Saga - 1958, Side 36
352
ir fluttur að Sauðafelli, höfuðbóli Hrafns í
Dölum. Bendir það til góðrar vináttu Hrafns
og Vigfúsar, enda kemur það heim við það,
sem vitað er um Vigfús fyrr. Vigfús var einnig
vinur Þorvarðar. Hins vegar var Vigfús eng-
inn vinur Þorgils skarða né Gissurar jarls.
Hvergi er þess getið, að Vigfús sé sendimaður
Hallvarðar, en vandséð er, að hann eigi kost
á hentugri manni, ef hann vill leita samninga
við Þorvarð og þoka honum til samstarfs við
Hrafn gegn Gissuri. — Vigfús kom vestur og
flutti sættarboð Þorvarðar við Sighvat á Stað
fyrir víg Þorgils skarða. Af Þorgils sögu er
helzt að ráða, að það sé aðalerindi Vigfúsar,
en því er ekki að fullu treystandi. Sagan er
persónusaga Þorgils, og höfundur hennar hlaut
einkum að láta sig varða sættina um víg hans.
Enda kemur í ljós, að auk Sturlu, Sighvats og
Vigfúsar ríða þeir suður á fund Þorvarðar
Hallvarður og Egill í Reykholti, sem líklegri
er til að láta sig skipta konungserindi en víg
Þorgils skarða, fjandmanns síns. — í Þorgils
sögu segir, að Sighvatur reið að heiman „með
leynd, svá at hvárki vissi þat Gizurr né
Hrafn".1) Beinast lægi við að taka þetta svo,
að förin væri farin í fullri óþökk Hrafns, en
það nfun þó vafasamt. Eins og fyrr segir, mun
Vigfús vera fylgismaður Hrafns. Egill í Reyk-
holti er trúnaðarmaður Hrafns. Hallvarður átti
svo mikið undir vináttu Hrafns, að hann er ólík-
legur til að ganga fullkomlega í berhögg við
hann. Auk þess var það styrkur Hrafns, ef
takast mætti að fá Þorvarð til fylgis við kon-
D Sturl. II., 306.