Saga - 1958, Page 35
351
ráðið „at bændr hétu jarli stórfé, at leysa þat
gjald er á var kallat".1) Allir Skagfirðingar
[og Eyfirðingar] og mestur þorri bónda í Norð-
lendingafjórðungi höfðu þegar árið 1256 játað
að gjalda konungi skatt,2) og við Norðlend-
inga voru konungsmál auðfluttust á þingi 1262,
þegar jarlinn loks beitti sér. Verður því að ætla,
að þetta ráð um stórfé í eitt skipti í stað skatts-
ins sé einkum runnið undan rifjum Gissurar
sjálfs.
Hallvarður flutti og konungsmál við Vest-
firðinga. Þar kom, að þeir hétu allir að koma
á Þórsnesþing og sverja eiða. Hallvarður rit-
aði þá norður og neitaði boðum jarls og bænda.
Ekki er vitað, hvers vegna eiðar skyldu fara
fram á Þórsnesþingi. Þó mætti geta þess til,
að höfðingjar vestanlands hefðu talið sig van-
búna að mæta liðskosti jarls á alþingi, enda
óvíst, hvemig innbyrðis sáttum þeirra sjálfra
var háttað. Þó bendir það til sátta Hrafns og
Sturlu, ef rétt er í Sturlu þætti, að Hrafn reisti
bú í Stafholti í Borgarfirði vorið 1262 „með
^ði Sturlu“.»)
_ Ætla verður, að Hallvarður hafi reynt að ná
til Þorvarðar Þórarinssonar, ekki síður en ann-
arra formanna, þótt heimildir séu þar næsta
hljóðar. Vigfús Gunnsteinsson frá Garpsdal
Var að Keldum með Þorvarði lengi vetrar
1261—62.
Vigfús var svili Hrafns Oddssonar, en kona
Vigfúsar og kona Þorvarðar voru systkina-
^örn í báðar ættir. Vigfús var um þessar mund-
O Hák., 322.
2) Hák., 280.
3) Sturl., II., 321.