Saga - 1958, Page 33
349
uri. — Skipun erkibiskups á Grenjaðarstöðum
getur ekki talizt einhlít röksemd fyrir konungs-
umboði Ásgríms, þótt hún gæti bent í þá áttina,
ef ekki bryti annað í bág við það. Hins vegar
er ég ekki sannfærður um, að setningin um
þingreið Ásgríms sé upprunaleg. Hún er í
þeim hluta Sturl., sem settur mun saman úr
brotum og minnisgreinum, er sennilega eiga
rætur að rekja til Sturlu Þórðarsonar.1) Kafl-
inn um alþing 1262 virðist settur saman úr
fleiri en einni minnisgrein, sem tengdar eru
saman þannig, að frásögnin verður í höfuð-
atriðum röng. Næst á undan er klausa um Ás-
grím, sem ber þess öll merki að vera minnis-
grein. Sá sem steypti brotunum saman, kann
að hafa sett þingreið Ásgríms í alþingiskafl-
ann til þess eins að tengja hann og minnis-
greinina um Ásgrím saman. En jafnvel þótt
setningin sé upphafleg, þarf hún ekki að vera
svo óeðlileg. Það mátti sérstökum tíðindum
sæta, að Ásgrímur, hinn forni f jandmaður Giss-
urar, en vinur Hrafns, reið nú á þing með Giss-
uri, en gegn Hrafni. — Hins vegar þykir mér
sitthvað mæla gegn því, að Ásgrímur hafi kom-
út með konungsskipun fyrir Þingeyjarþingi.
"7- Minnisgreinin um Ásgrím er stutt (6V2
líua), en hún stiklar á höfuðviðburðunum í
®?vi Ásgríms 1259—1262: Sætt Gissurar og
Ásgríms 1259, utanför Ásgríms sama ár, Róm-
arför, útkomu 1261, skipan biskups á Grenj-
aðarstöðum, búgerð þar 1262 og loks, að þeir
Gissur héldu vel sætt sína. — Það mætti und-
arlegt heita, ef Sturla hefði ekki skotið hér inn
Sjá Sturl., útg. 1946, form. Jóns Jóhannessonar.