Saga - 1958, Page 28
344
hermd, því að hennar getur líka í Skálh. ann.
óháð Þorgils sögu að því er virðist (þar er
greindur fjöldi hinna seku). En það styrkir aft-
ur þá sögn klausunnar, að Sighvatur hafi verið
á þingi og gerzt þá þegar maður Gissurar. Hins
vegar gæti nafn Sturlu verið komið í klausuna
af vangá höfundar eða afritara. — En hvernig
sem því er háttað, semja þeir Sturlungar við
Gissur sumarið 1259 og gerast handgengnir
menn hans. Þar í mót „hét Gizurr jarl Sturlu
Borgarfirði".1) Verður að gera ráð fyrir, að
Gissur ætli Sturlu Borgarfjörð með sýslu-
mannsvaldi í umboði sínu, og er efalaust, að
til þess hafði hann fullt vald sem jarl. „En Sig-
hvatr Bgðvarsson fékk engar sæmdir af jarli
í þat sinn, þóttiz hann hafa verit gintr til at
geraz handgenginn Gizuri jarli“.2) — 1 ann-
álum (Res., Hoy., Skálh.) stendur við 1259:
Sætzt á víg Sturlunga — og er freistandi að
setja það í samband við þessa samninga.
Þórður Andrésson reyndi að koma á sam-
særi gegn jarli sumarið 1259, en mistókst. Jarl
fór með miklu liði suður á Rangárvelli og rændi
þar, en fundur var settur á Þingskálum, og
sættir náðust þar. Þórður skyldi vera norður
á Stað með jarli um veturinn. Það varð þó ekki,
en samt hélzt sætt þeirra.3) Frekari vitneskja
er ekki um sættina. Hins vegar notar Gissur
ekki tækifærið að neyða Rangæinga til að
sverja eiða. Gæti það bent til þess, að Gissur
fari með nokkurri gát og reyni heldur að vinna
!) Sturl. II, 310.
2) Sturl. II, 310—11.
3) Sturl. II, 308—310. Sbr. ann. 1959.