr. K&lund, II, 301—302.
2) Sjá J6n Jóhannesson: íslendinga saga I, 321—322.