Saga - 1958, Page 29
345
bændur með lagi en valdi. Ef til vill hefur jarl-
inn hugsað sér að nota sömu aðferð hér og
konungur var vanur, gera Þórð sér handgeng-
inn og halda honum hjá sér um hríð, en beita
honum síðan fyrir sig í Rangárþingi. Hvernig
sem því er háttað, er Þórður Andrésson í liði
með jarli vorið eftir, þegar Gissur ríður af
þingi austur á Rangárvelli. Fundur var enn
stefndur að Þingskálum, og „sóru Rangæingar
þá trúnaðareiða Gizuri jarli ok Hákoni konungi
at upphafi".1) Fyrir Rangæingum voru Björn
Sæmundarson og Loftur Halfdanarson. Þórð-
ur Andrésson var í liði með jarli, reið með
honum norður að Stað og dvaldist þar næsta
vetur. Þetta er fyrsti svardagi Rangæinga við
jarl og konung. Hann felur aðeins í sér holl-
ustu, en ekki er minnzt á skatt, enda mun það
í samræmi við stefnu Gissurar á þessum árum.
Konungur virðist hafa talið það skilorð þeirra
jarls, að Gissur fengi íslendinga til að sverja
skatt, en greiddi síðan ákveðinn hluta skatts-
ins til norsku krúnunnar fyrir jarlsvöld sín.
Gissur flutti hins vegar, að Hákon konungur
hefði „svá gefit honum þessa nafnbót (þ. e.
jarlsnafnið), at hann (þ. e. Gissur) skyldi þat
öngvan penning kosta ok eingi skattr skyldi við
þat leggjask á landit“.2) Konungur hefur frétt
þessi afbrigði jarls sumarið 1259 og gerir út
bréf, sem flytja skyldi á alþingi 1260, „ok kvað
konungr á, hversu mikinn skatt hann vildi
hafa af landinu ok svá, hvat jarl skyldi hafa“.3)
x) Sturl. II., 811. Smbr. Skálh. ann. Hoy. ann. virðist
rvgla saman Þingskálafundunum.
2) Hák., 306.
3) Hák., 308.