Saga - 1958, Page 34
350
konungsskipaninni, ef hún hefði einhver verið.
— Þingeyingar standa ásamt Ásgrími Þor-
steinssyni að Gissurarsáttmála 1262 og sam-
þykkja að hafa jarlinn yfir sér. Það væri lítt
skiljanlegt, ef konungur hefði tekið Þingeyj-
arþing undan jarli 1261 og gert Ásgrím um-
boðsmann sinn þar yfir. — Bent hefur verið
á, að Gissur jarl muni ekki hafa þurft að sverja
á alþingi 1262, vegna þess að hann hafði unnið
konungi trúnaðareiða áður.1) Ef konungur
hefði skipað Ásgrím umboðsmann sinn 1261,
hlaut Ásgrímur að gangast undir kröfur kon-
ungs og sennilega vinna honum eiða. En Ás-
grímur er einn af þeim, sem sverja 1262. —
Sennilegast er, að konungur hafi ekki skipað
Ásgrím umboðsmann sinn 1261, heldur hafi
Gissur haldið jarlsvöldum í Þingeyjarþingi
óslitið.
Hallvarður gullskór settist að hjá Agli í Reyk-
holti, trúnaðarmanni Hrafns. Þaðan fór hann
á fund jarls og flutti konungserindi, að jarl-
inn efndi sín einkamál við konung. Gissur átti
nú mjög í vök að verjast. Barátta hans hafði
beinzt í tvær áttir, út á við gegn skattkröfu
konungsvaldsins, en inn á við gegn íslenzkum
höfðingjum. Um leið og þessir tveir aðilar tóku
höndum saman, hafði Gissur raunverulega ;tap-
að leiknum. Eiðar Sturlu og Sighvats reyndust
líka haldlausir. M. a. er um freklegt trúnaðai'-
brot að ræða, þegar þeir sættast við Þorvarð,
óvin jarls og án hans vitundar. — Svo virðist,
sem jarl reyni þó enn að hamla móti skattkröfu
konungs. Jarl átti tal við bændur, og var það
J) Jón Jóhannesson: íslendinga saga I., 328.
J