Saga - 1958, Page 27
343
verjar sökum þess, að konungur hafði skipað
Gissuri Rangárþing. Auk þess hlaut a. m. k.
Hálfdanarsonum að svíða yfirráð Gissurar í
Eyjafirði, en svo virðist, sem Loftur Hálfdan-
arson hafi hrökklazt frá Grund við komu Giss-
urar og heim í Rangárþing.
Á alþingi 1259 hefur Gissur sennilega haft
styrk a. m. k. úr Skagafirði, Eyjafirði og af
Suðurlandi vestan Þjórsár. Þórður Andrésson
var á þingi fjölmennur, og enn var fátt með
þeim jarli, en ekki er getið um, að til átaka
kæmi. Vel má vera, að Þórður hafi haft styrk
af Austfirðingum, en ekki er þess getið, að
Þorvarður Þórarinsson væri á þingi. Hrafn
Oddsson kom ekki á þing.1) Um þá Sturlunga
ber heimildum ekki saman til fulls. Samkvæmt
aðaltexta Sturl. var Sturla Þórðarson ekki á
þingi 1259, en vingaðist við Gissur um sum-
arið og gerðist lendur maður hans. Einnig er
gert ráð fyrir, að Sighvatur Böðvarsson sé orð-
inn handgenginn Gissuri haustið 1259, en ekki
er skýrt frá, hvenær það gerðist.2 3) — Hins
vegar er klausa, sem sennilega er úr Þorgils
sögu skarða: „Sturla ok Sighvatr riðu til þings
(þ. e. 1259); gerðuz þeir Sturla ok Sighvatr
þá menn jarls, en hann hét þeim liðveizlu sinni
til hefnda eptir Þorgils. Á þessu þingi var lýst
hernaðarsökum á hendur Þorvarði. Sótti Sig-
hvatr Þorvarð; varð hann sekr fullri sekt ok
^nargir þejr menn, er verit höfðu at Hrafna-
gili“.3) Sekt þeirra Þorvarðar er sennilega rétt
O Sturl. II., 305.
2) Sturl. II., 305, 310—11.
3) Sturl. II., 305 nm.