Saga - 1958, Page 26
342
segir vorþing fjölmennt í Skagafirði, og þar
var samþykkt, að hver þingfararkaupsbóndi í
Skagafirði gæfi Gissuri á. Gæti það bent til,
að eiðar hefðu farið á undan. Gissur flutti bú
sitt að Stað í Skagafirði. Síðan reið hann á þing.
Til glöggvunar skal nú drepið á helztu for-
menn á Islandi um þessar mundir. Á Vestur-
landi hafði mest ríki Hrafn Oddsson. Eíki hans
var einkum um Vestfirði, en hann hafði einnig
komið ár sinni fyrir borð í Borgarfirði, svo
að flestir hinir stærstu bændur í héraðinu voru
trúnaðarmenn hans.1) Hrafn virðist einnig
hafa ærin áhrif í Dölum, einkum Suður-Döl-
um, enda bjó hann langdvölum á Sauðafelli. —
1 Vestur-Dölum sat Sturla Þórðarson, en hafði
um hríð reynt að ná fótfestu í Borgarfirði, reist
sér bú þar og haft það af héraði, sem hann
fékk.2) Á Snæfellsnesi var Böðvar Þórðarson,
bróðir Sturlu, og synir hans, Sighvatur og
Guðmundur. — Á Austfjörðum var mestur
höfðingi Þorvarður Þórarinsson, en frændi
hans, Ormur Ormsson, er þar upprennandi
höfðingjaefni (f. 1241). — Á Suðurlandi aust-
an Þjórsár (í Rangárþingi) var ríki Oddaverja.
Má þar m. a. nefna Þórð Andrésson. Þorvarð-
ur Þórarinsson var venzlaður Oddaverjum og
hafði kröfu sína um Eyjafjörð frá tengda-
móður sinni, Steinvöru á Keldum. Verður að
ætla, að Þorvarður og Oddaverjar hafi snúið
mjög bökum saman gagnvart Gissuri. Báðir
höfðu ástæðu til að vera andstæðingar Gissur-
ar, Þorvarður vegna Eyjafjarðar, en Odda-
D Sturl. II., 118 (C) og víðar.
2) Sturl. II., 285 og víðar.