Saga - 1958, Page 32
348
jarla á íslandi, að konungur hlutist til um
stjórnskipan jarlsins í þeim héruðum, sem hann
hefur af konungi. Þessi klausa hlýtur því að
merkja, að konungur tekur Borgarfjörð af
jarli að öllu leyti og fær hann embættismanni
sínum, sem lýtur beint undir konungsvaldið
norska. Enda liggur beinast við að taka orð
Sturl. svo. Konungur er hér vafalaust í fullum
rétti. Þetta þekkist bæði úr sögu norskra (sjá
Hirð.) og orkneyskra jarla.
Rétt er að geta þess, að í Sturl. er vísa eftir
Sturlu Þórðarson, sem sett er í samband við
þennan atburð. Þar sakar Sturla Gissur um
lygar og að því er virðist brigðmæli. Mér er
þó ekki fyllilega ljóst, hve miklar ályktanir má
draga af þessari heimild. Lygaáburðurinn er
eðlilegur, en ég fæ ekki séð, að Sturla geti bein-
línis brugðið Gissuri um svik, þó að konungur
taki af jarli Borgarfjörð og Sturla verði af öll-
um völdum þar. Geta má þess, að síðari hluti
vísunnar er einnig á öðrum stað í Sturlungu-
safninu (í Sturlu þætti), og þar er hann talinn
lúta að allt öðrum atburði.
Ásgrímur Þorsteinsson kom út með Hallvarði.
Sú skoðun hefur komið fram, að Þingeyjarþing
hafi verið tekið af Gissuri jarli og fengið Ás-
grími.1) Mun það einkum dregið af því, að
Ásgrímur kemur út með skipunarbréf erki-
biskups fyrir Grenjaðarstöðum, en þar hafði
konungur áður fengið umboðsmanni sínum,
Finnbirni Helgasyni, bústað. Einnig er Ásgrím-
ur sérstaklega nefndur til í kafla Sturl. um
alþing 1262, að hann reið til þings með Giss-
J) Bjöm Þórðarson: Síðasti goðinn, 92.