Saga - 1958, Page 25
341
varð að gera einhverja skipan til, auk þess sem
honum lék hugur á að ná yfirráðum á öllu Is-
landi. Konungur hafði Gissuri einum á að skipa,
og þá aðstöðu gat Gissur notað sér til að ná
jarlsvöldum. Auk þess mátti konungi vera ljóst,
að aðstaða Gissurar gagnvart íslenzkum höfð-
ingjum var sterkari, ef hann var jarl konungs,
en ef hann var sýslumaður hans. Jarlstignin
veitti Gissuri rétt til að koma sér upp hirð og
að kaupa menn til fylgis við sig með metorð-
um. Við vitum ekki, hvort Gissur fékk kon-
ung til að heita sér jarlsdómi á öllu íslandi,
eftir því sem honum tækist að vinna það undir
konung. Þó virðist bréf konungs á alþingi 1260
benda til þess, eins og síðar verður drepið á.
Hitt er óvíst, hvort konungur hugsar sér jarls-
stjóm á Islandi til frambúðar, en það væri í
fyllsta ósamræmi við stefnu Hákonar.
Gissur jarl kom á Eyrar síðla sumars 1258,
setti bú í Kallaðarnesi og dvaldist þar vetur-
inn 1258—1259 með fjölmenni. Um veturinn
treystir jarl aðstöðu sína og kynnir sér horfur.
Hann kemur sér upp eiðsvarinni hirð og gerir
ftienn norður til sveita. Ekki eru heimildir um,
hvernig málin skipast syðra, en varla hafa
Sunnlendingar vestan Þjórsár verið jarli örð-
ugir, því að þar voru mestir vinir jarls.1) Fátt
yar með þeim Þórði Andréssyni, og Sunnlend-
lngar austan Þjórsár hafa enga eiða svarið.
Þegar um vorið 1259 hélt Gissur með flokk
norður, enda reið honum á að treysta aðstöðu
sína fyrir alþing. Bændur í Eyjafirði og Skaga-
firði tóku jarli vel og gáfu honum gjafir. Sturl.
a) Sjá Hák., 309.